Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 23:33 Ekkert er vitað hvar Anne-Elisabeth Hagen er niðurkomin eða hvort hún er á lífi. Mynd/Norska lögreglan Lögregla í Noregi fann ummerki um að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs, hafi verið dregin út af baðherbergi á heimili sínu daginn sem hún hvarf. Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. Anne-Elisabeth er gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Talið er að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna þann 31. október síðastliðinn en ekkert hefur spurst til hennar síðan. Meintir mannræningjar hafa sett sig í samband við fjölskylduna og krafist milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero.Sjá einnig: Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Lögregla hefur hingað til gengið út frá því að ráðist hafi verið á Anne-Elisabeth inni á baðherbergi í húsinu. Kenningin er sögð byggð á ummerkjum sem fundust við baðherbergið en förin benda til þess að Anne-Elisabeth hafi verið dregin eftir gólfinu og út. Að öðru leyti hafa ekki fundist merki um átök í húsinu. Ekki hefur verið greint áður frá áðurnefndum ummerkjum í fjölmiðlum en í frétt VG kemur þó fram að lögregla hafi haft þau lengi til rannsóknar. Eiginmaður Anne-Elisabeth hafi bent lögreglu á förin strax eftir að hann tilkynnti um hvarf eiginkonu sinnar. Lögregla hefur annars haft úr litlu að moða í tengslum við hvarf Anne-Elisabeth. Nú, næstum fjórum mánuðum eftir að hún hvarf, eru yfirvöld engu nær um það hvar hún er niðurkomin eða hvað kom nákvæmlega fyrir hana. Þannig er ekki vitað hvort að mannræningjarnir, sem hafa sett sig í samband við fjölskyldu Anne-Elisabeth, hafi farið með hana úr landi. Þá er heldur ekki vitað hvort Anne-Elisabeth sé yfir höfuð á lífi. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 31. janúar 2019 08:34 Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. 24. janúar 2019 13:28 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Lögregla í Noregi fann ummerki um að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs, hafi verið dregin út af baðherbergi á heimili sínu daginn sem hún hvarf. Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. Anne-Elisabeth er gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Talið er að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna þann 31. október síðastliðinn en ekkert hefur spurst til hennar síðan. Meintir mannræningjar hafa sett sig í samband við fjölskylduna og krafist milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero.Sjá einnig: Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Lögregla hefur hingað til gengið út frá því að ráðist hafi verið á Anne-Elisabeth inni á baðherbergi í húsinu. Kenningin er sögð byggð á ummerkjum sem fundust við baðherbergið en förin benda til þess að Anne-Elisabeth hafi verið dregin eftir gólfinu og út. Að öðru leyti hafa ekki fundist merki um átök í húsinu. Ekki hefur verið greint áður frá áðurnefndum ummerkjum í fjölmiðlum en í frétt VG kemur þó fram að lögregla hafi haft þau lengi til rannsóknar. Eiginmaður Anne-Elisabeth hafi bent lögreglu á förin strax eftir að hann tilkynnti um hvarf eiginkonu sinnar. Lögregla hefur annars haft úr litlu að moða í tengslum við hvarf Anne-Elisabeth. Nú, næstum fjórum mánuðum eftir að hún hvarf, eru yfirvöld engu nær um það hvar hún er niðurkomin eða hvað kom nákvæmlega fyrir hana. Þannig er ekki vitað hvort að mannræningjarnir, sem hafa sett sig í samband við fjölskyldu Anne-Elisabeth, hafi farið með hana úr landi. Þá er heldur ekki vitað hvort Anne-Elisabeth sé yfir höfuð á lífi.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 31. janúar 2019 08:34 Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. 24. janúar 2019 13:28 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37
Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 31. janúar 2019 08:34
Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. 24. janúar 2019 13:28