Málin varða rúmlega 600 börn á ári Björk Eiðsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 09:00 Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi starfar m.a. sem sáttamaður sýslumanns í málefnum barna. Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi starfar m.a. sem sáttamaður sýslumanns í málefnum barna og segir deilur foreldra valda mikilli streitu hjá börnum. Fagdeild félagsráðgjafa í sáttamiðlun heldur námstefnu föstudaginn 1. mars í samstarfi við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu en Valgerður er ein þeirra sem starfa fyrir Sýslumannsembættið sem sérfræðingur í málefnum barna og sem sáttamaður í forsjár-, lögheimilis-, umgengnis-, dagsekta- og aðfararmálum með það að markmiði að hjálpa foreldrum að gera samning um þá lausn mála sem er barni fyrir bestu. Valgerður segir að flestum foreldrum takist að leysa smám saman ágreining sem gjarnan fylgir skilnaði eða sambúðarslitum en margir leiti sér ráðgjafar varðandi börnin þegar að skilnaði kemur. „Oft áttar fólk sig ekki á þeim aðstæðum sem upp kunna að koma þegar börnin eiga tvö heimili og stundum stjúpforeldra á þeim báðum. Það sem kallaðist gott foreldrasamstarf þegar foreldrar voru einhleypir getur skapað ágreining í nýju sambandi t.d. þegar ekki er haft samráð við stjúpforeldri um breytingar á umgengni. Það er mjög mikilvægt að hafa í huga að lífið bæði hjá foreldrum og börnum tekur eðlilega breytingum sem geta haft áhrif á foreldrasamstarf með börn á tveimur eða fleiri heimilum. En samskipti við barnsföður eða -móður á hinu heimili barnsins er algengt ágreiningsefni í stjúpfjölskyldum. Það eru ákveðnar vísbendingar um að stór hluti foreldra sem eiga mál inni hjá sýslumanni er kominn í ný sambönd og deilur því ekki endilega í öllum tilvikum tengdar sambúðarslitum eða hjónaskilnaði. En þetta þarf að kanna miklu betur. Tölur hjá sýslumanni sýna hins vegar að þau mál sem þar eru til meðferðar varða á milli 600 og 650 börn ári.“ Valgerður segir að þótt mörgum takist vel að leysa málin sé alltaf hluti foreldra sem þurfi utanaðkomandi aðstoð. Samkvæmt barnalögum er foreldrum skylt að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál fyrir dómstólum. „Hægt er að leita bæði til einkaaðila og sýslumanns en í sáttameðferð gefst foreldrum tækifæri til að leysa ágreining er varðar börn þeirra,“ útskýrir Valgerður og bætir við að árangur sáttameðferðar sé góður, eða 58% ágreiningsmála ljúki með sátt sem er sambærilegt við árangurinn á hinum Norðurlöndunum.Börnin eiga rétt á að tjá sig Valgerður segir að börn eigi rétt á að tjá sig samkvæmt barnalögum og barnasáttmála SÞ í þeim málum er þau varða í samræmi við aldur og þroska. og það er hlutverk sáttamanna og eftir atvikum sérfræðinga í málefnum barna að ræða við þau.Valgerður segir samskipti við barnsföður eða -móður á hinu heimili barnsins algengt ágreiningsefni í stjúpfjölskyldum.Vísir/getty„Á námstefnunni ætla ég að fara yfir hvað fram hefur komið í viðtölum við börnin og reynslu sérfræðinga og því er ekki um eiginlega rannsókn að ræða, en efnið gefur tilefni til að kanna málið frekar.“ Valgerður segir að rannsóknir sýni að ágreiningur foreldra sé skaðlegur. Börn sem eigi foreldra í ágreiningi upplifi mörg hver mikla streitu sem fær oft litla athygli. „Mörg hver reyna að skipta barnæsku sinni og fríum jafnt á milli foreldra – jafnvel sleppa að sinna tómstundum og hitta vini – af því þetta er „pabba- eða mömmu-tími“.Heilaþvegin börn eða börn með skoðanir Í umgengnisdeilum er ekki óalgengt að annað foreldrið, jafnvel bæði fullyrði að barninu sé innrætt neikvæð viðhorf til þess, það sé „heilaþvegið“ og hafi þar af leiðandi engar skoðanir sjálft á aðstæðum sínum. Jafnvel fullyrt að það ljúgi fyrir svokallað tálmunarforeldri. Stundum eiga slíkar athugasemdir um mögulega tálmun rétt á sér en alls ekki í öllum tilvikum. Barn getur verið að bregðast við breyttum aðstæðum í lífi foreldra og þar með breyttum aðstæðum í lífi barnsins sjálfs. Nefna má til dæmis tilkomu nýs stjúpforeldris, flutninga, deilur á heimili, skort á tíma og athygli foreldris eða óhóflegan þrýsting að flytja til mömmu eða pabba. Það sjálft er að eldast og þroskast og stundum vantar aðstöðu hjá öðru foreldrinu til að taka á móti barninu. Það er vel þekkt að það hvernig barn tjáir sig tengist fjölmörgum þáttum eins og aldri, þroska og tengslum. Það er umhugsunarvert fyrir foreldri að velta því fyrir sér af hverju barn ræðir ekki við það um líðan sína á heimili þess, heldur feli það hinu foreldrinu að miðla upplýsingum sem falla stundum í misgóðan jarðveg. Jafnvel kjósa sum börn að segja ekki neitt til að „rugga ekki bátnum“ og er það mjög einmanaleg staða fyrir barn.“ Námstefnan á föstudag er þverfagleg en frumkvæðið kemur frá fagdeild félagsráðgjafa í sáttamiðlun í samstarfi við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum fimm félagsráðgjafar með viðbótarmenntun á sviðinu sem sinnum sáttamiðlun og erum einnig sérfræðingar í málefnum barna hjá embættinu. Jafnframt eru sáttamenn í einkageiranum sem sinna þessum málaflokki sem og öðrum. Viðfangsefni fjölskyldsviðs eru í senn flókin og viðkvæm en tilgangur námsþingsins er að heyra í okkar fremstu sérfræðingum á þeim sviðum sem koma inn á okkar borð, fá tækifæri til að læra, spyrja og miðla.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi starfar m.a. sem sáttamaður sýslumanns í málefnum barna og segir deilur foreldra valda mikilli streitu hjá börnum. Fagdeild félagsráðgjafa í sáttamiðlun heldur námstefnu föstudaginn 1. mars í samstarfi við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu en Valgerður er ein þeirra sem starfa fyrir Sýslumannsembættið sem sérfræðingur í málefnum barna og sem sáttamaður í forsjár-, lögheimilis-, umgengnis-, dagsekta- og aðfararmálum með það að markmiði að hjálpa foreldrum að gera samning um þá lausn mála sem er barni fyrir bestu. Valgerður segir að flestum foreldrum takist að leysa smám saman ágreining sem gjarnan fylgir skilnaði eða sambúðarslitum en margir leiti sér ráðgjafar varðandi börnin þegar að skilnaði kemur. „Oft áttar fólk sig ekki á þeim aðstæðum sem upp kunna að koma þegar börnin eiga tvö heimili og stundum stjúpforeldra á þeim báðum. Það sem kallaðist gott foreldrasamstarf þegar foreldrar voru einhleypir getur skapað ágreining í nýju sambandi t.d. þegar ekki er haft samráð við stjúpforeldri um breytingar á umgengni. Það er mjög mikilvægt að hafa í huga að lífið bæði hjá foreldrum og börnum tekur eðlilega breytingum sem geta haft áhrif á foreldrasamstarf með börn á tveimur eða fleiri heimilum. En samskipti við barnsföður eða -móður á hinu heimili barnsins er algengt ágreiningsefni í stjúpfjölskyldum. Það eru ákveðnar vísbendingar um að stór hluti foreldra sem eiga mál inni hjá sýslumanni er kominn í ný sambönd og deilur því ekki endilega í öllum tilvikum tengdar sambúðarslitum eða hjónaskilnaði. En þetta þarf að kanna miklu betur. Tölur hjá sýslumanni sýna hins vegar að þau mál sem þar eru til meðferðar varða á milli 600 og 650 börn ári.“ Valgerður segir að þótt mörgum takist vel að leysa málin sé alltaf hluti foreldra sem þurfi utanaðkomandi aðstoð. Samkvæmt barnalögum er foreldrum skylt að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál fyrir dómstólum. „Hægt er að leita bæði til einkaaðila og sýslumanns en í sáttameðferð gefst foreldrum tækifæri til að leysa ágreining er varðar börn þeirra,“ útskýrir Valgerður og bætir við að árangur sáttameðferðar sé góður, eða 58% ágreiningsmála ljúki með sátt sem er sambærilegt við árangurinn á hinum Norðurlöndunum.Börnin eiga rétt á að tjá sig Valgerður segir að börn eigi rétt á að tjá sig samkvæmt barnalögum og barnasáttmála SÞ í þeim málum er þau varða í samræmi við aldur og þroska. og það er hlutverk sáttamanna og eftir atvikum sérfræðinga í málefnum barna að ræða við þau.Valgerður segir samskipti við barnsföður eða -móður á hinu heimili barnsins algengt ágreiningsefni í stjúpfjölskyldum.Vísir/getty„Á námstefnunni ætla ég að fara yfir hvað fram hefur komið í viðtölum við börnin og reynslu sérfræðinga og því er ekki um eiginlega rannsókn að ræða, en efnið gefur tilefni til að kanna málið frekar.“ Valgerður segir að rannsóknir sýni að ágreiningur foreldra sé skaðlegur. Börn sem eigi foreldra í ágreiningi upplifi mörg hver mikla streitu sem fær oft litla athygli. „Mörg hver reyna að skipta barnæsku sinni og fríum jafnt á milli foreldra – jafnvel sleppa að sinna tómstundum og hitta vini – af því þetta er „pabba- eða mömmu-tími“.Heilaþvegin börn eða börn með skoðanir Í umgengnisdeilum er ekki óalgengt að annað foreldrið, jafnvel bæði fullyrði að barninu sé innrætt neikvæð viðhorf til þess, það sé „heilaþvegið“ og hafi þar af leiðandi engar skoðanir sjálft á aðstæðum sínum. Jafnvel fullyrt að það ljúgi fyrir svokallað tálmunarforeldri. Stundum eiga slíkar athugasemdir um mögulega tálmun rétt á sér en alls ekki í öllum tilvikum. Barn getur verið að bregðast við breyttum aðstæðum í lífi foreldra og þar með breyttum aðstæðum í lífi barnsins sjálfs. Nefna má til dæmis tilkomu nýs stjúpforeldris, flutninga, deilur á heimili, skort á tíma og athygli foreldris eða óhóflegan þrýsting að flytja til mömmu eða pabba. Það sjálft er að eldast og þroskast og stundum vantar aðstöðu hjá öðru foreldrinu til að taka á móti barninu. Það er vel þekkt að það hvernig barn tjáir sig tengist fjölmörgum þáttum eins og aldri, þroska og tengslum. Það er umhugsunarvert fyrir foreldri að velta því fyrir sér af hverju barn ræðir ekki við það um líðan sína á heimili þess, heldur feli það hinu foreldrinu að miðla upplýsingum sem falla stundum í misgóðan jarðveg. Jafnvel kjósa sum börn að segja ekki neitt til að „rugga ekki bátnum“ og er það mjög einmanaleg staða fyrir barn.“ Námstefnan á föstudag er þverfagleg en frumkvæðið kemur frá fagdeild félagsráðgjafa í sáttamiðlun í samstarfi við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum fimm félagsráðgjafar með viðbótarmenntun á sviðinu sem sinnum sáttamiðlun og erum einnig sérfræðingar í málefnum barna hjá embættinu. Jafnframt eru sáttamenn í einkageiranum sem sinna þessum málaflokki sem og öðrum. Viðfangsefni fjölskyldsviðs eru í senn flókin og viðkvæm en tilgangur námsþingsins er að heyra í okkar fremstu sérfræðingum á þeim sviðum sem koma inn á okkar borð, fá tækifæri til að læra, spyrja og miðla.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira