Valur upp að hlið Keflavíkur │ Óvænt tap KR Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2019 20:57 Helena og stöllur eru komnar á toppinn með Keflavík. vísir/bára Valur er komið upp að hlið Keflavíkur í Dominos-deild kvenna eftir stórsigur á Skallagrími í Borgarnesi í kvöld er 22. umferðin í deildinni fór fram. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur leiddi í hálfleik, 40-34. Í síðari hálfleik steig Valur á bensíngjöfina og vann svo öruggan 30 stiga sigur, 89-59. Bergþóra Holton Tómasdóttir var framlagshæst hjá bikarmeisturum Vals en hún skoraði 22 stig og tók fimm fráköst. Heather Butler og Guðbjörg Sverrisdóttir gerðu átján stig hvor en Valur er á toppnum ásamt Keflavík með 32 stig. Skallagrímur er hins vegar áfram í næst neðsta sæti deildarinnar en Shequila Joseph var einu sinni sem oftar stigahæst. Hún skoraði 25 stig og tók ellefu fráköst en Árnína Lena Rúnarsdóttir gerði þrettán stig. Haukar unnu óvæntan þriggja stiga sigur á KR, 75-72, er liðin mættust í DHL-höllinni í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en í fjórða leikhlutanum var Hafnarfjarðarliðið sterkara. Þóra Kristín Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir Hauka en hún skoraði nítján stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Eva Margrét Kristjánsdóttir gerði sautján stig en Haukar eru í sjötta sæti deildarinnar. KR er nú í þriðja sætinu með 30 stig og varð að mikilvægum stigum í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Vilma Kesanen var stigahæst með 25 stig og Kiana Johnson skoraði átján stig. Snæfell vann svo auðveldan sigur á botnliði Breiðabliks en Snæfell gerði út um leikinn í fyrri hálfleik. Staðna í hálfleik var 58-30 en lokatölur urðu svo 93-56. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Snæfell sem er í harðri baráttu við Stjörnua um síðasta sætið í úrslitakeppninni en Snæfell er nú í fjórða sætinu með betri innbyrðis viðureign en Stjarnan. Blikarnir eru á botninum og eru á leið niður í B-deildina. Kristen Denise McCarthy var mögnuð í liði Snæfells en hún var með þrefalda tvennu. Hún gerði 29 stig, tók þrettán fráköst og gaf tíu stoðsendingar en Ivory Crawford gerði nítján stig fyrir Blika.Staðan í deildinni:1. Keflavík 32 stig 2. Valur 32 stig 3. KR 30 stig 4. Snæfell 26 stig 5. Stjarnan 26 stig 6. Haukar 16 stig 7. Skallagrímur 12 stig 8. Breiðablik 2 stig Dominos-deild kvenna Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Sjá meira
Valur er komið upp að hlið Keflavíkur í Dominos-deild kvenna eftir stórsigur á Skallagrími í Borgarnesi í kvöld er 22. umferðin í deildinni fór fram. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur leiddi í hálfleik, 40-34. Í síðari hálfleik steig Valur á bensíngjöfina og vann svo öruggan 30 stiga sigur, 89-59. Bergþóra Holton Tómasdóttir var framlagshæst hjá bikarmeisturum Vals en hún skoraði 22 stig og tók fimm fráköst. Heather Butler og Guðbjörg Sverrisdóttir gerðu átján stig hvor en Valur er á toppnum ásamt Keflavík með 32 stig. Skallagrímur er hins vegar áfram í næst neðsta sæti deildarinnar en Shequila Joseph var einu sinni sem oftar stigahæst. Hún skoraði 25 stig og tók ellefu fráköst en Árnína Lena Rúnarsdóttir gerði þrettán stig. Haukar unnu óvæntan þriggja stiga sigur á KR, 75-72, er liðin mættust í DHL-höllinni í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en í fjórða leikhlutanum var Hafnarfjarðarliðið sterkara. Þóra Kristín Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir Hauka en hún skoraði nítján stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Eva Margrét Kristjánsdóttir gerði sautján stig en Haukar eru í sjötta sæti deildarinnar. KR er nú í þriðja sætinu með 30 stig og varð að mikilvægum stigum í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Vilma Kesanen var stigahæst með 25 stig og Kiana Johnson skoraði átján stig. Snæfell vann svo auðveldan sigur á botnliði Breiðabliks en Snæfell gerði út um leikinn í fyrri hálfleik. Staðna í hálfleik var 58-30 en lokatölur urðu svo 93-56. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Snæfell sem er í harðri baráttu við Stjörnua um síðasta sætið í úrslitakeppninni en Snæfell er nú í fjórða sætinu með betri innbyrðis viðureign en Stjarnan. Blikarnir eru á botninum og eru á leið niður í B-deildina. Kristen Denise McCarthy var mögnuð í liði Snæfells en hún var með þrefalda tvennu. Hún gerði 29 stig, tók þrettán fráköst og gaf tíu stoðsendingar en Ivory Crawford gerði nítján stig fyrir Blika.Staðan í deildinni:1. Keflavík 32 stig 2. Valur 32 stig 3. KR 30 stig 4. Snæfell 26 stig 5. Stjarnan 26 stig 6. Haukar 16 stig 7. Skallagrímur 12 stig 8. Breiðablik 2 stig
Dominos-deild kvenna Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga