Öflug vörn skilaði jafntefli Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. febrúar 2019 14:00 Sif Atladóttir hefur góðar gætur á Nichelle Prince í leik Íslands og Kanada á Algarve-mótinu. Nordicphotos/Getty Ísland mætti afar öflugu liði Kanada í fyrsta leik liðanna á Algarve-mótinu í gær. Leikið var við góðar aðstæður á Spáni og fínt tempó var í leiknum. Íslenska liðið átti í vök að verjast í leiknum þar sem Kanada var meira með boltann og leikmönnum íslenska liðsins gekk nokkuð illa að halda boltanum innan liðsins og byggja upp álitlegar sóknir. Það jákvæða sem íslenska liðið getur tekið með sér úr þessum leik er öflugur og vel skipulagður varnarleikur. Í markinu minnti Sandra Sigurðardóttir svo sannarlega á sig í baráttunni um markmannsstöðuna í undankeppni EM 2021 með einkar góðri frammistöðu. Hún varði tvisvar meistaralega þegar Kanada komst í góð færi. Þá lék Dagný Brynjarsdóttir sinn fyrsta landsleik frá því í október árið 2017. Þegar hún kemst í sitt fyrra form er kominn frábær uppspilspunktur milli miðju og sóknar íslenska liðsins. Þetta var annar leikur Íslands síðan Jón Þór Hauksson og Ian David Jeffs tóku við stjórnartaumunum hjá liðinu en íslenska liðið bar sigurorð af Skotlandi í frumraun sinni í janúar. Skoska liðið er einmitt andstæðingar íslenska liðsins í næsta leik liðsins á mánudaginn. Ísland leikur svo lokaleik sinn á mótinu þegar leikið verður um sæti 6. mars. Skagamærin Hallbera Guðný Gísladóttir varð í gær sú áttunda sem nær hundrað leikjum fyrir íslenska landsliðið. Hallbera lék allan leikinn og var ánægð með úrslitin þegar Fréttablaðið heyrði í henni eftir leikinn. „Ég er mjög sátt, þetta eru flott úrslit gegn jafn öflugu liði og Kanada. Við vorum ekki alveg nægilega skarpar í fyrri hálfleik, vorum örlítið stressaðar eins og oft í byrjun leikja og héldum fyrir vikið boltanum illa. Við töluðum saman í hálfleik, leikmenn og þjálfarateymið og okkur tókst að laga þetta fyrir seinni hálfleikinn,“ sagði Hallbera og bætti við: „Við vorum búin að fara vel yfir það hvað þær vildu gera fyrir leik og gerðum mun betur í að loka á það í seinni hálfleik. Þótt að þær hafi verið meira með boltann þá fannst mér þær ekkert liggja á okkur í seinni. Manni leið ekki eins og við værum í nauðvörn.“ Hallbera sagði það ekkert nýtt að það væri hrollur í íslenska liðinu á fyrstu mínútum leiksins. „Við viljum bæta spilamennskuna þegar við erum að spila gegn sterkustu liðum heims. Það er ljóst að við getum barist og hlaupið endalaust en það hefur oft vantað að vera rólegri á boltanum, sérstaklega í byrjun leikja og við ætlum okkur að bæta úr því. Það er hvatning fyrir okkur að ná úrslitum gegn Kanada þótt þetta hafi verið æfingaleikur. Það sýnir okkur að við getum haldið hreinu í hvaða leik sem er.“ Hún hrósaði starfsteymi landsliðsins fyrir aðstoðina í undirbúningnum. „Við höfum yfirleitt komið degi fyrr þegar við höfum keppt í Algarve-mótinu og það var skrýtið að koma og fá bara eina æfingu fyrir leik. Fyrir vikið þurftum við strax að byrja að hugsa um leikinn en við erum með gott teymi í kringum liðið og mættum klárar til leiks þrátt fyrir átján tíma ferðalag á mánudaginn.“ Undirbúningurinn hjá kanadíska liðinu var heldur betri. „Kanada var búið að vera hérna í æfingabúðum í rúma viku fyrir leikinn gegn okkur. Miðað við allt getum við verið sáttar við þetta þótt við vitum að við eigum helling inni.“ Hallbera var skiljanlega stolt af því að ná hundrað leikjum fyrir íslenska landsliðið. „Ég er ofboðslega stolt af þessu afreki því þetta er mikill heiður. Ég átti ekkert endilega von á þessu þegar ég kom inn í landsliðið en líkaminn hefur haldið vel.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Ísland mætti afar öflugu liði Kanada í fyrsta leik liðanna á Algarve-mótinu í gær. Leikið var við góðar aðstæður á Spáni og fínt tempó var í leiknum. Íslenska liðið átti í vök að verjast í leiknum þar sem Kanada var meira með boltann og leikmönnum íslenska liðsins gekk nokkuð illa að halda boltanum innan liðsins og byggja upp álitlegar sóknir. Það jákvæða sem íslenska liðið getur tekið með sér úr þessum leik er öflugur og vel skipulagður varnarleikur. Í markinu minnti Sandra Sigurðardóttir svo sannarlega á sig í baráttunni um markmannsstöðuna í undankeppni EM 2021 með einkar góðri frammistöðu. Hún varði tvisvar meistaralega þegar Kanada komst í góð færi. Þá lék Dagný Brynjarsdóttir sinn fyrsta landsleik frá því í október árið 2017. Þegar hún kemst í sitt fyrra form er kominn frábær uppspilspunktur milli miðju og sóknar íslenska liðsins. Þetta var annar leikur Íslands síðan Jón Þór Hauksson og Ian David Jeffs tóku við stjórnartaumunum hjá liðinu en íslenska liðið bar sigurorð af Skotlandi í frumraun sinni í janúar. Skoska liðið er einmitt andstæðingar íslenska liðsins í næsta leik liðsins á mánudaginn. Ísland leikur svo lokaleik sinn á mótinu þegar leikið verður um sæti 6. mars. Skagamærin Hallbera Guðný Gísladóttir varð í gær sú áttunda sem nær hundrað leikjum fyrir íslenska landsliðið. Hallbera lék allan leikinn og var ánægð með úrslitin þegar Fréttablaðið heyrði í henni eftir leikinn. „Ég er mjög sátt, þetta eru flott úrslit gegn jafn öflugu liði og Kanada. Við vorum ekki alveg nægilega skarpar í fyrri hálfleik, vorum örlítið stressaðar eins og oft í byrjun leikja og héldum fyrir vikið boltanum illa. Við töluðum saman í hálfleik, leikmenn og þjálfarateymið og okkur tókst að laga þetta fyrir seinni hálfleikinn,“ sagði Hallbera og bætti við: „Við vorum búin að fara vel yfir það hvað þær vildu gera fyrir leik og gerðum mun betur í að loka á það í seinni hálfleik. Þótt að þær hafi verið meira með boltann þá fannst mér þær ekkert liggja á okkur í seinni. Manni leið ekki eins og við værum í nauðvörn.“ Hallbera sagði það ekkert nýtt að það væri hrollur í íslenska liðinu á fyrstu mínútum leiksins. „Við viljum bæta spilamennskuna þegar við erum að spila gegn sterkustu liðum heims. Það er ljóst að við getum barist og hlaupið endalaust en það hefur oft vantað að vera rólegri á boltanum, sérstaklega í byrjun leikja og við ætlum okkur að bæta úr því. Það er hvatning fyrir okkur að ná úrslitum gegn Kanada þótt þetta hafi verið æfingaleikur. Það sýnir okkur að við getum haldið hreinu í hvaða leik sem er.“ Hún hrósaði starfsteymi landsliðsins fyrir aðstoðina í undirbúningnum. „Við höfum yfirleitt komið degi fyrr þegar við höfum keppt í Algarve-mótinu og það var skrýtið að koma og fá bara eina æfingu fyrir leik. Fyrir vikið þurftum við strax að byrja að hugsa um leikinn en við erum með gott teymi í kringum liðið og mættum klárar til leiks þrátt fyrir átján tíma ferðalag á mánudaginn.“ Undirbúningurinn hjá kanadíska liðinu var heldur betri. „Kanada var búið að vera hérna í æfingabúðum í rúma viku fyrir leikinn gegn okkur. Miðað við allt getum við verið sáttar við þetta þótt við vitum að við eigum helling inni.“ Hallbera var skiljanlega stolt af því að ná hundrað leikjum fyrir íslenska landsliðið. „Ég er ofboðslega stolt af þessu afreki því þetta er mikill heiður. Ég átti ekkert endilega von á þessu þegar ég kom inn í landsliðið en líkaminn hefur haldið vel.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu