Tekist á um innflutning á hráu kjöti á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2019 20:15 Formaður Viðreisnar segir að rekinn sé hræðsluáróður varðandi innflutning á fersku kjöti í stað þess að fara eftir dómum og samningum um innflutninginn. Framsóknarmenn vilja leita leiða til að semja um undanþágur hjá Evrópusambandinu sem hingað til hafa ekki fengist. Hæstiréttur hefur dæmt að Íslendingar verði að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt ákvæðum samningsins um evrópska efnahagssvæðið og niðurstöðum EFTA dómstólsins og afnema þar með 30 daga frystiskyldu á innfluttu kjöti. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar vill engu að síður reyna enn og aftur að fá undanþágur frá samningnum sem ekki hefur tekist í áralöngum viðræðum við Evrópusambandið. En Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra boðar frumvarp þar sem innflutningsbanni verði aflétt. Willum Þórsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins og Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður flokksins vöruðu við frumvarpi landbúnaðarráðherra á Alþingi í dag. „Bann við innflutningi hrás kjöt og sóttvarnir eru liður í sóttvörnum landsins og snúast um sérstöðu landsins til framtíðar. Með samþykkt á þessu frumvarpi erum við sem sjálfstæð þjóð að gefast upp með því að leyfa frjálsan innflutning á hráu kjöti,“ sagði Signý Halla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði íslensk stjórnvöld hafa reynt allt hvað þau gætu í tæpan áratug til að sniðganga EES samninginn í þessum efnum. „Það eru ennþá ráðherrar í ríkisstjórn sem telja að það sé jafnvel hægt að handvelja hvaða dómum á að fylgja eftir og hverja á að sniðganga,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þeir sem hafa verið að tala um óheftan innflutning á kjöti benda á að það geti skilað sér í lægra matvöruverði. Hagsmunir neytenda snúast ekki bara um hvað sé í matinn og hvað hann kostar heldur hvað er í matnum,“ sagði Halla Signý. Þorgerður Katrín sagði þetta vera hræðsluáróður. „Og ég óttast það líka að ríkisstjórnin láti ekki bara undan hræðsluáróðrinum heldur fari líka að finna upp á nýjum leiðum til að brjóta á EES samningnum. Við skulum hafa það hugfast að það eru gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að viðhalda EES samningnum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Formaður Viðreisnar segir að rekinn sé hræðsluáróður varðandi innflutning á fersku kjöti í stað þess að fara eftir dómum og samningum um innflutninginn. Framsóknarmenn vilja leita leiða til að semja um undanþágur hjá Evrópusambandinu sem hingað til hafa ekki fengist. Hæstiréttur hefur dæmt að Íslendingar verði að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt ákvæðum samningsins um evrópska efnahagssvæðið og niðurstöðum EFTA dómstólsins og afnema þar með 30 daga frystiskyldu á innfluttu kjöti. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar vill engu að síður reyna enn og aftur að fá undanþágur frá samningnum sem ekki hefur tekist í áralöngum viðræðum við Evrópusambandið. En Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra boðar frumvarp þar sem innflutningsbanni verði aflétt. Willum Þórsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins og Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður flokksins vöruðu við frumvarpi landbúnaðarráðherra á Alþingi í dag. „Bann við innflutningi hrás kjöt og sóttvarnir eru liður í sóttvörnum landsins og snúast um sérstöðu landsins til framtíðar. Með samþykkt á þessu frumvarpi erum við sem sjálfstæð þjóð að gefast upp með því að leyfa frjálsan innflutning á hráu kjöti,“ sagði Signý Halla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði íslensk stjórnvöld hafa reynt allt hvað þau gætu í tæpan áratug til að sniðganga EES samninginn í þessum efnum. „Það eru ennþá ráðherrar í ríkisstjórn sem telja að það sé jafnvel hægt að handvelja hvaða dómum á að fylgja eftir og hverja á að sniðganga,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þeir sem hafa verið að tala um óheftan innflutning á kjöti benda á að það geti skilað sér í lægra matvöruverði. Hagsmunir neytenda snúast ekki bara um hvað sé í matinn og hvað hann kostar heldur hvað er í matnum,“ sagði Halla Signý. Þorgerður Katrín sagði þetta vera hræðsluáróður. „Og ég óttast það líka að ríkisstjórnin láti ekki bara undan hræðsluáróðrinum heldur fari líka að finna upp á nýjum leiðum til að brjóta á EES samningnum. Við skulum hafa það hugfast að það eru gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að viðhalda EES samningnum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00
Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30