Meðal þess sem talið er að hafi gert málverkin að vondri fjárfestingu í augum mögulegra kaupenda er verðlagning verkanna, en upphafsverð verkanna fimm var á milli 19 þúsund evra, eða 2,6 milljóna króna og 45 þúsund evra, rúmlega sex milljóna króna.
Annar þáttur sem margir unnendur listar Hitlers kunna að hafa litið til er að erfitt er að sanna áreiðanleika þess að verkin séu í raun og veru eftir nasistaforingjann sjálfan.
Stephan Klingen hjá miðlægri listasögustofnun München-borgar sagði í samtali við Guardian að Hitler hafi verið „hóflega metnaðarfullur áhugamálari“ og til séu hundruð þúsunda sambærilegra málverka frá þeim tíma sem málverkin voru gerð. Því sé alveg sérstaklega erfitt að sannreyna hvort Hitler hafi raunverulega málað verkin.
Hörð viðbrögð við uppboðinu
Margir hafa lýst yfir óánægju sinni með uppboðið og önnur uppboð þar sem gamlir munir tengdir Þýskalandi nasismans eru boðnir upp, þar sem margir telja óviðeigandi að hlutir sem kunni að minna á uppgöngu Nasismans í Evrópu gangi kaupum og sölum.Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa uppboðið er Ulrich Maly, borgarstjóri Nürnberg, sem segir uppboðið vera „afar smekklaust.“