Vilja fá Tröllaskagagöng á dagskrá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2019 20:00 Þær leiðir sem komið hafa til umræðu vegna Tröllaskagaganga eru hér merktar með gulu. Grafík/Tótla Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. Slík göng myndu hafa gríðarlega jákvæð áhrif á Norðurlandið allt að mati sveitarstjóra Skagafjarðar. Markmið sveitarstjórnanna beggja megin við Tröllaskaga er að í næstu samgönguáætlun verði gert ráð fyrir frumathugun á mögulegu leiðarvali sem og athugun á samfélagslegum áhrifum ganganna. Ýmsir valkostir hafa verið ræddir. Þar á meðal göng frá Hofsárdal yfir í Barkárdal eða nokkrar útfærslur úr Hörgárdal yfir í Hjaltadal. Með göngum undir Tröllaskaga mætti að mati sveitarstjóra Skagafjarðar tengja mun betur saman helstu þéttbýliskjarna en nú er fyrir hendi, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. „Ég held að áhrifin hér í Skagafirði verði gríðarleg og reyndar líka í Eyjafirði og fyrir Norðurland allt. Þarna er verið að stytta vegalengdir á milli stærstu þéttbýliskjarna á Norðurlandi, Akureyrar-Sauðakróks, Akureyrar-Húsavíkur sem er nú þegar komið og við erum að tengja helstu þéttbýliskjarna saman innbyrðis eins og Blönduós, Sauðárkrók, Akureyri og Húsavík,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Ekki boðlegt að fæða börn á fjallvegum Sigfús segir að Tröllaskagagöng séu líka brýnt heilbrigðismál en þau hefðu það líklega í för með sér að þjóðvegur 1 lægi ekki lengur um Vatnsskarð eða Öxnadalsheiði. „Sem hafa verið erfiðir farartálmar og við höfum lent í því hér í Skagafirði eftir að fæðingarþjónusta var aflögð á heilbrigðisstofnunni að konur hafa lent í því að fæða börn upp á fjallvegum. Það er ekki boðlegt á 21. öldinni,“ segir Sigfús Ingi. Víða um land er gerð krafa um jarðgöng og ekki hlaupið að því að fá fjármagn í slíka framkvæmd. Sveitarstjórnarmenn á Akureyri og í Skagafirði telja þó að mögulega geti fyrirhuguð lög um veggjöld flýtt fyrir. „Ef að það kemur til einhvers konar gjaldtaka í samgöngumálum þá getur verið að menn hafi úr meira fjármagni að spila og þessi göng komist þá framar á dagskrá,“ segir Sigfús Ingi. Hinir sömu sveitarstjórnarmenn gera sér þó grein fyrir því að langt geti verið í að göngin verði að veruleika. „Kannski ekki á næsta ári en eitt skref í einu og það er rétt að hefja undirbúninginn, kanna það hversu fýsilegur kostur þetta og hversu arðbær hann er.“ Akureyri Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Tengdar fréttir Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára samþykktar Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára voru samþykktar að lokinni tveggja daga seinni umræðu á Alþingi í dag síðdegis. 7. febrúar 2019 17:02 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Framkvæmdum verði flýtt með fjármagni úr ríkissjóði Minnihlutinn skilaði í gær nefndaráliti sínu um samgönguáætlun en undir það skrifa auk Helgu Völu þau Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, og Björn Leví Gunnarsson, Pírötum. 5. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. Slík göng myndu hafa gríðarlega jákvæð áhrif á Norðurlandið allt að mati sveitarstjóra Skagafjarðar. Markmið sveitarstjórnanna beggja megin við Tröllaskaga er að í næstu samgönguáætlun verði gert ráð fyrir frumathugun á mögulegu leiðarvali sem og athugun á samfélagslegum áhrifum ganganna. Ýmsir valkostir hafa verið ræddir. Þar á meðal göng frá Hofsárdal yfir í Barkárdal eða nokkrar útfærslur úr Hörgárdal yfir í Hjaltadal. Með göngum undir Tröllaskaga mætti að mati sveitarstjóra Skagafjarðar tengja mun betur saman helstu þéttbýliskjarna en nú er fyrir hendi, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. „Ég held að áhrifin hér í Skagafirði verði gríðarleg og reyndar líka í Eyjafirði og fyrir Norðurland allt. Þarna er verið að stytta vegalengdir á milli stærstu þéttbýliskjarna á Norðurlandi, Akureyrar-Sauðakróks, Akureyrar-Húsavíkur sem er nú þegar komið og við erum að tengja helstu þéttbýliskjarna saman innbyrðis eins og Blönduós, Sauðárkrók, Akureyri og Húsavík,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Ekki boðlegt að fæða börn á fjallvegum Sigfús segir að Tröllaskagagöng séu líka brýnt heilbrigðismál en þau hefðu það líklega í för með sér að þjóðvegur 1 lægi ekki lengur um Vatnsskarð eða Öxnadalsheiði. „Sem hafa verið erfiðir farartálmar og við höfum lent í því hér í Skagafirði eftir að fæðingarþjónusta var aflögð á heilbrigðisstofnunni að konur hafa lent í því að fæða börn upp á fjallvegum. Það er ekki boðlegt á 21. öldinni,“ segir Sigfús Ingi. Víða um land er gerð krafa um jarðgöng og ekki hlaupið að því að fá fjármagn í slíka framkvæmd. Sveitarstjórnarmenn á Akureyri og í Skagafirði telja þó að mögulega geti fyrirhuguð lög um veggjöld flýtt fyrir. „Ef að það kemur til einhvers konar gjaldtaka í samgöngumálum þá getur verið að menn hafi úr meira fjármagni að spila og þessi göng komist þá framar á dagskrá,“ segir Sigfús Ingi. Hinir sömu sveitarstjórnarmenn gera sér þó grein fyrir því að langt geti verið í að göngin verði að veruleika. „Kannski ekki á næsta ári en eitt skref í einu og það er rétt að hefja undirbúninginn, kanna það hversu fýsilegur kostur þetta og hversu arðbær hann er.“
Akureyri Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Tengdar fréttir Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára samþykktar Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára voru samþykktar að lokinni tveggja daga seinni umræðu á Alþingi í dag síðdegis. 7. febrúar 2019 17:02 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Framkvæmdum verði flýtt með fjármagni úr ríkissjóði Minnihlutinn skilaði í gær nefndaráliti sínu um samgönguáætlun en undir það skrifa auk Helgu Völu þau Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, og Björn Leví Gunnarsson, Pírötum. 5. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára samþykktar Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára voru samþykktar að lokinni tveggja daga seinni umræðu á Alþingi í dag síðdegis. 7. febrúar 2019 17:02
Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15
Framkvæmdum verði flýtt með fjármagni úr ríkissjóði Minnihlutinn skilaði í gær nefndaráliti sínu um samgönguáætlun en undir það skrifa auk Helgu Völu þau Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, og Björn Leví Gunnarsson, Pírötum. 5. febrúar 2019 06:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent