Vilja fá Tröllaskagagöng á dagskrá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2019 20:00 Þær leiðir sem komið hafa til umræðu vegna Tröllaskagaganga eru hér merktar með gulu. Grafík/Tótla Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. Slík göng myndu hafa gríðarlega jákvæð áhrif á Norðurlandið allt að mati sveitarstjóra Skagafjarðar. Markmið sveitarstjórnanna beggja megin við Tröllaskaga er að í næstu samgönguáætlun verði gert ráð fyrir frumathugun á mögulegu leiðarvali sem og athugun á samfélagslegum áhrifum ganganna. Ýmsir valkostir hafa verið ræddir. Þar á meðal göng frá Hofsárdal yfir í Barkárdal eða nokkrar útfærslur úr Hörgárdal yfir í Hjaltadal. Með göngum undir Tröllaskaga mætti að mati sveitarstjóra Skagafjarðar tengja mun betur saman helstu þéttbýliskjarna en nú er fyrir hendi, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. „Ég held að áhrifin hér í Skagafirði verði gríðarleg og reyndar líka í Eyjafirði og fyrir Norðurland allt. Þarna er verið að stytta vegalengdir á milli stærstu þéttbýliskjarna á Norðurlandi, Akureyrar-Sauðakróks, Akureyrar-Húsavíkur sem er nú þegar komið og við erum að tengja helstu þéttbýliskjarna saman innbyrðis eins og Blönduós, Sauðárkrók, Akureyri og Húsavík,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Ekki boðlegt að fæða börn á fjallvegum Sigfús segir að Tröllaskagagöng séu líka brýnt heilbrigðismál en þau hefðu það líklega í för með sér að þjóðvegur 1 lægi ekki lengur um Vatnsskarð eða Öxnadalsheiði. „Sem hafa verið erfiðir farartálmar og við höfum lent í því hér í Skagafirði eftir að fæðingarþjónusta var aflögð á heilbrigðisstofnunni að konur hafa lent í því að fæða börn upp á fjallvegum. Það er ekki boðlegt á 21. öldinni,“ segir Sigfús Ingi. Víða um land er gerð krafa um jarðgöng og ekki hlaupið að því að fá fjármagn í slíka framkvæmd. Sveitarstjórnarmenn á Akureyri og í Skagafirði telja þó að mögulega geti fyrirhuguð lög um veggjöld flýtt fyrir. „Ef að það kemur til einhvers konar gjaldtaka í samgöngumálum þá getur verið að menn hafi úr meira fjármagni að spila og þessi göng komist þá framar á dagskrá,“ segir Sigfús Ingi. Hinir sömu sveitarstjórnarmenn gera sér þó grein fyrir því að langt geti verið í að göngin verði að veruleika. „Kannski ekki á næsta ári en eitt skref í einu og það er rétt að hefja undirbúninginn, kanna það hversu fýsilegur kostur þetta og hversu arðbær hann er.“ Akureyri Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Tengdar fréttir Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára samþykktar Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára voru samþykktar að lokinni tveggja daga seinni umræðu á Alþingi í dag síðdegis. 7. febrúar 2019 17:02 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Framkvæmdum verði flýtt með fjármagni úr ríkissjóði Minnihlutinn skilaði í gær nefndaráliti sínu um samgönguáætlun en undir það skrifa auk Helgu Völu þau Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, og Björn Leví Gunnarsson, Pírötum. 5. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Sveitarstjórn Skagafjarðar og bæjarstjórnin á Akureyri hafa skorað á ríkisstjórnina að tryggja fjármagn svo hefja megi undirbúning að Tröllaskagagöngum. Slík göng myndu hafa gríðarlega jákvæð áhrif á Norðurlandið allt að mati sveitarstjóra Skagafjarðar. Markmið sveitarstjórnanna beggja megin við Tröllaskaga er að í næstu samgönguáætlun verði gert ráð fyrir frumathugun á mögulegu leiðarvali sem og athugun á samfélagslegum áhrifum ganganna. Ýmsir valkostir hafa verið ræddir. Þar á meðal göng frá Hofsárdal yfir í Barkárdal eða nokkrar útfærslur úr Hörgárdal yfir í Hjaltadal. Með göngum undir Tröllaskaga mætti að mati sveitarstjóra Skagafjarðar tengja mun betur saman helstu þéttbýliskjarna en nú er fyrir hendi, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. „Ég held að áhrifin hér í Skagafirði verði gríðarleg og reyndar líka í Eyjafirði og fyrir Norðurland allt. Þarna er verið að stytta vegalengdir á milli stærstu þéttbýliskjarna á Norðurlandi, Akureyrar-Sauðakróks, Akureyrar-Húsavíkur sem er nú þegar komið og við erum að tengja helstu þéttbýliskjarna saman innbyrðis eins og Blönduós, Sauðárkrók, Akureyri og Húsavík,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Ekki boðlegt að fæða börn á fjallvegum Sigfús segir að Tröllaskagagöng séu líka brýnt heilbrigðismál en þau hefðu það líklega í för með sér að þjóðvegur 1 lægi ekki lengur um Vatnsskarð eða Öxnadalsheiði. „Sem hafa verið erfiðir farartálmar og við höfum lent í því hér í Skagafirði eftir að fæðingarþjónusta var aflögð á heilbrigðisstofnunni að konur hafa lent í því að fæða börn upp á fjallvegum. Það er ekki boðlegt á 21. öldinni,“ segir Sigfús Ingi. Víða um land er gerð krafa um jarðgöng og ekki hlaupið að því að fá fjármagn í slíka framkvæmd. Sveitarstjórnarmenn á Akureyri og í Skagafirði telja þó að mögulega geti fyrirhuguð lög um veggjöld flýtt fyrir. „Ef að það kemur til einhvers konar gjaldtaka í samgöngumálum þá getur verið að menn hafi úr meira fjármagni að spila og þessi göng komist þá framar á dagskrá,“ segir Sigfús Ingi. Hinir sömu sveitarstjórnarmenn gera sér þó grein fyrir því að langt geti verið í að göngin verði að veruleika. „Kannski ekki á næsta ári en eitt skref í einu og það er rétt að hefja undirbúninginn, kanna það hversu fýsilegur kostur þetta og hversu arðbær hann er.“
Akureyri Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Tengdar fréttir Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára samþykktar Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára voru samþykktar að lokinni tveggja daga seinni umræðu á Alþingi í dag síðdegis. 7. febrúar 2019 17:02 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Framkvæmdum verði flýtt með fjármagni úr ríkissjóði Minnihlutinn skilaði í gær nefndaráliti sínu um samgönguáætlun en undir það skrifa auk Helgu Völu þau Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, og Björn Leví Gunnarsson, Pírötum. 5. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára samþykktar Samgönguáætlanir til fimm og fimmtán ára voru samþykktar að lokinni tveggja daga seinni umræðu á Alþingi í dag síðdegis. 7. febrúar 2019 17:02
Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15
Framkvæmdum verði flýtt með fjármagni úr ríkissjóði Minnihlutinn skilaði í gær nefndaráliti sínu um samgönguáætlun en undir það skrifa auk Helgu Völu þau Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, og Björn Leví Gunnarsson, Pírötum. 5. febrúar 2019 06:30