Braut öll rifbein pabba síns Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 11:15 Feðginin Hannes Haraldsson og Berglind Hannesdóttir eru vitaskuld alsæl að vel fór. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Tilviljun ein réð því að Berglind Hannesdóttir var tuttugu mínútum lengur í kvöldheimsókn hjá föður sínum, Hannesi Haraldssyni, þegar hann fékk hjartastopp. Bíómyndir hjálpuðu við hnoðið. „Við börnin vorum að horfa á sjónvarpið heima hjá pabba á laugardagskvöldi fyrir um ári síðan. Þegar klukkan var að nálgast miðnætti ámálga ég við börnin að við þurfum að fara heim að sofa en af því að enn voru eftir tuttugu mínútur af bíómyndinni bað dóttir mín um leyfi til að horfa á myndina til enda,“ útskýrir Berglind Hannesdóttir um tildrög þess að hún bjargaði föður sínum, Hannesi Haraldssyni, úr hjartastoppi. „Ég sættist á að klára myndina og skömmu síðar fer pabbi á salernið. Þegar hann kemur fram er hann með hendurnar útréttar og segir í sífellu: „Hvað er að gerast? Hvað er að gerast?“ Fellur svo fram í sófann og blánar.“ Berglind, sem aldrei hefur farið á námskeið í skyndihjálp, rauk upp til bjargar föður sínum. „Ég hafði auðvitað séð ótal sjónvarpsþætti og bíómyndir þar sem hjartahnoði er beitt og gerði eins og ég hafði séð þar. Ég hringdi líka strax í 112 og þar var spurt hvar og hvernig pabbi lægi. Í sófanum, svaraði ég um hæl, og konan sem leiðbeindi mér í símanum sagði að ég yrði að færa pabba niður á gólf. Ég spurði hvernig í ósköpunum ég ætti að fara að því að lyfta 110 kílóa karlmanni ein míns liðs, en hún skipaði mér bara að gera það strax. Ég veit ekki enn hvernig ég fór að, en ég fylltist fítonskrafti, tók pabba eins og ungbarn í faðminn, færði hann varlega á stofugólfið og byrjaði að hnoða og hnoða.“ Hannes virtist ekki með lífsmarki þegar þarna var komið og var Berglind hrædd um að hann væri látinn. „Ég heyrði engan andardrátt, en það hrygldi aðeins í honum. Ég braut öll rifbeinin í honum því ég hnoðaði svo fast. Starfsmaður Neyðarlínunnar hvatti mig áfram og taldi í taktinn til að hnoða og sagði mér að halda hökunni uppi og öndunarveginum opnum þar til sjúkraflutningamennirnir komu. Mér fannst taka eilífð að bíða en þeir voru víst fljótir og komu úr tveimur áttum með hjartastuðtæki. Þegar þeir reyndu svo að setja slöngu ofan í pabba var eins og hann vildi hana ekki og þá sögðu þeir að hann væri allavega með lífsmarki þótt hann væri meðvitundarlaus,“ rifjar Berglind upp.Brýnt að kunna réttu tökin Eftir að Hannes, þá 75 ára, komst á sjúkrahús fór hann strax í hjartaþræðingu en þar reyndist ekki vera kransæðastífla. „Hann var því kældur niður til að varna heilaskemmdum og var á gjörgæslu í viku og á sjúkradeild í tvær vikur á meðan hann braggaðist. Í dag er hann með bjargráð sem fer sjálfkrafa í gang ef þetta gerist aftur og bíður þess að fá neyðarhnapp,“ upplýsir Berglind. Hún hrósar happi yfir því að hafa leyft börnum sínum að horfa á bíómyndina til enda þetta örlagaríka kvöld. „Hefðum við farið heim er ekki að spyrja að leikslokum. Við svona aðstæður verður maður hrikalega hræddur og krakkarnir voru auðvitað frávita af ótta um afa sinn. Þetta er mikil lífsreynsla að upplifa en þegar svona gerist þarf að bregðast fljótt við þótt maður kunni ekki á því tökin. Þá er gott að hafa sótt skyndihjálparnámskeið til að geta beitt fumlausum vinnubrögðum og ég ætla mér á slíkt námskeið hið fyrsta. Það tekur svo tíma að verða jafn góður aftur en þetta er allt að koma hjá pabba.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Tilviljun ein réð því að Berglind Hannesdóttir var tuttugu mínútum lengur í kvöldheimsókn hjá föður sínum, Hannesi Haraldssyni, þegar hann fékk hjartastopp. Bíómyndir hjálpuðu við hnoðið. „Við börnin vorum að horfa á sjónvarpið heima hjá pabba á laugardagskvöldi fyrir um ári síðan. Þegar klukkan var að nálgast miðnætti ámálga ég við börnin að við þurfum að fara heim að sofa en af því að enn voru eftir tuttugu mínútur af bíómyndinni bað dóttir mín um leyfi til að horfa á myndina til enda,“ útskýrir Berglind Hannesdóttir um tildrög þess að hún bjargaði föður sínum, Hannesi Haraldssyni, úr hjartastoppi. „Ég sættist á að klára myndina og skömmu síðar fer pabbi á salernið. Þegar hann kemur fram er hann með hendurnar útréttar og segir í sífellu: „Hvað er að gerast? Hvað er að gerast?“ Fellur svo fram í sófann og blánar.“ Berglind, sem aldrei hefur farið á námskeið í skyndihjálp, rauk upp til bjargar föður sínum. „Ég hafði auðvitað séð ótal sjónvarpsþætti og bíómyndir þar sem hjartahnoði er beitt og gerði eins og ég hafði séð þar. Ég hringdi líka strax í 112 og þar var spurt hvar og hvernig pabbi lægi. Í sófanum, svaraði ég um hæl, og konan sem leiðbeindi mér í símanum sagði að ég yrði að færa pabba niður á gólf. Ég spurði hvernig í ósköpunum ég ætti að fara að því að lyfta 110 kílóa karlmanni ein míns liðs, en hún skipaði mér bara að gera það strax. Ég veit ekki enn hvernig ég fór að, en ég fylltist fítonskrafti, tók pabba eins og ungbarn í faðminn, færði hann varlega á stofugólfið og byrjaði að hnoða og hnoða.“ Hannes virtist ekki með lífsmarki þegar þarna var komið og var Berglind hrædd um að hann væri látinn. „Ég heyrði engan andardrátt, en það hrygldi aðeins í honum. Ég braut öll rifbeinin í honum því ég hnoðaði svo fast. Starfsmaður Neyðarlínunnar hvatti mig áfram og taldi í taktinn til að hnoða og sagði mér að halda hökunni uppi og öndunarveginum opnum þar til sjúkraflutningamennirnir komu. Mér fannst taka eilífð að bíða en þeir voru víst fljótir og komu úr tveimur áttum með hjartastuðtæki. Þegar þeir reyndu svo að setja slöngu ofan í pabba var eins og hann vildi hana ekki og þá sögðu þeir að hann væri allavega með lífsmarki þótt hann væri meðvitundarlaus,“ rifjar Berglind upp.Brýnt að kunna réttu tökin Eftir að Hannes, þá 75 ára, komst á sjúkrahús fór hann strax í hjartaþræðingu en þar reyndist ekki vera kransæðastífla. „Hann var því kældur niður til að varna heilaskemmdum og var á gjörgæslu í viku og á sjúkradeild í tvær vikur á meðan hann braggaðist. Í dag er hann með bjargráð sem fer sjálfkrafa í gang ef þetta gerist aftur og bíður þess að fá neyðarhnapp,“ upplýsir Berglind. Hún hrósar happi yfir því að hafa leyft börnum sínum að horfa á bíómyndina til enda þetta örlagaríka kvöld. „Hefðum við farið heim er ekki að spyrja að leikslokum. Við svona aðstæður verður maður hrikalega hræddur og krakkarnir voru auðvitað frávita af ótta um afa sinn. Þetta er mikil lífsreynsla að upplifa en þegar svona gerist þarf að bregðast fljótt við þótt maður kunni ekki á því tökin. Þá er gott að hafa sótt skyndihjálparnámskeið til að geta beitt fumlausum vinnubrögðum og ég ætla mér á slíkt námskeið hið fyrsta. Það tekur svo tíma að verða jafn góður aftur en þetta er allt að koma hjá pabba.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira