Braut öll rifbein pabba síns Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 11:15 Feðginin Hannes Haraldsson og Berglind Hannesdóttir eru vitaskuld alsæl að vel fór. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Tilviljun ein réð því að Berglind Hannesdóttir var tuttugu mínútum lengur í kvöldheimsókn hjá föður sínum, Hannesi Haraldssyni, þegar hann fékk hjartastopp. Bíómyndir hjálpuðu við hnoðið. „Við börnin vorum að horfa á sjónvarpið heima hjá pabba á laugardagskvöldi fyrir um ári síðan. Þegar klukkan var að nálgast miðnætti ámálga ég við börnin að við þurfum að fara heim að sofa en af því að enn voru eftir tuttugu mínútur af bíómyndinni bað dóttir mín um leyfi til að horfa á myndina til enda,“ útskýrir Berglind Hannesdóttir um tildrög þess að hún bjargaði föður sínum, Hannesi Haraldssyni, úr hjartastoppi. „Ég sættist á að klára myndina og skömmu síðar fer pabbi á salernið. Þegar hann kemur fram er hann með hendurnar útréttar og segir í sífellu: „Hvað er að gerast? Hvað er að gerast?“ Fellur svo fram í sófann og blánar.“ Berglind, sem aldrei hefur farið á námskeið í skyndihjálp, rauk upp til bjargar föður sínum. „Ég hafði auðvitað séð ótal sjónvarpsþætti og bíómyndir þar sem hjartahnoði er beitt og gerði eins og ég hafði séð þar. Ég hringdi líka strax í 112 og þar var spurt hvar og hvernig pabbi lægi. Í sófanum, svaraði ég um hæl, og konan sem leiðbeindi mér í símanum sagði að ég yrði að færa pabba niður á gólf. Ég spurði hvernig í ósköpunum ég ætti að fara að því að lyfta 110 kílóa karlmanni ein míns liðs, en hún skipaði mér bara að gera það strax. Ég veit ekki enn hvernig ég fór að, en ég fylltist fítonskrafti, tók pabba eins og ungbarn í faðminn, færði hann varlega á stofugólfið og byrjaði að hnoða og hnoða.“ Hannes virtist ekki með lífsmarki þegar þarna var komið og var Berglind hrædd um að hann væri látinn. „Ég heyrði engan andardrátt, en það hrygldi aðeins í honum. Ég braut öll rifbeinin í honum því ég hnoðaði svo fast. Starfsmaður Neyðarlínunnar hvatti mig áfram og taldi í taktinn til að hnoða og sagði mér að halda hökunni uppi og öndunarveginum opnum þar til sjúkraflutningamennirnir komu. Mér fannst taka eilífð að bíða en þeir voru víst fljótir og komu úr tveimur áttum með hjartastuðtæki. Þegar þeir reyndu svo að setja slöngu ofan í pabba var eins og hann vildi hana ekki og þá sögðu þeir að hann væri allavega með lífsmarki þótt hann væri meðvitundarlaus,“ rifjar Berglind upp.Brýnt að kunna réttu tökin Eftir að Hannes, þá 75 ára, komst á sjúkrahús fór hann strax í hjartaþræðingu en þar reyndist ekki vera kransæðastífla. „Hann var því kældur niður til að varna heilaskemmdum og var á gjörgæslu í viku og á sjúkradeild í tvær vikur á meðan hann braggaðist. Í dag er hann með bjargráð sem fer sjálfkrafa í gang ef þetta gerist aftur og bíður þess að fá neyðarhnapp,“ upplýsir Berglind. Hún hrósar happi yfir því að hafa leyft börnum sínum að horfa á bíómyndina til enda þetta örlagaríka kvöld. „Hefðum við farið heim er ekki að spyrja að leikslokum. Við svona aðstæður verður maður hrikalega hræddur og krakkarnir voru auðvitað frávita af ótta um afa sinn. Þetta er mikil lífsreynsla að upplifa en þegar svona gerist þarf að bregðast fljótt við þótt maður kunni ekki á því tökin. Þá er gott að hafa sótt skyndihjálparnámskeið til að geta beitt fumlausum vinnubrögðum og ég ætla mér á slíkt námskeið hið fyrsta. Það tekur svo tíma að verða jafn góður aftur en þetta er allt að koma hjá pabba.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Tilviljun ein réð því að Berglind Hannesdóttir var tuttugu mínútum lengur í kvöldheimsókn hjá föður sínum, Hannesi Haraldssyni, þegar hann fékk hjartastopp. Bíómyndir hjálpuðu við hnoðið. „Við börnin vorum að horfa á sjónvarpið heima hjá pabba á laugardagskvöldi fyrir um ári síðan. Þegar klukkan var að nálgast miðnætti ámálga ég við börnin að við þurfum að fara heim að sofa en af því að enn voru eftir tuttugu mínútur af bíómyndinni bað dóttir mín um leyfi til að horfa á myndina til enda,“ útskýrir Berglind Hannesdóttir um tildrög þess að hún bjargaði föður sínum, Hannesi Haraldssyni, úr hjartastoppi. „Ég sættist á að klára myndina og skömmu síðar fer pabbi á salernið. Þegar hann kemur fram er hann með hendurnar útréttar og segir í sífellu: „Hvað er að gerast? Hvað er að gerast?“ Fellur svo fram í sófann og blánar.“ Berglind, sem aldrei hefur farið á námskeið í skyndihjálp, rauk upp til bjargar föður sínum. „Ég hafði auðvitað séð ótal sjónvarpsþætti og bíómyndir þar sem hjartahnoði er beitt og gerði eins og ég hafði séð þar. Ég hringdi líka strax í 112 og þar var spurt hvar og hvernig pabbi lægi. Í sófanum, svaraði ég um hæl, og konan sem leiðbeindi mér í símanum sagði að ég yrði að færa pabba niður á gólf. Ég spurði hvernig í ósköpunum ég ætti að fara að því að lyfta 110 kílóa karlmanni ein míns liðs, en hún skipaði mér bara að gera það strax. Ég veit ekki enn hvernig ég fór að, en ég fylltist fítonskrafti, tók pabba eins og ungbarn í faðminn, færði hann varlega á stofugólfið og byrjaði að hnoða og hnoða.“ Hannes virtist ekki með lífsmarki þegar þarna var komið og var Berglind hrædd um að hann væri látinn. „Ég heyrði engan andardrátt, en það hrygldi aðeins í honum. Ég braut öll rifbeinin í honum því ég hnoðaði svo fast. Starfsmaður Neyðarlínunnar hvatti mig áfram og taldi í taktinn til að hnoða og sagði mér að halda hökunni uppi og öndunarveginum opnum þar til sjúkraflutningamennirnir komu. Mér fannst taka eilífð að bíða en þeir voru víst fljótir og komu úr tveimur áttum með hjartastuðtæki. Þegar þeir reyndu svo að setja slöngu ofan í pabba var eins og hann vildi hana ekki og þá sögðu þeir að hann væri allavega með lífsmarki þótt hann væri meðvitundarlaus,“ rifjar Berglind upp.Brýnt að kunna réttu tökin Eftir að Hannes, þá 75 ára, komst á sjúkrahús fór hann strax í hjartaþræðingu en þar reyndist ekki vera kransæðastífla. „Hann var því kældur niður til að varna heilaskemmdum og var á gjörgæslu í viku og á sjúkradeild í tvær vikur á meðan hann braggaðist. Í dag er hann með bjargráð sem fer sjálfkrafa í gang ef þetta gerist aftur og bíður þess að fá neyðarhnapp,“ upplýsir Berglind. Hún hrósar happi yfir því að hafa leyft börnum sínum að horfa á bíómyndina til enda þetta örlagaríka kvöld. „Hefðum við farið heim er ekki að spyrja að leikslokum. Við svona aðstæður verður maður hrikalega hræddur og krakkarnir voru auðvitað frávita af ótta um afa sinn. Þetta er mikil lífsreynsla að upplifa en þegar svona gerist þarf að bregðast fljótt við þótt maður kunni ekki á því tökin. Þá er gott að hafa sótt skyndihjálparnámskeið til að geta beitt fumlausum vinnubrögðum og ég ætla mér á slíkt námskeið hið fyrsta. Það tekur svo tíma að verða jafn góður aftur en þetta er allt að koma hjá pabba.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira