Segir landbúnaðinn hafðan fyrir rangri sök Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2019 11:12 Vöruverð á Íslandi er óheyrilega hátt en menn greinir á um hverjar ástæðurnar fyrir því eru. visir/vilhelm Kristján Finnur Sæmundsson véltæknifræðingur segir það lélegt að spjótum sé beint að landbúnaðinum sérstaklega; að hann beri ábyrgð á háu vöruverði á Íslandi. Kristján Finnur lagðist í lestur á tollskrám bæði á Íslandi og Noregi og hann segir í því samhengi allt tal um ofurtolla bábilju. Þetta hefur verið talsvert til umræðu undanfarna daga eða eftir að ASÍ birti sína verðskrá þar sem fram kemur að vörukarfan hér sé næstum 70 prósentum dýrari í Reykjavík en Helsinki. Og munar um minna. Svo virðist sem tollalækkanir skili sér ekki til almennra neytenda.Sveitastrák sem rann blóðið til skyldunnar Spjótin hafa beinst að landbúnaðinum í þessu samhengi en Kristján Finnur, sem segist vera sveitastrákur, að ætt og uppruna úr Dölunum og honum rann blóðið til skyldunnar, eins og hann segir sjálfur. Og hefur birt niðurstöður sínar á Facebook og hafa þær vakið verulega athygli. Og var Kristján Finnur í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi þetta nánar, þennan saman samanburð á tollvernd á Ísland og Noregi. Hann sagði þetta vissulega hafa verið þungan lestur en gaman eftir á að hafa skoðað þetta.Kristján Finnur telur ómaklega vegið að landbúnaðinum. Ásakanir um að hann beri ábyrgð á háu vöruverði séu úr lausu lofti gripnar.„Ég komst að því að þessi áróður sem talsmenn verslunarinnar hafa haldið lengi fram, að þetta sé allt íslenskum landbúnaði að kenna, hann stenst ekki skoðun. Því miður. Því að tollar hafa verið lækkaðir eins og ASÍ hefur verið að halda fram. Og einfaldlega ef menn bera saman tolla frá síðustu verðkönnun ASÍ og í dag, þá hafa tollar lækkað bæði í prósentum og fastri krónutölu. Fasta krónutalan hefur rýrnað í þeirri verðbólgu sem verið hefur á Íslandi. Þessi matarkarfa ASÍ hefur lækkað um 25 prósent. Hér á Íslandi,“ segir Kristján Finnur.Meiri tollavernd í Noregi Kristján skoðaði einnig norsku tollskrána og sagði áhugavert það sem þá kom uppúr dúrnum. „Þessir ofurtollar sem talað er um, að við séum þau einu í heiminum sem eru með slíkt, það stenst ekki heldur skoðun. Í Noregi er meiri tollvernd. Heilt yfir. Í Noregi er í prósentum talið hærri tollvernd en er hér. Samt er karfan ódýrari. Talsvert,“ segir Kristján Finnur og segir að ekki sé hægt að rekja hátt matarverð til tollaverndar.Hér má sjá niðurstöður Kristjáns Finns sem hafa vakið verulega athygli.Kristján Finnur rakti að 1. maí 2018, eða í fyrra, tók í gildi nýr samningur milli Íslands og ESB þar sem tollar eru felldir niður á 340 tollskrárnúmer og lækkaðir á ansi mörgum öðrum. „Og þetta, eins og í þessari matarkörfu er það sérstaklega nautahakk, kjúklingabringur og svínagúllas sem hafa lækkað. Og mér finnst eiginlega ekki að það sé endalaust hægt að skýla sér á bak við það og skjóta föstum skotum á landbúnaðinn í staðinn fyrir að ræða bara hverjar ástæðurnar gætu verið?“Áróður um ofurtolla stenst ekki Umsjónarmenn Bítsins voru á því að niðurstöður og tafla sem Kristján Finnur tók saman sé sláandi. Viðmælandi þeirra segist enginn sérfræðingur í tollamálum en honum fannst eitthvað ekki standast í þessu og ákvað að hella sér í rannsóknir. Og hann hefur fengið meiri viðbrögð við niðurstöðunum en hann bjóst við.„Þessi fasta krónutala og rýrnun á krónunni sem veldur því að tollar hafa lækkað,“ segir Kristján Finnur sem telur reyndar að ýmsar ástæður margþættar skýri hátt vöruverð á Íslandi. Hér er dýrara að reka verslun en í Noregi og markaðurinn er minni. „Þetta á sér skýringar en lélegt að skjóta alltaf íslenska landbúnaðinn í kaf. Eins og meirihluti landsmanna hafði ég ekki hugmynd um hverjir þessir tollar voru. Maður heyrir að þetta séu ofurtollar en þetta er kannski ekki þannig.“ Bítið Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Kristján Finnur Sæmundsson véltæknifræðingur segir það lélegt að spjótum sé beint að landbúnaðinum sérstaklega; að hann beri ábyrgð á háu vöruverði á Íslandi. Kristján Finnur lagðist í lestur á tollskrám bæði á Íslandi og Noregi og hann segir í því samhengi allt tal um ofurtolla bábilju. Þetta hefur verið talsvert til umræðu undanfarna daga eða eftir að ASÍ birti sína verðskrá þar sem fram kemur að vörukarfan hér sé næstum 70 prósentum dýrari í Reykjavík en Helsinki. Og munar um minna. Svo virðist sem tollalækkanir skili sér ekki til almennra neytenda.Sveitastrák sem rann blóðið til skyldunnar Spjótin hafa beinst að landbúnaðinum í þessu samhengi en Kristján Finnur, sem segist vera sveitastrákur, að ætt og uppruna úr Dölunum og honum rann blóðið til skyldunnar, eins og hann segir sjálfur. Og hefur birt niðurstöður sínar á Facebook og hafa þær vakið verulega athygli. Og var Kristján Finnur í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi þetta nánar, þennan saman samanburð á tollvernd á Ísland og Noregi. Hann sagði þetta vissulega hafa verið þungan lestur en gaman eftir á að hafa skoðað þetta.Kristján Finnur telur ómaklega vegið að landbúnaðinum. Ásakanir um að hann beri ábyrgð á háu vöruverði séu úr lausu lofti gripnar.„Ég komst að því að þessi áróður sem talsmenn verslunarinnar hafa haldið lengi fram, að þetta sé allt íslenskum landbúnaði að kenna, hann stenst ekki skoðun. Því miður. Því að tollar hafa verið lækkaðir eins og ASÍ hefur verið að halda fram. Og einfaldlega ef menn bera saman tolla frá síðustu verðkönnun ASÍ og í dag, þá hafa tollar lækkað bæði í prósentum og fastri krónutölu. Fasta krónutalan hefur rýrnað í þeirri verðbólgu sem verið hefur á Íslandi. Þessi matarkarfa ASÍ hefur lækkað um 25 prósent. Hér á Íslandi,“ segir Kristján Finnur.Meiri tollavernd í Noregi Kristján skoðaði einnig norsku tollskrána og sagði áhugavert það sem þá kom uppúr dúrnum. „Þessir ofurtollar sem talað er um, að við séum þau einu í heiminum sem eru með slíkt, það stenst ekki heldur skoðun. Í Noregi er meiri tollvernd. Heilt yfir. Í Noregi er í prósentum talið hærri tollvernd en er hér. Samt er karfan ódýrari. Talsvert,“ segir Kristján Finnur og segir að ekki sé hægt að rekja hátt matarverð til tollaverndar.Hér má sjá niðurstöður Kristjáns Finns sem hafa vakið verulega athygli.Kristján Finnur rakti að 1. maí 2018, eða í fyrra, tók í gildi nýr samningur milli Íslands og ESB þar sem tollar eru felldir niður á 340 tollskrárnúmer og lækkaðir á ansi mörgum öðrum. „Og þetta, eins og í þessari matarkörfu er það sérstaklega nautahakk, kjúklingabringur og svínagúllas sem hafa lækkað. Og mér finnst eiginlega ekki að það sé endalaust hægt að skýla sér á bak við það og skjóta föstum skotum á landbúnaðinn í staðinn fyrir að ræða bara hverjar ástæðurnar gætu verið?“Áróður um ofurtolla stenst ekki Umsjónarmenn Bítsins voru á því að niðurstöður og tafla sem Kristján Finnur tók saman sé sláandi. Viðmælandi þeirra segist enginn sérfræðingur í tollamálum en honum fannst eitthvað ekki standast í þessu og ákvað að hella sér í rannsóknir. Og hann hefur fengið meiri viðbrögð við niðurstöðunum en hann bjóst við.„Þessi fasta krónutala og rýrnun á krónunni sem veldur því að tollar hafa lækkað,“ segir Kristján Finnur sem telur reyndar að ýmsar ástæður margþættar skýri hátt vöruverð á Íslandi. Hér er dýrara að reka verslun en í Noregi og markaðurinn er minni. „Þetta á sér skýringar en lélegt að skjóta alltaf íslenska landbúnaðinn í kaf. Eins og meirihluti landsmanna hafði ég ekki hugmynd um hverjir þessir tollar voru. Maður heyrir að þetta séu ofurtollar en þetta er kannski ekki þannig.“
Bítið Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07