Snjallsímar ekki öryggistæki í kulda Sighvatur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 19:00 Slysavarnafélagið Landsbjörg varar fólk við að líta á snjallsíma sem öryggistæki við erfiðar aðstæður í óbyggðum. Rafhlöður í símunum endast skemur þegar kalt er í veðri. Göngugarpar eru hvattir til að nota GPS búnað eða neyðarsenda í staðinn. Í snjallsímum er hægt að skoða ástand rafhlöðu símans. Stefán Andri Björgólfsson, tæknimaður og verslunarstjóri hjá IcePhone í Kringlunni, segir ágætt að miða við að skipta um rafhlöðu þegar afkastageta hennar er komin niður í 85%. Það geti gerst eftir um tveggja ára notkun símans. Stefán Andri segir að rafhlaða sem er orðin léleg endist mun styttra en áður ef síminn er notaður í frosti.Apple segir að snjalltæki frá fyrirtækinu virki best í lofthita á bilinu 0-35 stig.Vísir/TótlaVirka best í 0-35 stiga hita Apple, framleiðandi iPhone, segir að síminn og önnur snjalltæki fyrirtækisins virki best í hita á bilinu 0-35 stig á Celsíus. Rafhlaðan er sögð endast verr í mjög köldum aðstæðum. „Þetta er allt prófað í Kaliforníu og þar er allt annað hitastig,“ segir Stefán Andri hjá IcePhone. Rafhlöður endast betur í nýjum símum en þeim eldri, meðal annars vegna þess að nú er bakhlið margra síma úr gleri. Aldís Ragnarsdóttir, verslunarstjóri hjá Vodafone í Kringlunni, nefnir iPhone 6 sem dæmi um eldri síma sem hafa verið til vandræða varðandi líftíma rafhlöðu í miklum kulda. „Á baki símans er málmþynna sem kólnar og kælir rafhlöðuna of mikið niður,“ segir Aldís.Landsbjörg mælir með því að fólk noti fleiri öryggistæki en snjallsíma.Vísir/FriðrikSnjallsímar ekki nóg Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, bendir ferðalöngum á að setja ferðaáætlun sína inn á vefinn safetravel.is. Hann telur snjallsíma ekki næg fjarskiptatæki á ferðalögum við erfiðar aðstæður. „Í kulda eins og er núna á veturna þegar þú ert úti í marga klukkutíma þá getur rafhlaðan klárast hratt, tvisvar til fjórum sinnum hraðar,“ segir Jónas. Hann bendir á að aukarafhlöður og svokallaðir hleðslubankar geti lengt líftíma rafhlöðu. Jónas mælir þó frekar með GPS búnaði eða neyðarsendum sem geta komið sér vel ef fólk týnist, til að mynda á fjöllum eða í óbyggðum. „Allt byggir þetta á því að þú getur sent frá þér skilaboð og staðsetninguna. Ef það er komið í óefni þá berst þessi staðsetning til okkar og er nokkuð nákvæm, munar kannski 100-200 metrum. Þá getum við sótt viðkomandi í staðinn fyrir að fara í mikla leit eins og var í Skaftafelli í síðustu viku,“ segir Jónas. Hann vísar til leitar að erlendri konu á sextugsaldri sem fannst heil á húfi eftir að hún varð viðskila við fjölskyldu sína. Björgunarsveitir Fjarskipti Tækni Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Sjá meira
Slysavarnafélagið Landsbjörg varar fólk við að líta á snjallsíma sem öryggistæki við erfiðar aðstæður í óbyggðum. Rafhlöður í símunum endast skemur þegar kalt er í veðri. Göngugarpar eru hvattir til að nota GPS búnað eða neyðarsenda í staðinn. Í snjallsímum er hægt að skoða ástand rafhlöðu símans. Stefán Andri Björgólfsson, tæknimaður og verslunarstjóri hjá IcePhone í Kringlunni, segir ágætt að miða við að skipta um rafhlöðu þegar afkastageta hennar er komin niður í 85%. Það geti gerst eftir um tveggja ára notkun símans. Stefán Andri segir að rafhlaða sem er orðin léleg endist mun styttra en áður ef síminn er notaður í frosti.Apple segir að snjalltæki frá fyrirtækinu virki best í lofthita á bilinu 0-35 stig.Vísir/TótlaVirka best í 0-35 stiga hita Apple, framleiðandi iPhone, segir að síminn og önnur snjalltæki fyrirtækisins virki best í hita á bilinu 0-35 stig á Celsíus. Rafhlaðan er sögð endast verr í mjög köldum aðstæðum. „Þetta er allt prófað í Kaliforníu og þar er allt annað hitastig,“ segir Stefán Andri hjá IcePhone. Rafhlöður endast betur í nýjum símum en þeim eldri, meðal annars vegna þess að nú er bakhlið margra síma úr gleri. Aldís Ragnarsdóttir, verslunarstjóri hjá Vodafone í Kringlunni, nefnir iPhone 6 sem dæmi um eldri síma sem hafa verið til vandræða varðandi líftíma rafhlöðu í miklum kulda. „Á baki símans er málmþynna sem kólnar og kælir rafhlöðuna of mikið niður,“ segir Aldís.Landsbjörg mælir með því að fólk noti fleiri öryggistæki en snjallsíma.Vísir/FriðrikSnjallsímar ekki nóg Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, bendir ferðalöngum á að setja ferðaáætlun sína inn á vefinn safetravel.is. Hann telur snjallsíma ekki næg fjarskiptatæki á ferðalögum við erfiðar aðstæður. „Í kulda eins og er núna á veturna þegar þú ert úti í marga klukkutíma þá getur rafhlaðan klárast hratt, tvisvar til fjórum sinnum hraðar,“ segir Jónas. Hann bendir á að aukarafhlöður og svokallaðir hleðslubankar geti lengt líftíma rafhlöðu. Jónas mælir þó frekar með GPS búnaði eða neyðarsendum sem geta komið sér vel ef fólk týnist, til að mynda á fjöllum eða í óbyggðum. „Allt byggir þetta á því að þú getur sent frá þér skilaboð og staðsetninguna. Ef það er komið í óefni þá berst þessi staðsetning til okkar og er nokkuð nákvæm, munar kannski 100-200 metrum. Þá getum við sótt viðkomandi í staðinn fyrir að fara í mikla leit eins og var í Skaftafelli í síðustu viku,“ segir Jónas. Hann vísar til leitar að erlendri konu á sextugsaldri sem fannst heil á húfi eftir að hún varð viðskila við fjölskyldu sína.
Björgunarsveitir Fjarskipti Tækni Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Sjá meira