Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2019 17:59 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra furðar sig á launahækkun sem bankaráð Landsbankans veitti Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra bankans. Laun Lilju hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017 en frá 1. júlí 2017 hefur bankaráð hækkað laun hennar þrisvar sinnum. Forsætisráðherrann var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði launahækkunina ekki endurspegla þróun launa annars staðar í samfélaginu. „Samkvæmt fréttum er þetta 82 prósenta hækkun frá árinu 2017 sem er auðvitað úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu, hvort sem litið er til almenna eða opinbera markaðarins.“ Katrín segir þingið vera með til meðferðar frumvarp frá Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem gert sé ráð fyrir því að laun æðstu embættismanna ríkisins fylgi opinberri launaþróun. „Það er tilraun til þess að marka skýra stefnu um það að hið opinbera eigi ekki að vera leiðandi í launaþróun. Við erum hér með starfskjarastefnu fyrir opinber fyrirtæki þar sem er talað um það að laun eigi að vera hófleg og samkeppnishæf. Ég hlýt að spyrja hvort að 82 prósenta launahækkun teljist hófleg í einhverjum veruleika og sömuleiðis ef við erum að tala um að laun séu samkeppnishæf, við hvað er þá verið að miða?“ spyr Katrín og bendir á að laun Lilju séu mun hærri en laun fjármála- og efnahagsráðherra sem fari þó með stjórn bankamála í landinu.Lilja Björk Einarsdóttir var ráðin bankastjóri í mars 2017. Síðan þá hefur bankaráð hækkað mánaðarlaun hennar um 1,7 milljónir.Fréttablaðið/EyþórAðspurð hvort einhverjar skýringar á launahækkuninni hafi borist hinu opinbera frá ríkisfyrirtækinu Landsbankanum sagði Katrín að tilmæli hafi verið send út til Landsbankans og annarra ríkisfyrirtækja um að stjórnir skyldu gæta hófs í ákvörðunum sínum, til að mynda þeim sem tengist launamálum. „Ég tel að stjórnvöld þurfi að setja sér skýrari starfskjarastefnu þar sem það er hreinlega skrifað út hvaða starfskjarastefnu þessi opinberu fyrirtæki eigi að fylgja, í ljósi þess að fyrirkomulagið er þannig að það er einhver armslengd frá ríki til stjórnar þessa fyrirtækja. Ef þau telja að þetta sé í samræmi við hóflega og samkeppnishæfa launastefnu þá þarf ríkið greinilega að endurskoða þessa starfskjarastefnu,“ sagði Katrín.Viðtalið við Katrínu í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Alþingi Kjaramál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra furðar sig á launahækkun sem bankaráð Landsbankans veitti Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra bankans. Laun Lilju hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017 en frá 1. júlí 2017 hefur bankaráð hækkað laun hennar þrisvar sinnum. Forsætisráðherrann var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði launahækkunina ekki endurspegla þróun launa annars staðar í samfélaginu. „Samkvæmt fréttum er þetta 82 prósenta hækkun frá árinu 2017 sem er auðvitað úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu, hvort sem litið er til almenna eða opinbera markaðarins.“ Katrín segir þingið vera með til meðferðar frumvarp frá Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem gert sé ráð fyrir því að laun æðstu embættismanna ríkisins fylgi opinberri launaþróun. „Það er tilraun til þess að marka skýra stefnu um það að hið opinbera eigi ekki að vera leiðandi í launaþróun. Við erum hér með starfskjarastefnu fyrir opinber fyrirtæki þar sem er talað um það að laun eigi að vera hófleg og samkeppnishæf. Ég hlýt að spyrja hvort að 82 prósenta launahækkun teljist hófleg í einhverjum veruleika og sömuleiðis ef við erum að tala um að laun séu samkeppnishæf, við hvað er þá verið að miða?“ spyr Katrín og bendir á að laun Lilju séu mun hærri en laun fjármála- og efnahagsráðherra sem fari þó með stjórn bankamála í landinu.Lilja Björk Einarsdóttir var ráðin bankastjóri í mars 2017. Síðan þá hefur bankaráð hækkað mánaðarlaun hennar um 1,7 milljónir.Fréttablaðið/EyþórAðspurð hvort einhverjar skýringar á launahækkuninni hafi borist hinu opinbera frá ríkisfyrirtækinu Landsbankanum sagði Katrín að tilmæli hafi verið send út til Landsbankans og annarra ríkisfyrirtækja um að stjórnir skyldu gæta hófs í ákvörðunum sínum, til að mynda þeim sem tengist launamálum. „Ég tel að stjórnvöld þurfi að setja sér skýrari starfskjarastefnu þar sem það er hreinlega skrifað út hvaða starfskjarastefnu þessi opinberu fyrirtæki eigi að fylgja, í ljósi þess að fyrirkomulagið er þannig að það er einhver armslengd frá ríki til stjórnar þessa fyrirtækja. Ef þau telja að þetta sé í samræmi við hóflega og samkeppnishæfa launastefnu þá þarf ríkið greinilega að endurskoða þessa starfskjarastefnu,“ sagði Katrín.Viðtalið við Katrínu í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Kjaramál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira
Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00