Varasamt sé að leyfa þungunarrof of lengi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. febrúar 2019 06:15 Þungunarrofsfrumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra er til meðferðar í velferðarnefnd Alþingis um þessar mundir. Fréttablaðið/ERNIR Siðfræðistofnun Háskóla Íslands telur varasamt að heimila þungunarrof allt til 22. viku. Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar við frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Umsögnin hverfist að mestu um þá fyrirætlan að færa óskilyrta heimild til þungunarrofs úr 12 vikum og upp í 22 og þau siðferðilegu álitamál sem hafa þurfi í huga við ákvörðun um hvaða tímamörk eigi að vera á heimild til þungunarrofs. Í umsögninni er vísað til þess að flestir telji að fóstur sem komið er með getu til að lifa sjálfstæðu lífi utan líkama móður sinnar eigi rétt til verndar óháð vilja móðurinnar. „Í þeim tilvikum sé litið svo á að fóstrið (barnið) þiggi ekki siðferðilegt gildi sitt frá vilja móður eða annarra sem að því standa heldur hafi það eigið gildi og eigi þar með sjálfstæðan rétt til lífs,“ segir í umsögninni. Að mati stofnunarinnar byggist ákvörðun um þungunarrof eftir sextándu viku yfirleitt á upplýsingum um eiginleika fósturs sem fást við fósturskimun, en ekki á því að konan vilji ekki eignast barn. Upplýsingarnar úr fósturgreiningu sem bendi til fötlunar eða sjúkdóms taki hins vegar ekki eingöngu til þeirra fóstra sem eigi ekki lífsvon heldur einnig til þeirra sem geta lifað með fötlunina. Stofnunin vísar í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem gerir ráð fyrir jöfnum rétti til lífs og þeirri túlkun á ákvæðum hans að ekki megi mismuna fóstrum vegna fötlunar. „Þetta þýðir að sú siðferðilega verndarlína sem fóstrið hefur á meðgöngu skuli dregin á sama stað fyrir öll fóstur, óháð skerðingu þeirra,“ segir í umsögninni. Að mati stofnunarinnar er heillavænlegra að færa línuna neðar, til dæmis við 18. viku. „Þá þrengjum við vissulega kosti kvenna til að velja þungunarrof. Sú þrenging er á hinn bóginn afleiðing mannréttindasáttmála fatlaðs fólks sem Ísland hefur innleitt. 10. gr. þess sáttmála miðar að því að vernda fóstur sem eru með skerðingar og rétt þeirra til lífs, færa stöðu þeirra til jafns við önnur fóstur. Frá siðferðilegu sjónarmiði er þetta meginþungi átakalínunnar sem við stöndum frammi fyrir í þessu frumvarpi,“ segir í umsögninni. Lögð er áhersla á að afgreiðslu frumvarpsins verði ekki flýtt um of vegna grundvallarspurninga og siðferðilegra álitamála sem þarfnist djúprar og upplýstrar umræðu í samfélaginu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Siðfræðistofnun Háskóla Íslands telur varasamt að heimila þungunarrof allt til 22. viku. Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar við frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Umsögnin hverfist að mestu um þá fyrirætlan að færa óskilyrta heimild til þungunarrofs úr 12 vikum og upp í 22 og þau siðferðilegu álitamál sem hafa þurfi í huga við ákvörðun um hvaða tímamörk eigi að vera á heimild til þungunarrofs. Í umsögninni er vísað til þess að flestir telji að fóstur sem komið er með getu til að lifa sjálfstæðu lífi utan líkama móður sinnar eigi rétt til verndar óháð vilja móðurinnar. „Í þeim tilvikum sé litið svo á að fóstrið (barnið) þiggi ekki siðferðilegt gildi sitt frá vilja móður eða annarra sem að því standa heldur hafi það eigið gildi og eigi þar með sjálfstæðan rétt til lífs,“ segir í umsögninni. Að mati stofnunarinnar byggist ákvörðun um þungunarrof eftir sextándu viku yfirleitt á upplýsingum um eiginleika fósturs sem fást við fósturskimun, en ekki á því að konan vilji ekki eignast barn. Upplýsingarnar úr fósturgreiningu sem bendi til fötlunar eða sjúkdóms taki hins vegar ekki eingöngu til þeirra fóstra sem eigi ekki lífsvon heldur einnig til þeirra sem geta lifað með fötlunina. Stofnunin vísar í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem gerir ráð fyrir jöfnum rétti til lífs og þeirri túlkun á ákvæðum hans að ekki megi mismuna fóstrum vegna fötlunar. „Þetta þýðir að sú siðferðilega verndarlína sem fóstrið hefur á meðgöngu skuli dregin á sama stað fyrir öll fóstur, óháð skerðingu þeirra,“ segir í umsögninni. Að mati stofnunarinnar er heillavænlegra að færa línuna neðar, til dæmis við 18. viku. „Þá þrengjum við vissulega kosti kvenna til að velja þungunarrof. Sú þrenging er á hinn bóginn afleiðing mannréttindasáttmála fatlaðs fólks sem Ísland hefur innleitt. 10. gr. þess sáttmála miðar að því að vernda fóstur sem eru með skerðingar og rétt þeirra til lífs, færa stöðu þeirra til jafns við önnur fóstur. Frá siðferðilegu sjónarmiði er þetta meginþungi átakalínunnar sem við stöndum frammi fyrir í þessu frumvarpi,“ segir í umsögninni. Lögð er áhersla á að afgreiðslu frumvarpsins verði ekki flýtt um of vegna grundvallarspurninga og siðferðilegra álitamála sem þarfnist djúprar og upplýstrar umræðu í samfélaginu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira