Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 22:55 Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar.Fréttaskýringarþátturinn Kveikur fjallaði um málið í kvöld en í þættinum kom fram að bílaleigan Procar hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem hafa verið seldir. Akstursmælar bílanna voru færðir niður og þannig gefið til kynna að þeir væru eknir minna en þeir raunverulega voru. Fyrrverandi starfsmaður bílaleigunnar, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði að bílaleigan Procar hefði leigt bíla út til ferðamanna en að seinna hefði verið átt við kílómetrastöðu bílanna og þeir seldir sem notaðir bílar hérlendis. Gögn sem Kveikur hefur undir höndum sýna að tugir þúsunda kílómetra hafa verið teknir af akstursmælum í tugum bíla. „Þennan dómgreindar-og trúnaðarbrest er ekki hægt að afsaka en fyrirtækið hefur fullan vilja til að bæta hlut þeirra sem urðu sannarlega fyrir tjóni í þessum viðskiptum,“ segir í tilkynningu sem forsvarsmenn Procar sendu frá sér í kvöld. Þeir sem keyptu bíla af bílaleigunni á árunum 2013-2016 er boðið að hafa samband með tölvupósti við Draupni lögmannsþjónustu á netfangið dls(hjá)dls.is sem mun hafa milligöngu um greiðslu bóta. Þá geta þeir sem keyptu bíla af Procar á umræddu tímabili fengið ópersónugreinanleg afrit af leigusamningum viðkomandi bíls til að fá fullvissu um hvort átt hafi verið við kílómetramæli hans. Á árunum 2013-2015 seldi Procar um 659 notaða bíla en fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að átt hafi við kílómetramæla í um 100-120 þeirra en endanleg tala liggur ekki fyrir að svo stöddu. „Forsvarsmenn Procar biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk, sem unnið hefur fyrir fyrirtækið í góðri trú, afsökunar á þessum mistökum.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar.Fréttaskýringarþátturinn Kveikur fjallaði um málið í kvöld en í þættinum kom fram að bílaleigan Procar hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem hafa verið seldir. Akstursmælar bílanna voru færðir niður og þannig gefið til kynna að þeir væru eknir minna en þeir raunverulega voru. Fyrrverandi starfsmaður bílaleigunnar, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði að bílaleigan Procar hefði leigt bíla út til ferðamanna en að seinna hefði verið átt við kílómetrastöðu bílanna og þeir seldir sem notaðir bílar hérlendis. Gögn sem Kveikur hefur undir höndum sýna að tugir þúsunda kílómetra hafa verið teknir af akstursmælum í tugum bíla. „Þennan dómgreindar-og trúnaðarbrest er ekki hægt að afsaka en fyrirtækið hefur fullan vilja til að bæta hlut þeirra sem urðu sannarlega fyrir tjóni í þessum viðskiptum,“ segir í tilkynningu sem forsvarsmenn Procar sendu frá sér í kvöld. Þeir sem keyptu bíla af bílaleigunni á árunum 2013-2016 er boðið að hafa samband með tölvupósti við Draupni lögmannsþjónustu á netfangið dls(hjá)dls.is sem mun hafa milligöngu um greiðslu bóta. Þá geta þeir sem keyptu bíla af Procar á umræddu tímabili fengið ópersónugreinanleg afrit af leigusamningum viðkomandi bíls til að fá fullvissu um hvort átt hafi verið við kílómetramæli hans. Á árunum 2013-2015 seldi Procar um 659 notaða bíla en fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að átt hafi við kílómetramæla í um 100-120 þeirra en endanleg tala liggur ekki fyrir að svo stöddu. „Forsvarsmenn Procar biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk, sem unnið hefur fyrir fyrirtækið í góðri trú, afsökunar á þessum mistökum.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira