Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2019 10:07 Aldís Schram hefur nú kært Hörð Jóhannesson fyrir vottorð sem hann veitti Jóni Baldvin þess efnis að foreldrar Aldísar hafi aldrei kallað til lögreglu hennar vegna. Aldís Schram, sem staðið hefur í harðvítugum deilum við Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, hefur nú sent héraðssaksóknara erindi þar sem hún kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann vegna mögulegra brota hans á ýmsum ákvæðum almennra hegningar- og lögreglulaga. Aldís telur Hörð hafa brotið þagnarskyldu sína. Kæra hennar tengist vottorði sem Jón Baldvin hefur haldið á lofti, sem hann fékk undirritað frá lögreglu þess efnis að þau hjónin, hann og Bryndís Schram, hafi aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Það vottorð er undirritað af Herði. Aldís birti mynd af bréfi sínu til Héraðssaksóknara nú í morgun. Aldís birtir kæru sína á Facebook-síðu sinni nú í morgun. Fyrr í morgun kynntu þau Jón Baldvin og Bryndís í grein sem þau birtu í Morgunblaðinu að þau ætluðu að kæra Helga Seljan og Sigmar Guðmundsson starfsmenn RÚV vegna umfjöllunar þeirra um deilur þeirra á Rás 2, ef þeir drægju ekki verulega í land með hana. Kæra Aldísar Bréf Aldísar til Héraðssaksóknara er á þessa leið: Kæra á hendur Herði Jóhannessyni Góðan dag Erindi mitt varðar ætlað brot Harðar Jóhannessonar lögreglumanns á þagnarskyldu sinni sem lögreglumanns sem og möguleg brot hans á öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga í því samhengi. Tilefnið eru blaðaskrif og fjölmiðlaframkoma Jóns Baldvins Hannibalssonar þar sem hann heldur því fram að hann hafi vottorð frá umræddum Herði Jóhannessyni undir höndum um afskipti lögreglu af undirritaðri og aðkomu Jóns Baldvins og konu hans Bryndísar Schram af því. Með bréfi þessu vil ég leggja fram kæru á hendur Herði, fyrir að hafa gefið út slíkt vottorð. Má ætla að vottorð af því tagi sem Jón Baldvin lýsir í fjölmiðlum brjóti í bága við þagnarskyldákvæði lögreglulaga 1. mgr. 22. gr. lögreglulaga og 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga. Sömuleiðis telur undirrituð ástæðu til þess að rannsaka hvort Hörður Jóhannesson hafi gefið út vottorð af þessu tagi í ávinningsskyni, sem þá gæti einnig varðað við 1. mgr. 128 gr. almennra hegningarlaga. Máli mínu til stuðnings vísa ég í grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson, sem birt var 7. febrúar sl. í Morgunblaðinu, svohljóðandi: „Lögreglan hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum haft afskipti af Aldísi Baldvinsdóttur (kt. 210159-4449) eða sinnt verkefnum vegna hennar. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að foreldrar hennar, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, hafa aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Þetta staðfestist hér með.“ (Undirskrift: Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri.)“ Sömuleiðis vísa ég til viðtals við Jón Baldvin Hannibalsson í þjóðmálaþættinum Silfrinu 3. febrúar sl., þar sem hann vísar í umrætt vottorð máli sínu til stuðnings. Aldís Schram. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lögreglan Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Aldís Schram, sem staðið hefur í harðvítugum deilum við Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, hefur nú sent héraðssaksóknara erindi þar sem hún kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann vegna mögulegra brota hans á ýmsum ákvæðum almennra hegningar- og lögreglulaga. Aldís telur Hörð hafa brotið þagnarskyldu sína. Kæra hennar tengist vottorði sem Jón Baldvin hefur haldið á lofti, sem hann fékk undirritað frá lögreglu þess efnis að þau hjónin, hann og Bryndís Schram, hafi aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Það vottorð er undirritað af Herði. Aldís birti mynd af bréfi sínu til Héraðssaksóknara nú í morgun. Aldís birtir kæru sína á Facebook-síðu sinni nú í morgun. Fyrr í morgun kynntu þau Jón Baldvin og Bryndís í grein sem þau birtu í Morgunblaðinu að þau ætluðu að kæra Helga Seljan og Sigmar Guðmundsson starfsmenn RÚV vegna umfjöllunar þeirra um deilur þeirra á Rás 2, ef þeir drægju ekki verulega í land með hana. Kæra Aldísar Bréf Aldísar til Héraðssaksóknara er á þessa leið: Kæra á hendur Herði Jóhannessyni Góðan dag Erindi mitt varðar ætlað brot Harðar Jóhannessonar lögreglumanns á þagnarskyldu sinni sem lögreglumanns sem og möguleg brot hans á öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga í því samhengi. Tilefnið eru blaðaskrif og fjölmiðlaframkoma Jóns Baldvins Hannibalssonar þar sem hann heldur því fram að hann hafi vottorð frá umræddum Herði Jóhannessyni undir höndum um afskipti lögreglu af undirritaðri og aðkomu Jóns Baldvins og konu hans Bryndísar Schram af því. Með bréfi þessu vil ég leggja fram kæru á hendur Herði, fyrir að hafa gefið út slíkt vottorð. Má ætla að vottorð af því tagi sem Jón Baldvin lýsir í fjölmiðlum brjóti í bága við þagnarskyldákvæði lögreglulaga 1. mgr. 22. gr. lögreglulaga og 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga. Sömuleiðis telur undirrituð ástæðu til þess að rannsaka hvort Hörður Jóhannesson hafi gefið út vottorð af þessu tagi í ávinningsskyni, sem þá gæti einnig varðað við 1. mgr. 128 gr. almennra hegningarlaga. Máli mínu til stuðnings vísa ég í grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson, sem birt var 7. febrúar sl. í Morgunblaðinu, svohljóðandi: „Lögreglan hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum haft afskipti af Aldísi Baldvinsdóttur (kt. 210159-4449) eða sinnt verkefnum vegna hennar. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að foreldrar hennar, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, hafa aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Þetta staðfestist hér með.“ (Undirskrift: Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri.)“ Sömuleiðis vísa ég til viðtals við Jón Baldvin Hannibalsson í þjóðmálaþættinum Silfrinu 3. febrúar sl., þar sem hann vísar í umrætt vottorð máli sínu til stuðnings. Aldís Schram.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lögreglan Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25
Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 6. febrúar 2019 08:01
Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17
Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52