Ólína orðin bókmenntagagnrýnandi í Kiljunni Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2019 12:08 Egill grip gæsina á lofti og hefur nú fengið Ólínu til að gagnrýna bækur í bókaþætti sínum. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir reynir sig í nýju hlutverki í kvöld, nefnilega sem gagnrýnandi í sjónvarpi. „Í kvöld mun ég þreyta frumraun mína í Kiljunni hjá Agli. Þar fjöllum við Þorgeir Tryggvason um bækurnar Kaupthinking (Þórður Snær Júlíusson) og Ærumissi (Davíð Logi Sigurðsson). Ýmislegt spennandi verður í þættinum,“ tilkynnir Ólína vinum sínum á Facebook.Ósátt við að fram hjá henni var gengið Ólína er ekki á framandi slóðum en hún vakti á sínum tíma þjóðarathygli sem sjónvarpsmaður á Ríkisútvarpinu og hún hefur fengist við að skrifa gagnrýni um bækur. Ólína var afar ósátt við það þegar fram hjá henni var gengið við skipan stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra og kærði þá skipan. „Ég velti því fyrir mér hvað kona þurfi að gera til þess að eiga almennt tilverurétt á vinnumarkaði. Góð menntun (doktorspróf), mikil stjórnunarreynsla (samanlögð 10 ár), víðtæk reynsla yfirleitt (úr sveitarstjórn, af alþingi, af skólamálum, vísindastarfi, ritstörum) ekkert af þessu hefur neitt gildi þegar upp er staðið. Ekki heldur þó að beinlínis sé kallað eftir þessari reynslu við auglýsingu starfs. Ekki ef mót-umsækjandinn er karlmaður með réttu vinatengslin,“ sagði Ólína við það tækifæri. Egill greip gæsina En, nú liggur fyrir að Egill Helgason, stjórnandi bókaþáttarins Kiljunnar, hefur gripið gæsina á lofti; fundið flöt á því að nýta fjölþætta reynslu og menntun Ólínu. Hún segir Kiljuna vera spennandi í kvöld: „Til dæmis verður fjallað um Kambsmálið, þá ömurlegu atburðarás þegar sýslumannsvaldi var beitt norður í Strandasýslu til að bjóða upp heimili eftir andlát föður, í fjarveru veikrar móður, og börnin ein heima. Þau snerust til varnar. Magnað mál sem nú hefur verið skráð á bók,“ segir Ólína og bætir við: „Já, gamla sýslumannsveldið verður nokkuð til umræðu í þessum þætti.“ Og hún lætur broskall fylgja með þeirri athugasemd sinni. Bókmenntir Fjölmiðlar Menning Tengdar fréttir Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir reynir sig í nýju hlutverki í kvöld, nefnilega sem gagnrýnandi í sjónvarpi. „Í kvöld mun ég þreyta frumraun mína í Kiljunni hjá Agli. Þar fjöllum við Þorgeir Tryggvason um bækurnar Kaupthinking (Þórður Snær Júlíusson) og Ærumissi (Davíð Logi Sigurðsson). Ýmislegt spennandi verður í þættinum,“ tilkynnir Ólína vinum sínum á Facebook.Ósátt við að fram hjá henni var gengið Ólína er ekki á framandi slóðum en hún vakti á sínum tíma þjóðarathygli sem sjónvarpsmaður á Ríkisútvarpinu og hún hefur fengist við að skrifa gagnrýni um bækur. Ólína var afar ósátt við það þegar fram hjá henni var gengið við skipan stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra og kærði þá skipan. „Ég velti því fyrir mér hvað kona þurfi að gera til þess að eiga almennt tilverurétt á vinnumarkaði. Góð menntun (doktorspróf), mikil stjórnunarreynsla (samanlögð 10 ár), víðtæk reynsla yfirleitt (úr sveitarstjórn, af alþingi, af skólamálum, vísindastarfi, ritstörum) ekkert af þessu hefur neitt gildi þegar upp er staðið. Ekki heldur þó að beinlínis sé kallað eftir þessari reynslu við auglýsingu starfs. Ekki ef mót-umsækjandinn er karlmaður með réttu vinatengslin,“ sagði Ólína við það tækifæri. Egill greip gæsina En, nú liggur fyrir að Egill Helgason, stjórnandi bókaþáttarins Kiljunnar, hefur gripið gæsina á lofti; fundið flöt á því að nýta fjölþætta reynslu og menntun Ólínu. Hún segir Kiljuna vera spennandi í kvöld: „Til dæmis verður fjallað um Kambsmálið, þá ömurlegu atburðarás þegar sýslumannsvaldi var beitt norður í Strandasýslu til að bjóða upp heimili eftir andlát föður, í fjarveru veikrar móður, og börnin ein heima. Þau snerust til varnar. Magnað mál sem nú hefur verið skráð á bók,“ segir Ólína og bætir við: „Já, gamla sýslumannsveldið verður nokkuð til umræðu í þessum þætti.“ Og hún lætur broskall fylgja með þeirri athugasemd sinni.
Bókmenntir Fjölmiðlar Menning Tengdar fréttir Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59