Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Sylvía Hall skrifar 13. febrúar 2019 20:08 Bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. Fyrirtækið hagnaðist um hundruð milljóna á tímabilinu. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdarstjóri SAF segir samtökin ekki getað litið hjá brotum Procar og því hafi þeim verið vísað úr þeim. Óeðlilegir viðskiptahættir bílaleigunnar hafi varpað óréttmætum skugga á allar bílaleigur í landinu.Sjá einnig: Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Rætt var við Jóhannes og Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jóhannes segir SAF hafa fundað með fulltrúum bílaleiga innan samtakanna og stjórn samtakanna í dag vegna málsins og það hafi verið einróma niðurstaða að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög með því að lækka kílómetrastöðu bíla og þeim hafi verið vísað úr samtökunum á grundvelli þess. Í yfirlýsingu sem SAF sendi frá sér í kvöld er kallað eftir því að eftirlitskönnun verði framkvæmd á starfandi bílaleigum á landinu og það verði gert eins fljótt og auðið er. „Samtökin í heild telja að það sé mjög mikilvægt að það verði framkvæmd eftirlitskönnun á öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi á landinu til þess að efla traust á þessum markaði til þess að neytendur og lögaðilar í landinu geti treyst því að bílar sem þeir fá séu réttir og allt sé eins og það á að vera.“ Að sögn Breka Karlssonar er augljóst að um svik séu að ræða. Hann segir fólk geta sett sig í samband við Neytendasamtökin vilji það leita réttar síns. „Við teljum það vera augljóst að það sé réttur þeirra sem keyptu þessa bíla að rifta þessum samningum. Þetta eru augljós svik hjá þessum aðilum sem þeir hafa gengist við og við teljum að fólk eigi að leita réttar síns.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Tengdar fréttir Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Sjá meira
Bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. Fyrirtækið hagnaðist um hundruð milljóna á tímabilinu. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdarstjóri SAF segir samtökin ekki getað litið hjá brotum Procar og því hafi þeim verið vísað úr þeim. Óeðlilegir viðskiptahættir bílaleigunnar hafi varpað óréttmætum skugga á allar bílaleigur í landinu.Sjá einnig: Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Rætt var við Jóhannes og Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jóhannes segir SAF hafa fundað með fulltrúum bílaleiga innan samtakanna og stjórn samtakanna í dag vegna málsins og það hafi verið einróma niðurstaða að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög með því að lækka kílómetrastöðu bíla og þeim hafi verið vísað úr samtökunum á grundvelli þess. Í yfirlýsingu sem SAF sendi frá sér í kvöld er kallað eftir því að eftirlitskönnun verði framkvæmd á starfandi bílaleigum á landinu og það verði gert eins fljótt og auðið er. „Samtökin í heild telja að það sé mjög mikilvægt að það verði framkvæmd eftirlitskönnun á öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi á landinu til þess að efla traust á þessum markaði til þess að neytendur og lögaðilar í landinu geti treyst því að bílar sem þeir fá séu réttir og allt sé eins og það á að vera.“ Að sögn Breka Karlssonar er augljóst að um svik séu að ræða. Hann segir fólk geta sett sig í samband við Neytendasamtökin vilji það leita réttar síns. „Við teljum það vera augljóst að það sé réttur þeirra sem keyptu þessa bíla að rifta þessum samningum. Þetta eru augljós svik hjá þessum aðilum sem þeir hafa gengist við og við teljum að fólk eigi að leita réttar síns.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Tengdar fréttir Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Sjá meira
Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55
Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17