Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 23:48 Shamina Begum er hér lengst til hægri. Vísir/EPA Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. Nú er hún nítján ára gömul, ólétt og vill komast aftur heim. Eiginmaður hennar er í haldi sýrlenskra Kúrda og tvö börn sem hún eignaðist eru látin. Hún segist þó ekki sjá eftir því að hafa farið til Sýrlands. Stúlkurnar þrjár yfirgáfu Bretland í febrúar árið 2015. Þær sögðu foreldrum sínum ekki hvað þær ætluðu sér að gera. Hinar tvær voru Amira Abase, sem einnig var fimmtán ára gömul, og Kadiza Sultana, sextán ára. Ein þeirra féll, samkvæmt Begum, í loftárás og ekki er vitað hvar sú þriðja er niðurkomin. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Í viðtali við Times (áskriftarvefur) segir Begum að hún hafi sóst eftir því að giftast vígamanni sem talaði ensku og væri á aldrinum 20 til 25. Tíu dögum seinna giftist hún 27 ára manni frá Hollandi og var hún með honum þar til fyrir tveimur vikum.Þeim tókst að flýja frá bænum Baghuz sem er kallaður síðasti bær kalífadæmisins. Kúrdar og bandamenn þeirra eru nú nálægt því að sigra ISIS-liða þar með stuðningi Bandaríkjanna. Eftir að þau flúðu gafst eigimaður Begum upp og er hann nú í haldi regnhlífarsamtakanna Syrian Democratic Forces eða SDF, eins og hundruð annarra erlendra vígamanna ISIS. Begum er nú ásamt um 39 þúsund öðrum í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands og segist hún komin um níu mánuði á leið. Fyrsta barn hennar, tæplega tveggja ára stúlka, dó fyrir um mánuði síðan og annað barn hennar dó vegna vannæringar fyrir um þremur mánuðum.Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjólBegum segist óttast um að þriðja barn hennar verði einnig veikt og því vilji hún komast aftur til Bretlands. Svo barnið gæti komist undir læknishendur. „Ég mun gera hvað sem ég þarf til að komast aftur heim og geta búið í friði með barni mínu.“ Það er þó alfarið óljóst hvort Begum muni komast heim. SDF er með hundruð erlendra vígamanna og erlendar eiginkonur vígamanna og börn þeirra í haldi. Hingað til hafa heimaríki þessa fólks ekki sýnt mikinn vilja til að taka á móti þeim aftur. Bandaríkin hafa þó á undanförnum vikum kallað eftir því að heimaríki fólksins taki ábyrgð á þeim en við litlar undirtektir. Ríkisstjórn Donald Trump hefur lýst því yfir að hermenn þeirra verði kallaðir heim til Bandaríkjanna eftir að kalífadæmið er fallið og óttast er að Óttast er að Kúrdar geti ekki staðið vörð um alla þessa fanga til lengri tíma og þá sérstaklega ef Tyrkir geri árásir á þá, eins og þeir hafa ítrekað hótað að gera. Því gætu þeir flúið. Bretland Sýrland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. Nú er hún nítján ára gömul, ólétt og vill komast aftur heim. Eiginmaður hennar er í haldi sýrlenskra Kúrda og tvö börn sem hún eignaðist eru látin. Hún segist þó ekki sjá eftir því að hafa farið til Sýrlands. Stúlkurnar þrjár yfirgáfu Bretland í febrúar árið 2015. Þær sögðu foreldrum sínum ekki hvað þær ætluðu sér að gera. Hinar tvær voru Amira Abase, sem einnig var fimmtán ára gömul, og Kadiza Sultana, sextán ára. Ein þeirra féll, samkvæmt Begum, í loftárás og ekki er vitað hvar sú þriðja er niðurkomin. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Í viðtali við Times (áskriftarvefur) segir Begum að hún hafi sóst eftir því að giftast vígamanni sem talaði ensku og væri á aldrinum 20 til 25. Tíu dögum seinna giftist hún 27 ára manni frá Hollandi og var hún með honum þar til fyrir tveimur vikum.Þeim tókst að flýja frá bænum Baghuz sem er kallaður síðasti bær kalífadæmisins. Kúrdar og bandamenn þeirra eru nú nálægt því að sigra ISIS-liða þar með stuðningi Bandaríkjanna. Eftir að þau flúðu gafst eigimaður Begum upp og er hann nú í haldi regnhlífarsamtakanna Syrian Democratic Forces eða SDF, eins og hundruð annarra erlendra vígamanna ISIS. Begum er nú ásamt um 39 þúsund öðrum í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands og segist hún komin um níu mánuði á leið. Fyrsta barn hennar, tæplega tveggja ára stúlka, dó fyrir um mánuði síðan og annað barn hennar dó vegna vannæringar fyrir um þremur mánuðum.Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjólBegum segist óttast um að þriðja barn hennar verði einnig veikt og því vilji hún komast aftur til Bretlands. Svo barnið gæti komist undir læknishendur. „Ég mun gera hvað sem ég þarf til að komast aftur heim og geta búið í friði með barni mínu.“ Það er þó alfarið óljóst hvort Begum muni komast heim. SDF er með hundruð erlendra vígamanna og erlendar eiginkonur vígamanna og börn þeirra í haldi. Hingað til hafa heimaríki þessa fólks ekki sýnt mikinn vilja til að taka á móti þeim aftur. Bandaríkin hafa þó á undanförnum vikum kallað eftir því að heimaríki fólksins taki ábyrgð á þeim en við litlar undirtektir. Ríkisstjórn Donald Trump hefur lýst því yfir að hermenn þeirra verði kallaðir heim til Bandaríkjanna eftir að kalífadæmið er fallið og óttast er að Óttast er að Kúrdar geti ekki staðið vörð um alla þessa fanga til lengri tíma og þá sérstaklega ef Tyrkir geri árásir á þá, eins og þeir hafa ítrekað hótað að gera. Því gætu þeir flúið.
Bretland Sýrland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira