Annar ósigur gæti beðið May á þingi Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2019 12:52 Brexit-harðlínumenn vilja ekki að May forsætisráðherra útiloki að ganga úr ESB án samnings. Vísir/EPA Forysta breska Íhaldsflokkinn reynir nú að sannfæra Brexit-harðlínumenn í flokknum til þess að styðja áform Theresu May forsætisráðherra um viðræður við Evrópusambandið um breytingar á útgöngusamningi hennar. Greidd verða atkvæði um ályktun um framhald viðræðnanna á þingi í dag. Harðlínumennirnir eru sagðir argir yfir því að þeir telja að May hafi látið undan kröfum um að útiloka útgöngu án samnings. Þeir gætu því fellt ályktun í þinginu í dag um stuðning við framhald viðræðna hennar við Evrópusambandið. Ályktunin hefur ekki lagalegt gildi en yrði hún felld væri það annar niðurlægjandi ósigur fyrir May eftir að afgerandi meirihluti þingmanna hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. Ríkisstjórn May varar við því að ef hluti Íhaldsflokksins taki þátt í að fella ályktunina veiki það samningsstöðu hennar í Brussel, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evrópskir ráðamenn myndu ekki treysta því að hún gæti aflað stuðnings við neinar þær málamiðlanir sem þeir væru tilbúnir að gera við May. Harðast er deilt um svonefnda baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti Bretlands, eftir útgönguna. Með baktryggingunni yrði Norður-Írland áfram undir viðskiptareglum ESB á meðan samið væri um framtíðarfyrirkomulag landamæranna. „Án stuðnings þingmanna verður erfiðara fyrir ríkisstjórnina að ná fram þeim breytingum á baktryggingunni sem við vitum að þeir vilja,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni í Downingstræti 10. Einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins hafa sakað May um að draga lappirnar og láta tímann líða til þess að reyna að neyða þá til að gera upp á milli útgöngusamnings hennar og útgöngu án samnings sem gæti haft veruleg efnahagsleg skakkaföll í för með sér. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu 29. mars. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Seðlabankastjóri Bretlands lýsir Brexit án samnings sem efnahagslegu áfalli fyrir landið og mögulega hagkerfi heimsins. 12. febrúar 2019 17:12 May biður um lengri tíma Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma. 10. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Forysta breska Íhaldsflokkinn reynir nú að sannfæra Brexit-harðlínumenn í flokknum til þess að styðja áform Theresu May forsætisráðherra um viðræður við Evrópusambandið um breytingar á útgöngusamningi hennar. Greidd verða atkvæði um ályktun um framhald viðræðnanna á þingi í dag. Harðlínumennirnir eru sagðir argir yfir því að þeir telja að May hafi látið undan kröfum um að útiloka útgöngu án samnings. Þeir gætu því fellt ályktun í þinginu í dag um stuðning við framhald viðræðna hennar við Evrópusambandið. Ályktunin hefur ekki lagalegt gildi en yrði hún felld væri það annar niðurlægjandi ósigur fyrir May eftir að afgerandi meirihluti þingmanna hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. Ríkisstjórn May varar við því að ef hluti Íhaldsflokksins taki þátt í að fella ályktunina veiki það samningsstöðu hennar í Brussel, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evrópskir ráðamenn myndu ekki treysta því að hún gæti aflað stuðnings við neinar þær málamiðlanir sem þeir væru tilbúnir að gera við May. Harðast er deilt um svonefnda baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti Bretlands, eftir útgönguna. Með baktryggingunni yrði Norður-Írland áfram undir viðskiptareglum ESB á meðan samið væri um framtíðarfyrirkomulag landamæranna. „Án stuðnings þingmanna verður erfiðara fyrir ríkisstjórnina að ná fram þeim breytingum á baktryggingunni sem við vitum að þeir vilja,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni í Downingstræti 10. Einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins hafa sakað May um að draga lappirnar og láta tímann líða til þess að reyna að neyða þá til að gera upp á milli útgöngusamnings hennar og útgöngu án samnings sem gæti haft veruleg efnahagsleg skakkaföll í för með sér. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu 29. mars.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Seðlabankastjóri Bretlands lýsir Brexit án samnings sem efnahagslegu áfalli fyrir landið og mögulega hagkerfi heimsins. 12. febrúar 2019 17:12 May biður um lengri tíma Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma. 10. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Seðlabankastjóri Bretlands lýsir Brexit án samnings sem efnahagslegu áfalli fyrir landið og mögulega hagkerfi heimsins. 12. febrúar 2019 17:12
May biður um lengri tíma Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma. 10. febrúar 2019 10:17