Opnar sýningu um túristastrauminn til landsins Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2019 17:30 Ragnheiður opnar sýninguna á laugardaginn. Ragnheiður Þorgrímsdóttir lauk BA námi í myndlist frá Academia Di Belle Arti i Flórens á Ítalíu 2015 og stundaði framhaldsnám í New York Academy of Art þar sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist 2017. Túristinn sem blessaði Ísland er fyrsta opinbera einkasýning Ragnheiðar á Íslandi. Sýningin verður opnuð á laugardaginn í Gallery Port við Laugaveg 23b. Helsti miðill Ragnheiðar hefur hingað til verið málverkið. Verkin hennar síðustu ár sýna vel þrá hennar í íslenska náttúru og melankólíu eftir langa dvöl erlendis. Nú fæst hún við mannveruna í náttúrunni og afleiðingar massa túrisma. Í verkum hennar er ekki einnig verið að tala um hvað ferðamannastraumurinn og við erum að gera náttúrunni á Íslandi, heldur mætti einnig túlka hvað mannveran er að gera heiminum. Verkin hafa dularfullt og klassískt yfirbragð en inn á milli má einnig skynja í þeim húmórískan undirtón.Hér að neðan má lesa ljóð eftir Ragnheiði sem tengist sýningunni:Túristinn sem blessaði Ísland.Ég átti stað. Lítil paradís í miðju hrauninu. Hún geymir æskuminningar, vinavitleysu og ástarævintýri. Það var spariferð að sækja sér orku hjá vinkonu minni lauginni og skíra sig í faðmi náttúrunnar.Í dag er litla laugin farin, allir andarnir sem bjuggu þar eru fluttir. Brú hefur verið byggð yfir litla lækinn og gamli malarvegurinn er opið sár. Ég er í röð. Á undan mér eru 10 bílar og kringum laugina eru tjöld og tjaldvagnar, og “kúka kamping” bílar.Mig langar ekki að baða mig þarna meir.Klósettpappír fýkur í vindinum. Fuglarnir blygðast sín. Allir líta undan og segja ekkert.Laugin er dáin. Það eina sem ég get gert er að minnast hennar einsog hún var. Mála portrett af henni.Ég gleymi þér aldrei. Ferðamennska á Íslandi Myndlist Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ragnheiður Þorgrímsdóttir lauk BA námi í myndlist frá Academia Di Belle Arti i Flórens á Ítalíu 2015 og stundaði framhaldsnám í New York Academy of Art þar sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist 2017. Túristinn sem blessaði Ísland er fyrsta opinbera einkasýning Ragnheiðar á Íslandi. Sýningin verður opnuð á laugardaginn í Gallery Port við Laugaveg 23b. Helsti miðill Ragnheiðar hefur hingað til verið málverkið. Verkin hennar síðustu ár sýna vel þrá hennar í íslenska náttúru og melankólíu eftir langa dvöl erlendis. Nú fæst hún við mannveruna í náttúrunni og afleiðingar massa túrisma. Í verkum hennar er ekki einnig verið að tala um hvað ferðamannastraumurinn og við erum að gera náttúrunni á Íslandi, heldur mætti einnig túlka hvað mannveran er að gera heiminum. Verkin hafa dularfullt og klassískt yfirbragð en inn á milli má einnig skynja í þeim húmórískan undirtón.Hér að neðan má lesa ljóð eftir Ragnheiði sem tengist sýningunni:Túristinn sem blessaði Ísland.Ég átti stað. Lítil paradís í miðju hrauninu. Hún geymir æskuminningar, vinavitleysu og ástarævintýri. Það var spariferð að sækja sér orku hjá vinkonu minni lauginni og skíra sig í faðmi náttúrunnar.Í dag er litla laugin farin, allir andarnir sem bjuggu þar eru fluttir. Brú hefur verið byggð yfir litla lækinn og gamli malarvegurinn er opið sár. Ég er í röð. Á undan mér eru 10 bílar og kringum laugina eru tjöld og tjaldvagnar, og “kúka kamping” bílar.Mig langar ekki að baða mig þarna meir.Klósettpappír fýkur í vindinum. Fuglarnir blygðast sín. Allir líta undan og segja ekkert.Laugin er dáin. Það eina sem ég get gert er að minnast hennar einsog hún var. Mála portrett af henni.Ég gleymi þér aldrei.
Ferðamennska á Íslandi Myndlist Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira