Valdimar missti sjónina og fór út í grín: Með æxli á stærð við sítrónu sem finnst oftast í konum Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2019 10:30 Valdimar er bjartsýnn maður að eðlisfari. Hvernig tekur maður því að verða skyndilega alveg blindur á fullorðinsaldri. Það er ekki auðvelt að setja sig í þau spor. Ljósmyndarinn Valdimar Sverrisson varð blindur þegar hann fór í heilaskurðaðgerð þar sem fjarlægja þurfti góðkynja heilaæxli. Vala Matt hitti Valdimar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Valdimar ákvað að þunglyndi myndi ekki gera ástandið betra og tók því þá meðvituðu ákvörðun að bregðast við þessu áfalli með því að nota jákvæðni sem vopn og einnig ákvað hann að nota húmor til þess að gera ástandið bærilegra og fór hreinlega í uppistand og grín. „Vorið 2015 er ég orðinn ansi fjarsýnn og ég talaði við vin minn sem er gleraugnasali. Ég ætlaði bara að fara til hans í augnmælingu og fá hjá honum gleraugu. Ég sagði honum jafnframt að það læki stundum glær vökvi úr auganu á mér,“ segir Valdimar. „Hann sagði mér að fara til augnlæknis og athuga hvort það sé ekki allt eins og það eigi að vera. Þarna var ég kominn með heilaæxli sem pressar á framheilan. Það hefur áhrif á framtaks og sinnuleysi, skap og svefn og ég kom mér aldrei til augnlæknis. Svo gerði æxlið það að verkum að ég var orðinn kexruglaður, eins og ég vill orða það, og farinn að skrópa í vinnunni. Svo einn daginn sem ég er að skrópa í vinnunni ákvað ég að fara til Jóa og kaupa mér gleraugu. Hann spyr mig strax hvort ég sé búinn að fara til augnlæknis og ég svara því neitandi,“ segir Valdimar en vinur hans fór einfaldlega með hann á hæðina fyrir ofan og kom honum til augnlæknis. „Ég fæ tíma þremur dögum síðar og sem betur fer mæti ég í þennan tíma. Augnlæknirinn sér strax að þarna er eitthvað mikið í gangi,“ segir Valdimar sem var sendur beina leið á Borgarspítalann. „Um kvöldið er ég myndaður og þá kemur í ljós að ég er með góðkynja heilaæxli á stærð við sítrónu sem hefur væntanlega vaxið í 10-15 ár.“ Læknirinn segir fyrst við Valdimar að svona æxli finnist vanalega í eldri konum. „Þá svaraði ég strax. Já, en þið hafið ekki skoðað mig fyrir neðan mitti,“ segir Valdimar sem hefur notað húmorinn í gegnum allt ferlið og er farinn að halda uppistand. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Valdimar sýnir sínar bestu hliðar. Ísland í dag Uppistand Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Hvernig tekur maður því að verða skyndilega alveg blindur á fullorðinsaldri. Það er ekki auðvelt að setja sig í þau spor. Ljósmyndarinn Valdimar Sverrisson varð blindur þegar hann fór í heilaskurðaðgerð þar sem fjarlægja þurfti góðkynja heilaæxli. Vala Matt hitti Valdimar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Valdimar ákvað að þunglyndi myndi ekki gera ástandið betra og tók því þá meðvituðu ákvörðun að bregðast við þessu áfalli með því að nota jákvæðni sem vopn og einnig ákvað hann að nota húmor til þess að gera ástandið bærilegra og fór hreinlega í uppistand og grín. „Vorið 2015 er ég orðinn ansi fjarsýnn og ég talaði við vin minn sem er gleraugnasali. Ég ætlaði bara að fara til hans í augnmælingu og fá hjá honum gleraugu. Ég sagði honum jafnframt að það læki stundum glær vökvi úr auganu á mér,“ segir Valdimar. „Hann sagði mér að fara til augnlæknis og athuga hvort það sé ekki allt eins og það eigi að vera. Þarna var ég kominn með heilaæxli sem pressar á framheilan. Það hefur áhrif á framtaks og sinnuleysi, skap og svefn og ég kom mér aldrei til augnlæknis. Svo gerði æxlið það að verkum að ég var orðinn kexruglaður, eins og ég vill orða það, og farinn að skrópa í vinnunni. Svo einn daginn sem ég er að skrópa í vinnunni ákvað ég að fara til Jóa og kaupa mér gleraugu. Hann spyr mig strax hvort ég sé búinn að fara til augnlæknis og ég svara því neitandi,“ segir Valdimar en vinur hans fór einfaldlega með hann á hæðina fyrir ofan og kom honum til augnlæknis. „Ég fæ tíma þremur dögum síðar og sem betur fer mæti ég í þennan tíma. Augnlæknirinn sér strax að þarna er eitthvað mikið í gangi,“ segir Valdimar sem var sendur beina leið á Borgarspítalann. „Um kvöldið er ég myndaður og þá kemur í ljós að ég er með góðkynja heilaæxli á stærð við sítrónu sem hefur væntanlega vaxið í 10-15 ár.“ Læknirinn segir fyrst við Valdimar að svona æxli finnist vanalega í eldri konum. „Þá svaraði ég strax. Já, en þið hafið ekki skoðað mig fyrir neðan mitti,“ segir Valdimar sem hefur notað húmorinn í gegnum allt ferlið og er farinn að halda uppistand. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Valdimar sýnir sínar bestu hliðar.
Ísland í dag Uppistand Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira