Allar íslensku skíðakonurnar sem kepptu í svigi kvenna á HM í alpagreinum í dag bættu sig í seinni ferðinni í aðalkeppninni.
Freydís Halla Einarsdóttir vann sig upp í 35. sæti úr því fertugasta, en hún byrjaði mótið 57. í rásröðnni. María Finnbogadóttir var rétt á eftir Freydísi Höllu í 38. sæti.
Andrea Björk Birkisdóttir varð í 39. sæti eftir að hafa verið í 48. sæti eftir fyrri ferðina.
Hin bandaríska Mikaela Shiffrin vann keppnina. Anna Swenn Larsson varð önnur og Petra Vlhova þriðja.
