Erlent

Hundruð farþega strandaglópar vegna gjaldþrots Flybmi

Andri Eysteinsson skrifar
Flybmi hefur lagt upp laupana
Flybmi hefur lagt upp laupana EPA/Armando Babani
Vegna gjaldþrots breska flugfélagsins Flybmi eru hundruð farþega félagsins strandaglópar víðsvegar um Evrópu.

Rekstrarfélag flugfélagsins greindi frá stöðunni í gær og lýsti yfir gjaldþroti, meðal annars vegna óvissunar í kringum Brexit og hækkandi eldsneytisverði

Í eigu Flybmi voru 17 flugvélar sem flugu til 25 evrópskra borga. 376 störfuðu hjá félaginu í Bretlandi, Þýskalandi, Svíþjóð og Belgíu.

AP hefur eftir Brian Strutton, formanni verkalýðsfélags flugmanna í Bretlandi, að engin viðvörun hafi borist frá félaginu áður en lýst var yfir gjaldþroti. Strutton sagði fréttirnar hræðilegar fyrir félagsmenn.

Öllum fyrirhuguðum flugum félagsins var aflýst og sagðist félagi ekki munu aðstoða farþega við að bóka önnur flug. Flybmi var enn virkt á auglýsingamarkaði daginn áður en lýst var yfir gjaldþroti og flugum aflýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×