Stemmning fyrir verkföllum í mars Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2019 22:15 Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Stjórnarþingmaður dregur hins vegar í efa lýðræðislegt umboð verkalýðshreyfingarinnar til að þvinga fram aðgerðir af hálfu ríkisins. Samtök launafólks og atvinnurekenda bíða nú eftir útspili stjórnvalda um hvernig þau hyggjast höggva á hnútinn í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og forsetateymis Alþýðusambandsins munu funda á þriðjudag þar sem ætla má kynntar verði tillögur að skattkerfisbreytingum til handa þeim tekjulægstu, áður en samninganefndir funda síðan hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nú sé því komið að enn einni ögurstundinni í kjaraviðræðunum. Falli tillögur stjórnvalda ekki í kramið geti hún ekki útilokað að einhver undirfélög ASÍ boði til verkfalla innan nokkurra vikna. „Við finnum fyrir þreytu hjá fólki á lægstu kjörum, sem vill fá að rétta sinn hlut. Eðlilega er það fólk til í að skoða hvað það getur mögulega gert til að bæta sína stöðu. Við hlustum að sjálfsögðu á það sem okkar félagsmenn eru að segja,“ segir Drífa. „Ef að einhver félög ætla að sækja umboð til vinnustöðvunar þá er það alveg sjálfsagt mál fyrir þau að gera það.“ Það sé því ekki svo ólíklegt að mati Drífu að boðað verði til verkfalla strax í byrjun mars. „Ég hugsa að það sé stemning fyrir því í ákveðnum hópum, já.“Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Veikt umboð til breytinga Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dregur umboð verkalýðshreyfingarinnar til að knýja á um aðkomu ríkisins að kjaramálunum hins vegar í efa. „Umboð hennar er fyrst og fremst að semja um kaup og kjör á markaði fyrir sitt fólk. Viðsemjendur þeirra eru forsvarsmenn atvinnulífsins – ekki ríkisins,“ segir Bryndís.„Þannig að þeirra umboð nær ekki til skattkerfisbreytinga eða einhverra annarra kerfisbreytinga, það umboð hlýtur að liggja hjá okkur, kjörnum fulltrúum.“ Þar að auki sé lagaleg óvissa uppi um hvort löglegt sé að boða til vinnustöðvunar ef tilgangur hennar er að þvinga stjórnarvöld til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ber ekki að framkvæma. Bryndís segist engu að síður hafa fullan skilning á að verkalýðsfélög vilji blanda sér í umræðuna og leggja fram tillögur. „En hótanir og skattkerfisbreytingar, það hlýtur að vera á borðum stjórnvalda en ekki forystumanna verkalýðshreyfingarinnar.“ Drífa Snædal segir að umboð verkalýðshreyfingarinnar felist í því að hún og aðrir í forystusveitinni séu kjörin til að gæta að lífskjörum fólks. „Við værum því ekki að sinna vinnunni okkar ef við myndum ekki krefjast þess að skattkerfinu yrði beitt til að bæta lífskjör vinnandi fólks á Íslandi.“ Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 15. febrúar 2019 19:56 Beðið eftir útspili stjórnvalda Boltinn í kjaraviðræðum er kominn til stjórnvalda eftir að SA höfnuðu í gær gagntilboði VR, Eflingar, VLFA og VLFG. Fáist ekki niðurstaða í næstu viku stefnir í viðræðuslit að sögn formanns VLFA. 16. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Stjórnarþingmaður dregur hins vegar í efa lýðræðislegt umboð verkalýðshreyfingarinnar til að þvinga fram aðgerðir af hálfu ríkisins. Samtök launafólks og atvinnurekenda bíða nú eftir útspili stjórnvalda um hvernig þau hyggjast höggva á hnútinn í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og forsetateymis Alþýðusambandsins munu funda á þriðjudag þar sem ætla má kynntar verði tillögur að skattkerfisbreytingum til handa þeim tekjulægstu, áður en samninganefndir funda síðan hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nú sé því komið að enn einni ögurstundinni í kjaraviðræðunum. Falli tillögur stjórnvalda ekki í kramið geti hún ekki útilokað að einhver undirfélög ASÍ boði til verkfalla innan nokkurra vikna. „Við finnum fyrir þreytu hjá fólki á lægstu kjörum, sem vill fá að rétta sinn hlut. Eðlilega er það fólk til í að skoða hvað það getur mögulega gert til að bæta sína stöðu. Við hlustum að sjálfsögðu á það sem okkar félagsmenn eru að segja,“ segir Drífa. „Ef að einhver félög ætla að sækja umboð til vinnustöðvunar þá er það alveg sjálfsagt mál fyrir þau að gera það.“ Það sé því ekki svo ólíklegt að mati Drífu að boðað verði til verkfalla strax í byrjun mars. „Ég hugsa að það sé stemning fyrir því í ákveðnum hópum, já.“Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Veikt umboð til breytinga Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dregur umboð verkalýðshreyfingarinnar til að knýja á um aðkomu ríkisins að kjaramálunum hins vegar í efa. „Umboð hennar er fyrst og fremst að semja um kaup og kjör á markaði fyrir sitt fólk. Viðsemjendur þeirra eru forsvarsmenn atvinnulífsins – ekki ríkisins,“ segir Bryndís.„Þannig að þeirra umboð nær ekki til skattkerfisbreytinga eða einhverra annarra kerfisbreytinga, það umboð hlýtur að liggja hjá okkur, kjörnum fulltrúum.“ Þar að auki sé lagaleg óvissa uppi um hvort löglegt sé að boða til vinnustöðvunar ef tilgangur hennar er að þvinga stjórnarvöld til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ber ekki að framkvæma. Bryndís segist engu að síður hafa fullan skilning á að verkalýðsfélög vilji blanda sér í umræðuna og leggja fram tillögur. „En hótanir og skattkerfisbreytingar, það hlýtur að vera á borðum stjórnvalda en ekki forystumanna verkalýðshreyfingarinnar.“ Drífa Snædal segir að umboð verkalýðshreyfingarinnar felist í því að hún og aðrir í forystusveitinni séu kjörin til að gæta að lífskjörum fólks. „Við værum því ekki að sinna vinnunni okkar ef við myndum ekki krefjast þess að skattkerfinu yrði beitt til að bæta lífskjör vinnandi fólks á Íslandi.“
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 15. febrúar 2019 19:56 Beðið eftir útspili stjórnvalda Boltinn í kjaraviðræðum er kominn til stjórnvalda eftir að SA höfnuðu í gær gagntilboði VR, Eflingar, VLFA og VLFG. Fáist ekki niðurstaða í næstu viku stefnir í viðræðuslit að sögn formanns VLFA. 16. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15
Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 15. febrúar 2019 19:56
Beðið eftir útspili stjórnvalda Boltinn í kjaraviðræðum er kominn til stjórnvalda eftir að SA höfnuðu í gær gagntilboði VR, Eflingar, VLFA og VLFG. Fáist ekki niðurstaða í næstu viku stefnir í viðræðuslit að sögn formanns VLFA. 16. febrúar 2019 08:15