Kæra birtingu lánasögu einstaklinga til Persónuverndar Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 17. febrúar 2019 20:48 Bankarnir og Creditinfo halda fólki sem orðið hefur gjaldþrota í hengingaról að sögn lögmanns. Dæmi eru um að fólki sé neitað um kreditkort vegna lánasögu sem hann segir Creditinfo nýlega farið að birta. Þetta sé ólöglegt og verður málið kært til Persónuverndar. Vanskilaskráning hjá Creditinfo hefur verið í svokallaðari vog en á grundvelli persónuverndarlaga er Creditinfo með sérstakt leyfi frá Persónuvernd fyrir vinnslu slíkra fjárhagsupplýsinga um einstaklinga og þarf að lúta ströngum skilyrðum. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir að upp á síðkastið hafi hann tekið eftir því að Creditinfo sé farið að birta upplýsingar um lánasögu einstaklinga á annarri gátt. Dæmi séu um að fólki séu hafnað um fyrirgreiðslur og greiðslukort byggt á upplýsingum um lánasögu en ekki upplýsingum úr vanskilaskránni. „Við erum að undirbúa kvörtun til Persónuverndar vegna þessa máls. Það er verið að miðla upplýsingum um skuldastöðu eða vanskil einstaklings sem í raun og veru er ekki rétt.“ Í tilfelli skjólstæðings Sævars var hann búinn að ganga í gegnum gjaldþrotaskipti og kröfurnar fyrndar en samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti fyrnast þær á tveimur árum frá skiptalokum og eiga ekki að vera á vanskilaskrá. „Þá hafa bankarnir farið þá leið að vera með miðlæga skráningu í gegnum Creditinfo um hans skuldastöðu eða þær kröfur sem hafa verið afskrifaðar inn á miðlægan grunn hjá Creditinfo,“ segir Sævar. Þannig er lánasagan komin í staðinn fyrir vanskilaskránna þrátt fyrir að vinnsla slíkra upplýsinga sé bönnuð nema með sérstöku leyfi Persónuverndar. Hann segir að með þessu sé verið að fara í kringum lögin. Sævar segir að þau svör hafi fengist hjá Creditinfo að um sé að ræða upplýsingar frá viðkomandi banka sem fyrirtækið beri ekki ábyrgð á. „Það er verið að halda mönnum í ákveðinni hengingaról. Mér finnst þetta mjög óeðlilegt vegna þess að einstaklingar sem hafa farið í gegnum gjaldþrotaferli eiga að geta byrjað upp á nýtt.“ Íslenskir bankar Persónuvernd Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Bankarnir og Creditinfo halda fólki sem orðið hefur gjaldþrota í hengingaról að sögn lögmanns. Dæmi eru um að fólki sé neitað um kreditkort vegna lánasögu sem hann segir Creditinfo nýlega farið að birta. Þetta sé ólöglegt og verður málið kært til Persónuverndar. Vanskilaskráning hjá Creditinfo hefur verið í svokallaðari vog en á grundvelli persónuverndarlaga er Creditinfo með sérstakt leyfi frá Persónuvernd fyrir vinnslu slíkra fjárhagsupplýsinga um einstaklinga og þarf að lúta ströngum skilyrðum. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir að upp á síðkastið hafi hann tekið eftir því að Creditinfo sé farið að birta upplýsingar um lánasögu einstaklinga á annarri gátt. Dæmi séu um að fólki séu hafnað um fyrirgreiðslur og greiðslukort byggt á upplýsingum um lánasögu en ekki upplýsingum úr vanskilaskránni. „Við erum að undirbúa kvörtun til Persónuverndar vegna þessa máls. Það er verið að miðla upplýsingum um skuldastöðu eða vanskil einstaklings sem í raun og veru er ekki rétt.“ Í tilfelli skjólstæðings Sævars var hann búinn að ganga í gegnum gjaldþrotaskipti og kröfurnar fyrndar en samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti fyrnast þær á tveimur árum frá skiptalokum og eiga ekki að vera á vanskilaskrá. „Þá hafa bankarnir farið þá leið að vera með miðlæga skráningu í gegnum Creditinfo um hans skuldastöðu eða þær kröfur sem hafa verið afskrifaðar inn á miðlægan grunn hjá Creditinfo,“ segir Sævar. Þannig er lánasagan komin í staðinn fyrir vanskilaskránna þrátt fyrir að vinnsla slíkra upplýsinga sé bönnuð nema með sérstöku leyfi Persónuverndar. Hann segir að með þessu sé verið að fara í kringum lögin. Sævar segir að þau svör hafi fengist hjá Creditinfo að um sé að ræða upplýsingar frá viðkomandi banka sem fyrirtækið beri ekki ábyrgð á. „Það er verið að halda mönnum í ákveðinni hengingaról. Mér finnst þetta mjög óeðlilegt vegna þess að einstaklingar sem hafa farið í gegnum gjaldþrotaferli eiga að geta byrjað upp á nýtt.“
Íslenskir bankar Persónuvernd Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira