Brestur í blokkinni? Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. febrúar 2019 07:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, Ragnar Þór Ingólfsson,formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á fundi hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. vísir/vilhelm Verkalýðsfélögin fjögur sem sitja saman við samningaborð Ríkissáttasemjara hafa of ólíka hagsmuni til að geta klárað viðræðurnar í samfloti, að mati heimildarmanna Fréttablaðsins innan verkalýðshreyfingarinnar. Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafi sameiginlega hagsmuni af því að ræða vexti, verðtryggingu, vísitölu og húsnæðismál en formaður Eflingar þarf að semja um kjör hinna lægst launuðu. Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur er sagður á svipuðum nótum og formaður Eflingar enda að semja fyrir fiskverkafólk á svipuðum launakjörum og félagsmenn Eflingar. „Það er algerlega af og frá,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, aðspurður um bresti í samstöðu félaganna fjögurra. „Við erum mjög samhent í þessari vinnu og stöndum og föllum með henni saman.“ Hann segir fund forsetateymis ASÍ með stjórnvöldum á morgun geta haft úrslitaáhrif á hvort samningar náist en næsti fundur félaganna fjögurra hjá Ríkissáttasemjara verður á fimmtudag. Félögin bíða nú eftir tillögum stjórnvalda um skattkerfisbreytingar. Vilhjálmur segir það á vettvangi ASÍ að ræða við stjórnvöld en fundur félaganna fjögurra hjá Ríkissáttasemjara næsta fimmtudag muni að sjálfsögðu taka mið af fundi ASÍ með stjórnvöldum sem ráðgerður er í vikunni. Starfshópur fjármálaráðherra um skattkerfisbreytingar hefur lokið sinni vinnu og eru tillögur hópsins til pólitískrar meðferðar en ráðherrar úr öllum f lokkum ríkisstjórnar funda um þær í dag. Tillögurnar eru hugsaðar sem útspil í kjaraviðræðurnar en samkvæmt fjármálaáætlun má ráðstafa fjórtán milljörðum í skattkerfisbreytingar. Ljóst er að það getur haft mjög ólík áhrif á félagsmenn félaganna fjögurra hvernig því fé verður varið. Af sömu ástæðum gætu félagsmenn þeirra haft mjög ólíka afstöðu til verkfalls og telja heimildir blaðsins meðal félagsmanna VR ólíklegt að verkfall verði samþykkt í VR. Ragnar Þór hafi ekki annan kost en að ná samningum, enda megi líta svo á að hann hafi þegar náð helstu markmiðum félagsins. Þá herma heimildir blaðsins að boðað verði til félagsfundar í stéttarfélaginu Framsýn á Húsavík í vikunni til að ákveða hvort samningsumboðið verði tekið af Starfsgreinasambandinu og félagið gangi í bandalag félaganna fjögurra. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Verkalýðsfélögin fjögur sem sitja saman við samningaborð Ríkissáttasemjara hafa of ólíka hagsmuni til að geta klárað viðræðurnar í samfloti, að mati heimildarmanna Fréttablaðsins innan verkalýðshreyfingarinnar. Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafi sameiginlega hagsmuni af því að ræða vexti, verðtryggingu, vísitölu og húsnæðismál en formaður Eflingar þarf að semja um kjör hinna lægst launuðu. Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur er sagður á svipuðum nótum og formaður Eflingar enda að semja fyrir fiskverkafólk á svipuðum launakjörum og félagsmenn Eflingar. „Það er algerlega af og frá,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, aðspurður um bresti í samstöðu félaganna fjögurra. „Við erum mjög samhent í þessari vinnu og stöndum og föllum með henni saman.“ Hann segir fund forsetateymis ASÍ með stjórnvöldum á morgun geta haft úrslitaáhrif á hvort samningar náist en næsti fundur félaganna fjögurra hjá Ríkissáttasemjara verður á fimmtudag. Félögin bíða nú eftir tillögum stjórnvalda um skattkerfisbreytingar. Vilhjálmur segir það á vettvangi ASÍ að ræða við stjórnvöld en fundur félaganna fjögurra hjá Ríkissáttasemjara næsta fimmtudag muni að sjálfsögðu taka mið af fundi ASÍ með stjórnvöldum sem ráðgerður er í vikunni. Starfshópur fjármálaráðherra um skattkerfisbreytingar hefur lokið sinni vinnu og eru tillögur hópsins til pólitískrar meðferðar en ráðherrar úr öllum f lokkum ríkisstjórnar funda um þær í dag. Tillögurnar eru hugsaðar sem útspil í kjaraviðræðurnar en samkvæmt fjármálaáætlun má ráðstafa fjórtán milljörðum í skattkerfisbreytingar. Ljóst er að það getur haft mjög ólík áhrif á félagsmenn félaganna fjögurra hvernig því fé verður varið. Af sömu ástæðum gætu félagsmenn þeirra haft mjög ólíka afstöðu til verkfalls og telja heimildir blaðsins meðal félagsmanna VR ólíklegt að verkfall verði samþykkt í VR. Ragnar Þór hafi ekki annan kost en að ná samningum, enda megi líta svo á að hann hafi þegar náð helstu markmiðum félagsins. Þá herma heimildir blaðsins að boðað verði til félagsfundar í stéttarfélaginu Framsýn á Húsavík í vikunni til að ákveða hvort samningsumboðið verði tekið af Starfsgreinasambandinu og félagið gangi í bandalag félaganna fjögurra.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira