Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 11:07 Gunnar Smári Egilsson vill ekki sjá Fréttablaðið og er ósáttur við forsíðufrétt blaðsins í dag. Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. Þetta kemur fram í skrifum hans á Miðjunni en tilefni skrifa Gunnars Smára er forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag. Þar var fjallað um kjaradeilu Verkalýðsfélags Akraness, VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins undir fyrirsögninni Brestur í blokkinni? Haft var heimildarmönnum blaðsins að félögin fjögur hefðu of ólíka hagsmuni til að geta klárað viðræðurnar í samfloti en Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, vísaði þessu algjörlega á bug í samtali við blaðið. Gunnar Smári segir að fólk eigi ekki að taka mark á fréttinni „í ljósi sextíu leiðara Fréttablaðsins gegn kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar,“ eins og hann orðar það en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur meðal annars gagnrýnt leiðaraskrif Fréttablaðsins og sagt að þar birtist „sjúk og viðbjóðsleg umræða.“ Gunnar Smári segir að forsíðufréttin í dag sé „merki þess að Fréttablaðið notað með öllum tiltækum ráðum gegn baráttu almennings fyrir skaplegum kjörum og einhverju réttlæti í innan alræðis auðvaldsins. Skammarlegt blað Fréttablaðið núorðið, þetta fyrrum alþýðlega blað. Það eru margir mánuðir síðan ég afþakkaði að fá þetta drasl inn á mitt heimili. Og tók ég þó þátt í að stofna blaðið og fylgdi því þar til það var orðið stórt og glæsilegt, með sterkustu ritstjórn sem hér hefur starfað. En blaðið sem gefið er út í dag minnir mig á engan hátt á þann tíma, bara ekki neitt. Ég hvet fólk til að afþakka Fréttablaðið, til hvers ætti fólk að opna heimili sitt fyrir svívirðilegum áróðri gegn lífsbaráttu sinni?“ Fjölmiðlar Kjaramál Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar kemur ritstjóra Markaðarins til varnar Segir Jón Trausti að gera verði greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða þegar okkur þyki það vega ómaklega að okkur. 22. október 2018 15:39 Formaður Eflingar: „Megi þá helvítis byltingin lifa“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lætur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, heyra það í ítarlegum pistli sem hún skrifaði. 21. október 2018 22:02 Kröfugerð Starfsgreinasambandsins felld inn í stefnu Sósíalistaflokksins Með þessu segist Sósíalistaflokkurinn gera kröfur yfir 100 þúsund Íslendinga að sínum. 19. janúar 2019 17:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. Þetta kemur fram í skrifum hans á Miðjunni en tilefni skrifa Gunnars Smára er forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag. Þar var fjallað um kjaradeilu Verkalýðsfélags Akraness, VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins undir fyrirsögninni Brestur í blokkinni? Haft var heimildarmönnum blaðsins að félögin fjögur hefðu of ólíka hagsmuni til að geta klárað viðræðurnar í samfloti en Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, vísaði þessu algjörlega á bug í samtali við blaðið. Gunnar Smári segir að fólk eigi ekki að taka mark á fréttinni „í ljósi sextíu leiðara Fréttablaðsins gegn kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar,“ eins og hann orðar það en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur meðal annars gagnrýnt leiðaraskrif Fréttablaðsins og sagt að þar birtist „sjúk og viðbjóðsleg umræða.“ Gunnar Smári segir að forsíðufréttin í dag sé „merki þess að Fréttablaðið notað með öllum tiltækum ráðum gegn baráttu almennings fyrir skaplegum kjörum og einhverju réttlæti í innan alræðis auðvaldsins. Skammarlegt blað Fréttablaðið núorðið, þetta fyrrum alþýðlega blað. Það eru margir mánuðir síðan ég afþakkaði að fá þetta drasl inn á mitt heimili. Og tók ég þó þátt í að stofna blaðið og fylgdi því þar til það var orðið stórt og glæsilegt, með sterkustu ritstjórn sem hér hefur starfað. En blaðið sem gefið er út í dag minnir mig á engan hátt á þann tíma, bara ekki neitt. Ég hvet fólk til að afþakka Fréttablaðið, til hvers ætti fólk að opna heimili sitt fyrir svívirðilegum áróðri gegn lífsbaráttu sinni?“
Fjölmiðlar Kjaramál Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar kemur ritstjóra Markaðarins til varnar Segir Jón Trausti að gera verði greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða þegar okkur þyki það vega ómaklega að okkur. 22. október 2018 15:39 Formaður Eflingar: „Megi þá helvítis byltingin lifa“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lætur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, heyra það í ítarlegum pistli sem hún skrifaði. 21. október 2018 22:02 Kröfugerð Starfsgreinasambandsins felld inn í stefnu Sósíalistaflokksins Með þessu segist Sósíalistaflokkurinn gera kröfur yfir 100 þúsund Íslendinga að sínum. 19. janúar 2019 17:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar kemur ritstjóra Markaðarins til varnar Segir Jón Trausti að gera verði greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða þegar okkur þyki það vega ómaklega að okkur. 22. október 2018 15:39
Formaður Eflingar: „Megi þá helvítis byltingin lifa“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lætur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, heyra það í ítarlegum pistli sem hún skrifaði. 21. október 2018 22:02
Kröfugerð Starfsgreinasambandsins felld inn í stefnu Sósíalistaflokksins Með þessu segist Sósíalistaflokkurinn gera kröfur yfir 100 þúsund Íslendinga að sínum. 19. janúar 2019 17:32