Davíð Oddsson sakaður um hómófóbíu Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2019 12:26 Fyrrverandi blaðamaður Morgunblaðsins segir Staksteinahöfund forpokaðan hómófób í grjóthörðum pistli. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novators, vandar ritstjóra Morgunblaðsins ekki kveðjurnar. Hún sakar höfund Staksteina, sem er nafnlaus skoðanadálkur í Morgunblaðinu og skrifast þar með á ritstjóra, um hómófóbíu. „Staksteinar Moggans reyna að fela augljósa hómófóbíu sína á bakvið uppdiktaðar áhyggjur af tungumálinu. Nú eigi að breyta tungumálinu með því að fella orðin „faðir“ og „móðir“ á brott, allt til að mylja undir samkynhneigða. Þannig á að „kippa stoðunum undan kjarnafjölskyldunni – sjálfum grundvelli samfélagsins“. Og heilaþvo lítil börn, eins og samkynhneigðir leitast auðvitað alltaf við að gera hvenær sem þeir fá á því færi,“ segir Ragnhildur í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni. Ragnhildur, sem sjálf er samkynhneigð en maki hennar er Hanna Katrín Friðriksson þingmaður og eiga þær tvær dætur, hefur einmitt fjallað um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum. Og þeim mun þyngri eru höggin því Ragnhildur var árum saman vel metinn blaðamaður Morgunblaðsins.Hrollvekjandi framtíðarsýn Orwells Í Staksteinum er vitnað til bloggs Gústafs Adolfs Skúlasonar, sem fjallar um hin nýju lög í Frakklandi sem til umræðu eru. Og vill hann meina að þar sjáist merki um að framtíðarhrollvekja George Orwells, þá í því sem snýr að „newspeak“ sé að koma á daginn. Ragnhildur gefur lítið fyrir þetta.Staksteinar dagsins fóru heldur öfugt ofan í fyrrverandi blaðamann Morgunblaðsins.„Ástæða þessa upphlaups Staksteina er að Frakkar munu hafa samþykkt ný skólalög, þar sem hugtökin „Foreldri 1“ og „Foreldri 2“ koma í stað „faðir“ og „móðir“ í eyðublöðum skóla, t.d. þegar foreldri þurfa að gefa samþykki sitt til að börn fari í skólaferðalög, fái aðgang að mötuneyti o.s.frv. Franskir skólar hafa hingað til greinilega verið á sömu nótunum og þeir íslensku, þar sem foreldrar fá oftast nær eyðublöð í hendur þar sem gert er ráð fyrir að börnin séu öll í umsjá föður og móður. Svo er auðvitað alls ekki. Mörg börn búa hjá einstæðu foreldri. Sum hjá öðrum ættingjum. Og svo eru þau sem alast upp hjá samkynhneigðum foreldrum, þessum sem sífellt reyna að eyðileggja hefðir aldanna sér í vil og skirrast ekki við að eyðileggja tungumálið,“ segir Ragnhildur.Hlutlægni er nú allur glæpurinn Hún segir að börn þessara foreldra, til dæmis dætur hennar og Hönnu Katrínar, verið snemma mjög sjóuð í að krota yfir „faðir“ og setja þar nafn hinnar móðurinnar. „En þetta fær alltaf dálítið á þau, að vera í hvert einasta skipti eitthvert frávik. Auðvitað nota þessi börn áfram orðin „faðir“ og „móðir“, en þau eiga ekki frá unga aldri að þurfa að krota í eyðublöð, sem gera ekki ráð fyrir tilveru þeirra og foreldra þeirra.“ Ragnhildur segir að þessi sé nú allur glæpurinn hjá Frökkum; þeir vilja gera eyðublöðin hlutlausari: „Þeir ætla ekki að fella niður orðin „faðir“ og „móðir“. En hjá Staksteinum og hjá skoðanabræðrum þeirra forpokuðu steinvala jafngildir breytingin því að „kippa stoðunum undan kjarnafjölskyldunni – sjálfum grundvelli samfélagsins“. Ragnhildur heldur miskunnarlaus áfram og segir jafnframt að einu sinni hafi þáverandi biskup Íslands varað við því að ef samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband jafngilti það því að hjónabandinu sem stofnun væri varpað á öskuhauga sögunnar. „Hin aldagamla stofnun sem hjónabandið er er þá afnumin,“ sagði biskup árið 2006. „Hefur einhver orðið var við að hjónabandið hafi verið afnumið? Trúir fólk því að börn frá 3 ára aldri verði hér eftir heilaþvegin með nýju hugtökunum „Foreldri 1“ og „Foreldri 2“, af því að þau verða notuð á eyðublöðum? Trúir fólk því, að með slíkum breytingum verði stefnt að 1984-samfélagi Orwells? Svona er grjótkast Moggans í dag:“ Félagsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Novators, vandar ritstjóra Morgunblaðsins ekki kveðjurnar. Hún sakar höfund Staksteina, sem er nafnlaus skoðanadálkur í Morgunblaðinu og skrifast þar með á ritstjóra, um hómófóbíu. „Staksteinar Moggans reyna að fela augljósa hómófóbíu sína á bakvið uppdiktaðar áhyggjur af tungumálinu. Nú eigi að breyta tungumálinu með því að fella orðin „faðir“ og „móðir“ á brott, allt til að mylja undir samkynhneigða. Þannig á að „kippa stoðunum undan kjarnafjölskyldunni – sjálfum grundvelli samfélagsins“. Og heilaþvo lítil börn, eins og samkynhneigðir leitast auðvitað alltaf við að gera hvenær sem þeir fá á því færi,“ segir Ragnhildur í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni. Ragnhildur, sem sjálf er samkynhneigð en maki hennar er Hanna Katrín Friðriksson þingmaður og eiga þær tvær dætur, hefur einmitt fjallað um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum. Og þeim mun þyngri eru höggin því Ragnhildur var árum saman vel metinn blaðamaður Morgunblaðsins.Hrollvekjandi framtíðarsýn Orwells Í Staksteinum er vitnað til bloggs Gústafs Adolfs Skúlasonar, sem fjallar um hin nýju lög í Frakklandi sem til umræðu eru. Og vill hann meina að þar sjáist merki um að framtíðarhrollvekja George Orwells, þá í því sem snýr að „newspeak“ sé að koma á daginn. Ragnhildur gefur lítið fyrir þetta.Staksteinar dagsins fóru heldur öfugt ofan í fyrrverandi blaðamann Morgunblaðsins.„Ástæða þessa upphlaups Staksteina er að Frakkar munu hafa samþykkt ný skólalög, þar sem hugtökin „Foreldri 1“ og „Foreldri 2“ koma í stað „faðir“ og „móðir“ í eyðublöðum skóla, t.d. þegar foreldri þurfa að gefa samþykki sitt til að börn fari í skólaferðalög, fái aðgang að mötuneyti o.s.frv. Franskir skólar hafa hingað til greinilega verið á sömu nótunum og þeir íslensku, þar sem foreldrar fá oftast nær eyðublöð í hendur þar sem gert er ráð fyrir að börnin séu öll í umsjá föður og móður. Svo er auðvitað alls ekki. Mörg börn búa hjá einstæðu foreldri. Sum hjá öðrum ættingjum. Og svo eru þau sem alast upp hjá samkynhneigðum foreldrum, þessum sem sífellt reyna að eyðileggja hefðir aldanna sér í vil og skirrast ekki við að eyðileggja tungumálið,“ segir Ragnhildur.Hlutlægni er nú allur glæpurinn Hún segir að börn þessara foreldra, til dæmis dætur hennar og Hönnu Katrínar, verið snemma mjög sjóuð í að krota yfir „faðir“ og setja þar nafn hinnar móðurinnar. „En þetta fær alltaf dálítið á þau, að vera í hvert einasta skipti eitthvert frávik. Auðvitað nota þessi börn áfram orðin „faðir“ og „móðir“, en þau eiga ekki frá unga aldri að þurfa að krota í eyðublöð, sem gera ekki ráð fyrir tilveru þeirra og foreldra þeirra.“ Ragnhildur segir að þessi sé nú allur glæpurinn hjá Frökkum; þeir vilja gera eyðublöðin hlutlausari: „Þeir ætla ekki að fella niður orðin „faðir“ og „móðir“. En hjá Staksteinum og hjá skoðanabræðrum þeirra forpokuðu steinvala jafngildir breytingin því að „kippa stoðunum undan kjarnafjölskyldunni – sjálfum grundvelli samfélagsins“. Ragnhildur heldur miskunnarlaus áfram og segir jafnframt að einu sinni hafi þáverandi biskup Íslands varað við því að ef samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband jafngilti það því að hjónabandinu sem stofnun væri varpað á öskuhauga sögunnar. „Hin aldagamla stofnun sem hjónabandið er er þá afnumin,“ sagði biskup árið 2006. „Hefur einhver orðið var við að hjónabandið hafi verið afnumið? Trúir fólk því að börn frá 3 ára aldri verði hér eftir heilaþvegin með nýju hugtökunum „Foreldri 1“ og „Foreldri 2“, af því að þau verða notuð á eyðublöðum? Trúir fólk því, að með slíkum breytingum verði stefnt að 1984-samfélagi Orwells? Svona er grjótkast Moggans í dag:“
Félagsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira