Flúði fimmtán ára í arma ISIS en ætlaði sér ekki að verða auglýsing fyrir samtökin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2019 14:00 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands.Blaðamaður Times fann Begum í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðustu viku og sagði frá því að Begum væri langt gengin og vildi fara aftur til Bretlands barnsins vegna. Í gær var greint frá því að hún væri búinn að eignast barnið en í dag birti BBC viðtali við Begun. „Ég styð sum bresk gildi og ég vil fara aftur til Bretlands og setjast þar að á ný. Ég er tilbúin til þess að aðlagast samfélaginu aftur og allt það,“ sagði hin 19 ára gamla Begun.Shamima þegar hún yfirgaf Bretland árið 2015.Vísir/EPAEitt að drepa hermenn, annað að drepa saklaust fólk Árið 2015 fór Begum til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Talið er að Kadiza hafi farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase eru á huldu.Í viðtalinu var Begun spurð að því hvort hún hafi gert sér grein fyrir því að ISIS hafi nýtt sér flótta þeirra frá Bretlandi í áróðursskyni. Sagði hún að það hafi ekki verið ætlun hennar að verða einhvers konar auglýsing fyrir ISIS. „Ég heyrði af því að margir hafi verið spenntir fyrir því að feta í fótspor okkar en það var ekki ég sem setti sjálfa mig í fréttirnar,“ svaraði Begun. Begun var einnig spurð hvað henni finndist um hryðjuverkaárásina í Manchester árið 2017, þegar 22 létust í sprengjutilræði sem ISIS segist bera ábyrgð á. „Mér finnst það vera rangt. Saklaust fólk var drepið,“ svaraði Begun. „Það er eitt að drepa hermann, það er sjálfsvörn en að drepa konur og börn, á sama hátt og konur og börn eru drepin í Baghuz núna í loftárásunum. Þetta gildir í báðar áttir.“Ýmislegt sem flækir heimkomuna Baghuz er síðasta vígi ISIS í Sýrlandi. Sagði Begun að liðsmenn ISIS hafi réttlæt hryðjuverkaárásirnar fyrir sér á þá leið að um hefndaraðgerðir væri að ræða. Hún hafi samþykkt þær röksemdarfærslur. Unnið er að því að koma Begun aftur til Bretlands en þar sem hún er breskur ríkisborgari þarf Bretland að taka á móti henni sé ekki hægt að sýna fram á að hún sé með annan ríkisborgararétt. Fjölskylda hennar segist vera reiðubúinn til þess að taka nýfætt barn hennar að sér á meðan hún sækir sér hjálp og glímir við afleiðingarnar af flóttanum frá árinu 2015.Sjá einnig:Sér mikið eftir því að hafa gengið til liðs við ISIS og vill nú heim til Bandaríkjanna Begun er stödd í flóttamannabúðum í Sýrlandi en í frétt BBC segir að verði hægt að koma henni á ræðismannaskrifstofu Bretlands í einhverju ríki, sé líklegt að hægt sé að koma henni til Bretlands. Þó séu ýmis mál sem geti flækt heimkomu hennar. Jeremy Wright, ráðherra menningarmála í Bretlandi, sagði við BBC á dögunum að þjóðerni barnsins lægi ekki fyrir að svo stöddu. Hann bætti við að ef Begum vill snúa aftur til Bretlands þá sé henni það velkomið en hún geti búist við að vera látin svara fyrir gjörðir sínar. Bretland Sýrland Tengdar fréttir Sér mikið eftir því að hafa gengið til liðs við ISIS og vill snúa heim til Bandaríkjanna Hoda Muthana, 24 ára gömul bandarísk kona sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS, kveðst sjá mikið eftir því að hafa ferðast til Sýrlands á sínum tíma til að ganga til liðs við samtökin. 18. febrúar 2019 10:45 Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Shamima Begun, skólastúlkan sem flúði Bretland árið 2015, þá fimmtán ára gömul, segist aldrei hafa ætlað sér að verða einhvers konar auglýsing fyrir hryðjuverkasamtökin ISIS. Hún vill nú snúa aftur til Bretlands.Blaðamaður Times fann Begum í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðustu viku og sagði frá því að Begum væri langt gengin og vildi fara aftur til Bretlands barnsins vegna. Í gær var greint frá því að hún væri búinn að eignast barnið en í dag birti BBC viðtali við Begun. „Ég styð sum bresk gildi og ég vil fara aftur til Bretlands og setjast þar að á ný. Ég er tilbúin til þess að aðlagast samfélaginu aftur og allt það,“ sagði hin 19 ára gamla Begun.Shamima þegar hún yfirgaf Bretland árið 2015.Vísir/EPAEitt að drepa hermenn, annað að drepa saklaust fólk Árið 2015 fór Begum til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Talið er að Kadiza hafi farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase eru á huldu.Í viðtalinu var Begun spurð að því hvort hún hafi gert sér grein fyrir því að ISIS hafi nýtt sér flótta þeirra frá Bretlandi í áróðursskyni. Sagði hún að það hafi ekki verið ætlun hennar að verða einhvers konar auglýsing fyrir ISIS. „Ég heyrði af því að margir hafi verið spenntir fyrir því að feta í fótspor okkar en það var ekki ég sem setti sjálfa mig í fréttirnar,“ svaraði Begun. Begun var einnig spurð hvað henni finndist um hryðjuverkaárásina í Manchester árið 2017, þegar 22 létust í sprengjutilræði sem ISIS segist bera ábyrgð á. „Mér finnst það vera rangt. Saklaust fólk var drepið,“ svaraði Begun. „Það er eitt að drepa hermann, það er sjálfsvörn en að drepa konur og börn, á sama hátt og konur og börn eru drepin í Baghuz núna í loftárásunum. Þetta gildir í báðar áttir.“Ýmislegt sem flækir heimkomuna Baghuz er síðasta vígi ISIS í Sýrlandi. Sagði Begun að liðsmenn ISIS hafi réttlæt hryðjuverkaárásirnar fyrir sér á þá leið að um hefndaraðgerðir væri að ræða. Hún hafi samþykkt þær röksemdarfærslur. Unnið er að því að koma Begun aftur til Bretlands en þar sem hún er breskur ríkisborgari þarf Bretland að taka á móti henni sé ekki hægt að sýna fram á að hún sé með annan ríkisborgararétt. Fjölskylda hennar segist vera reiðubúinn til þess að taka nýfætt barn hennar að sér á meðan hún sækir sér hjálp og glímir við afleiðingarnar af flóttanum frá árinu 2015.Sjá einnig:Sér mikið eftir því að hafa gengið til liðs við ISIS og vill nú heim til Bandaríkjanna Begun er stödd í flóttamannabúðum í Sýrlandi en í frétt BBC segir að verði hægt að koma henni á ræðismannaskrifstofu Bretlands í einhverju ríki, sé líklegt að hægt sé að koma henni til Bretlands. Þó séu ýmis mál sem geti flækt heimkomu hennar. Jeremy Wright, ráðherra menningarmála í Bretlandi, sagði við BBC á dögunum að þjóðerni barnsins lægi ekki fyrir að svo stöddu. Hann bætti við að ef Begum vill snúa aftur til Bretlands þá sé henni það velkomið en hún geti búist við að vera látin svara fyrir gjörðir sínar.
Bretland Sýrland Tengdar fréttir Sér mikið eftir því að hafa gengið til liðs við ISIS og vill snúa heim til Bandaríkjanna Hoda Muthana, 24 ára gömul bandarísk kona sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS, kveðst sjá mikið eftir því að hafa ferðast til Sýrlands á sínum tíma til að ganga til liðs við samtökin. 18. febrúar 2019 10:45 Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Sér mikið eftir því að hafa gengið til liðs við ISIS og vill snúa heim til Bandaríkjanna Hoda Muthana, 24 ára gömul bandarísk kona sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS, kveðst sjá mikið eftir því að hafa ferðast til Sýrlands á sínum tíma til að ganga til liðs við samtökin. 18. febrúar 2019 10:45
Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48
ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. 14. febrúar 2019 23:29