Björt framtíð í dvala og óvíst með framhaldið Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2019 16:58 Theodóra telur ekki útilokað að Björt framtíð, það sem eftir stendur af þeim flokki, gangi til liðs við Viðreisn. visir/vilhelm Vefsíða Bjartrar framtíðar liggur niðri. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Björt Ólafsdóttir er ekki lengur formaður stjórnmálaflokksins heldur Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Vísir náði tali af henni en hún er stödd erlendis. Theodóra segist hafa tekið við eftir síðasta ársfund. Og nú sé þetta í hennar höndum og stjórnarinnar. „Við erum búin að hittast reglulega, við þurfum bara að sjá hvað verður. Það er allt óvíst hvernig framhaldið verður. Kjörnir fulltrúar Bjartrar framtíðar eru víða í sveitastjórnum í dag. Það dreifðist,“ segir formaðurinn.Flokksstarfið í dvala Þetta er flókin og til þess að gera skrítin staða. Theodóra bendir á að Björt framtíð sé uppi með síður víða sem tengjast flokkunum þar sem fulltrúar flokksins sitji í sveitarstjórnum. Svo er í Kópavogi þar sem hún situr í bæjarstjórn og er í samstarfi við Viðreisn. En, það sé rétt, síða þingflokksins liggur niðri. Enda er enginn þingflokkur. „Ef það er ekki eftirspurn eftir framboði gerum við eitthvað annað. Við erum ekki að viðhalda okkur bara til þess að viðhalda okkur. Við liggjum í dvala, ætlum að gefa okkur tíma og svo sjáum við hvað verður. Okkur líður bara vel þar sem við erum.“ Björt framtíð skuldar ekki krónu Theodóra segir að ákvörðun um framhald verði tekin innan fárra mánaða. Og þar komi ýmislegt til greina. Halda áfram, leggja flokkinn niður og/eða ganga til liðs við annan stjórnmálaflokk; þeir sem eftir eru. Þar er Viðreisn efst á blaði, ýmislegt er sameiginlegt með flokkunum tveimur. „Kannski óþarfi að rífa upp nýjan stjórnmálaflokk heldur ganga til liðs við það sem fyrir er. En, ég tala nú bara fyrir mig,“ segir Theodóra sem lætur afar vel af samstarfinu við Viðreisn í Kópavogi og að henni hugnist bakland forystunnar þar afar vel. Björt framtíð stendur ágætlega, vel reyndar í samanburði við aðra flokka. Theodóra segir að allt kapp hafi verið lagt á ábyrgð í fjármálunum, flokkurinn skuldi ekkert heldur þvert á móti eru einhverjir sjóðir til sem taka þarf ákvörðun um hvað skuli gera við. Alþingi Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Vefsíða Bjartrar framtíðar liggur niðri. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Björt Ólafsdóttir er ekki lengur formaður stjórnmálaflokksins heldur Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Vísir náði tali af henni en hún er stödd erlendis. Theodóra segist hafa tekið við eftir síðasta ársfund. Og nú sé þetta í hennar höndum og stjórnarinnar. „Við erum búin að hittast reglulega, við þurfum bara að sjá hvað verður. Það er allt óvíst hvernig framhaldið verður. Kjörnir fulltrúar Bjartrar framtíðar eru víða í sveitastjórnum í dag. Það dreifðist,“ segir formaðurinn.Flokksstarfið í dvala Þetta er flókin og til þess að gera skrítin staða. Theodóra bendir á að Björt framtíð sé uppi með síður víða sem tengjast flokkunum þar sem fulltrúar flokksins sitji í sveitarstjórnum. Svo er í Kópavogi þar sem hún situr í bæjarstjórn og er í samstarfi við Viðreisn. En, það sé rétt, síða þingflokksins liggur niðri. Enda er enginn þingflokkur. „Ef það er ekki eftirspurn eftir framboði gerum við eitthvað annað. Við erum ekki að viðhalda okkur bara til þess að viðhalda okkur. Við liggjum í dvala, ætlum að gefa okkur tíma og svo sjáum við hvað verður. Okkur líður bara vel þar sem við erum.“ Björt framtíð skuldar ekki krónu Theodóra segir að ákvörðun um framhald verði tekin innan fárra mánaða. Og þar komi ýmislegt til greina. Halda áfram, leggja flokkinn niður og/eða ganga til liðs við annan stjórnmálaflokk; þeir sem eftir eru. Þar er Viðreisn efst á blaði, ýmislegt er sameiginlegt með flokkunum tveimur. „Kannski óþarfi að rífa upp nýjan stjórnmálaflokk heldur ganga til liðs við það sem fyrir er. En, ég tala nú bara fyrir mig,“ segir Theodóra sem lætur afar vel af samstarfinu við Viðreisn í Kópavogi og að henni hugnist bakland forystunnar þar afar vel. Björt framtíð stendur ágætlega, vel reyndar í samanburði við aðra flokka. Theodóra segir að allt kapp hafi verið lagt á ábyrgð í fjármálunum, flokkurinn skuldi ekkert heldur þvert á móti eru einhverjir sjóðir til sem taka þarf ákvörðun um hvað skuli gera við.
Alþingi Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira