Klopp mætir Bayern enn og aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2019 10:30 Klopp á bekknum á heimavelli Bayern. vísir/getty Liverpool, silfurlið Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili, tekur á móti Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Á sama tíma mætast Lyon og Barcelona í Frakklandi. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnina fimm sinnum hvort lið er þetta aðeins þriðji leikur Liverpool og Bayern í Meistaradeildinni. Þau mættust í undanúrslitunum 1981. Fyrri leikurinn á Anfield endaði með markalausu jafntefli en sá síðari í München 1-1. Liverpool fór í úrslitaleikinn á útivallarmarki. Rauði herinn varð svo Evrópumeistari eftir 1-0 sigur á Real Madrid. Liverpool og Bayern mættust síðast í leiknum um Ofurbikar Evrópu í ágúst 2001. Niko Kovac, knattspyrnustjóri Bayern, kom við sögu í leiknum sem Liverpool vann 3-2. Virgil van Dijk tekur út leikbann í kvöld og þá er óvíst hvort Dejan Lovren getur spilað vegna meiðsla. Fyrir er Joe Gomez á meiðslalistanum. Það mun því mikið mæða á Joël Matip í miðri vörn Liverpool. Hjá Bayern er Thomas Müller í leikbanni og Kingsley Coman og Arjen Robben eru tæpir vegna meiðsla. Bayern er það lið sem Jürgen Klopp hefur oftast mætt á stjóraferlinum, eða 29 sinnum. Lið hans hafa unnið níu leiki, gert fjögur jafntefli og tapað 16. Sárasta tapið gegn Bayern kom í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 þegar Klopp var við stjórnvölinn hjá Dortmund. Þá voru Robert Lewandowski og Mats Hummels í liði Dortmund en þeir leika með Bayern í dag. Lyon og Barcelona voru bæði ósigruð í riðlakeppninni þótt árangur liðanna hafi verið misgóður. Barcelona vann fjóra af sex leikjum sínum og gerði tvö jafntefli á meðan Lyon vann einn leik og gerði fimm jafntefli. Átta stig dugðu Lyon þó til að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn frá tímabilinu 2011-12. Barcelona hefur hins vegar komist í 16-liða úrslit 15 ár í röð. Liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2009 þar sem Barcelona vann 6-3 samanlagt. Börsungar hafa unnið fjóra af sex leikjum sínum gegn Lyon í Meistaradeildinni og gert tvö jafntefli. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Liverpool, silfurlið Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili, tekur á móti Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Á sama tíma mætast Lyon og Barcelona í Frakklandi. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnina fimm sinnum hvort lið er þetta aðeins þriðji leikur Liverpool og Bayern í Meistaradeildinni. Þau mættust í undanúrslitunum 1981. Fyrri leikurinn á Anfield endaði með markalausu jafntefli en sá síðari í München 1-1. Liverpool fór í úrslitaleikinn á útivallarmarki. Rauði herinn varð svo Evrópumeistari eftir 1-0 sigur á Real Madrid. Liverpool og Bayern mættust síðast í leiknum um Ofurbikar Evrópu í ágúst 2001. Niko Kovac, knattspyrnustjóri Bayern, kom við sögu í leiknum sem Liverpool vann 3-2. Virgil van Dijk tekur út leikbann í kvöld og þá er óvíst hvort Dejan Lovren getur spilað vegna meiðsla. Fyrir er Joe Gomez á meiðslalistanum. Það mun því mikið mæða á Joël Matip í miðri vörn Liverpool. Hjá Bayern er Thomas Müller í leikbanni og Kingsley Coman og Arjen Robben eru tæpir vegna meiðsla. Bayern er það lið sem Jürgen Klopp hefur oftast mætt á stjóraferlinum, eða 29 sinnum. Lið hans hafa unnið níu leiki, gert fjögur jafntefli og tapað 16. Sárasta tapið gegn Bayern kom í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 þegar Klopp var við stjórnvölinn hjá Dortmund. Þá voru Robert Lewandowski og Mats Hummels í liði Dortmund en þeir leika með Bayern í dag. Lyon og Barcelona voru bæði ósigruð í riðlakeppninni þótt árangur liðanna hafi verið misgóður. Barcelona vann fjóra af sex leikjum sínum og gerði tvö jafntefli á meðan Lyon vann einn leik og gerði fimm jafntefli. Átta stig dugðu Lyon þó til að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn frá tímabilinu 2011-12. Barcelona hefur hins vegar komist í 16-liða úrslit 15 ár í röð. Liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2009 þar sem Barcelona vann 6-3 samanlagt. Börsungar hafa unnið fjóra af sex leikjum sínum gegn Lyon í Meistaradeildinni og gert tvö jafntefli.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira