Sport

Þrjár íslenskar CrossFit drottningar á leið til London

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram/strengthindepthuk
Næstu farseðlar á heimsleikana í CrossFit í haust verða í boði á CrossFit-mótinu „Strength In Depth“ sem fer fram í London 23. til 24. febrúar næstkomandi.

Ísland á þrjá keppendur í kvennaflokki á mótinu en það eru þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Björk Óðinsdóttir. Allar fengu þær boð á mótið.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir mun þarna reyna í þriðja sinn við að tryggja sér farseðil á heimsleikana en hún varð bæði í þriðja sæti í Dúbaí í desember og í Miami í janúar.

Þar munaði ekki miklu hjá okkar konu en nú er spurningin hvort að það verði allt þegar þrennt er. Nú fær hún líka samkeppni frá tveimur löndum sínum. Þuríður Erla Helgadóttir og Björk Óðinsdóttir hafa báðar keppt á heimsleikunum eins og Sara.

Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sig inn á heimsleikana, fyrst Íslendinga, með því að vinna CrossFit-mót í Suður-Afríku á dögunum.

Keppnin í London verður tveggja daga keppni með fjórum greinum á laugardegi og þremur greinum á sunnudegi. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá mótsins.



Margir keppendur á „Strength In Depth“ mótinu þurftu að tryggja sér sæti á mótinu með því að fara í gegnum undankeppni en mótshaldarar ákváðu einnig að bjóða á mótið sterkum erlendum keppendum.

Þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Björk Óðinsdóttir fengu allar slíkt boð eins og sjá má hér fyrir neðan þegar þær voru kynntar sem keppendur á „Strength In Depth“ Instagram síðunni.


























Fleiri fréttir

Sjá meira


×