„Ég trúði því ekki að ég væri vakandi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 10:42 Þyrlan brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls síðdegis á sunnudag. EPA/EFE Hjónin sem fórust í þyrluslysinu í Røldal í Noregi á sunnudag hétu Ann-Cathrin Losvik og Jarle Hegerland. Þau voru á fimmtugsaldri og voru stödd á svæðinu við skíðaiðkun þegar þau lögðu í sína hinstu ferð. Norskir fjölmiðlar hafa eftir bróður Ann-Cathrin að fjölskyldan sé harmi slegin vegna slyssins. Slysið varð síðdegis á sunnudag en þyrla hjónanna var á leið frá Røldal til Karmeyjar þegar hún brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls. Flugið var ekki tilkynnt flugmálayfirvöldum og tók því lengri tíma að finna flak þyrlunnar en ella. Hjónin voru úrskurðuð látin skömmu eftir að björgunaraðilar komu að flakinu.Vakinn með skelfilegum fréttumJarle Hegerland og Ann-Cathrin Losvik.Mynd/FacebookBróðir Ann-Cathrin, Lars Losvik, segir í samtali við norska dagblaðið VG að hann hafi verið vakinn aðfaranótt mánudags og látinn vita að hjónanna væri saknað. „Ég trúði því ekki að ég væri vakandi, ég hélt að mig væri bara að dreyma,“ segir hann í samtali við VG. Um fjögurleytið sömu nótt hafi hann svo verið látinn vita af því að þyrlan hefði fundist og að hún hefði brotlent í fjallshlíðinni. Hann segir systur sína hafa verið mikla íþróttamanneskju og afar góðhjartaða. Hann hafi jafnframt áttað sig á því hvað þau væru náin er þau sátu yfir móður sinni á líknardeild fyrir síðustu jól en systkinin hafa verið búsett hvort í sínu landinu í tuttugu ár. Ann-Cathrin og Jarle voru mikið útivistarfólk og þá nutu þau þess að fljúga á þyrlunni sinni. Jarle lýsti því í viðtali við héraðsblaðið Haugesunds Avis í fyrra að hann hafi nýlega tekið þyrluflugmannspróf í Bandaríkjunum og sagðist þakklátur konu sinni fyrir að hjálpa honum að láta drauma sína rætast. Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK lætur Ann-Cathrin eftir sig tvær dætur, þrettán og átján ára, og Hegerland einn fjórtán ára son. Hjónin áttu engin börn saman. Noregur Tengdar fréttir Karl og kona fórust í þyrluslysi í Noregi Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. 18. febrúar 2019 09:57 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Hjónin sem fórust í þyrluslysinu í Røldal í Noregi á sunnudag hétu Ann-Cathrin Losvik og Jarle Hegerland. Þau voru á fimmtugsaldri og voru stödd á svæðinu við skíðaiðkun þegar þau lögðu í sína hinstu ferð. Norskir fjölmiðlar hafa eftir bróður Ann-Cathrin að fjölskyldan sé harmi slegin vegna slyssins. Slysið varð síðdegis á sunnudag en þyrla hjónanna var á leið frá Røldal til Karmeyjar þegar hún brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls. Flugið var ekki tilkynnt flugmálayfirvöldum og tók því lengri tíma að finna flak þyrlunnar en ella. Hjónin voru úrskurðuð látin skömmu eftir að björgunaraðilar komu að flakinu.Vakinn með skelfilegum fréttumJarle Hegerland og Ann-Cathrin Losvik.Mynd/FacebookBróðir Ann-Cathrin, Lars Losvik, segir í samtali við norska dagblaðið VG að hann hafi verið vakinn aðfaranótt mánudags og látinn vita að hjónanna væri saknað. „Ég trúði því ekki að ég væri vakandi, ég hélt að mig væri bara að dreyma,“ segir hann í samtali við VG. Um fjögurleytið sömu nótt hafi hann svo verið látinn vita af því að þyrlan hefði fundist og að hún hefði brotlent í fjallshlíðinni. Hann segir systur sína hafa verið mikla íþróttamanneskju og afar góðhjartaða. Hann hafi jafnframt áttað sig á því hvað þau væru náin er þau sátu yfir móður sinni á líknardeild fyrir síðustu jól en systkinin hafa verið búsett hvort í sínu landinu í tuttugu ár. Ann-Cathrin og Jarle voru mikið útivistarfólk og þá nutu þau þess að fljúga á þyrlunni sinni. Jarle lýsti því í viðtali við héraðsblaðið Haugesunds Avis í fyrra að hann hafi nýlega tekið þyrluflugmannspróf í Bandaríkjunum og sagðist þakklátur konu sinni fyrir að hjálpa honum að láta drauma sína rætast. Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK lætur Ann-Cathrin eftir sig tvær dætur, þrettán og átján ára, og Hegerland einn fjórtán ára son. Hjónin áttu engin börn saman.
Noregur Tengdar fréttir Karl og kona fórust í þyrluslysi í Noregi Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. 18. febrúar 2019 09:57 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Karl og kona fórust í þyrluslysi í Noregi Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. 18. febrúar 2019 09:57