Allir keyri á áttatíu vegna ástands vega Sighvatur Jónsson skrifar 19. febrúar 2019 12:00 Í drögum að nýjum umferðarlögum er lagt til að hámarkshraði allra ökutækja verði samræmdur. Vísir/Andri Marinó Framkvæmdastjóri Olíudreifingar vill að hámarkshraði allra ökutækja verði færður niður í 80 kílómetra á klukkustund á þjóðvegum landsins. Hann segir aðstæður vega ekki leyfa þungaflutninga á meiri hraða, því sé skynsamlegra að lækka hámarkshraða allra ökutækja í stað þess að hækka hámarkshraða flutningabíla aftur.Endurskoðun umferðarlaga Frumvarp til nýrra umferðarlaga er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Markmiðið með heildarendurskoðun umferðarlaga er að stuðla frekar að umferðaröryggi og bregðast við breytingum á samgöngum og samfélaginu á undanförnum árum. Meðal hugmynda er að samræma hámarkshraða allra ökutækja, þannig verði hámarksökuhraði utan þéttbýlis 80 kílómetrar á klukkustund á malarvegum og 90 kílómetrar á klukkustund á vegum með bundnu slitlagi. Þetta er breyting á gildandi lögum, samkvæmt þeim má ekki aka flutningabílum sem eru meira en 3,5 tonn að þyngd hraðar en 80 kílómetra á klukkustund.Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.Vísir/BaldurVegir þoli ekki flutninga á níutíu Málið kom til umræðu á morgunverðarfundi Vegagerðarinnar í dag þar sem rætt var um umferðaröryggi á þjóðvegum. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, flutti erindi á fundinum fyrir hönd flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Hörður segir í samtali við fréttastofu að hraði sé mesta áhættuatriðið sem líta þurfi til í tengslum við öryggi á vegum landsins. Aðspurður hvort það geti pirrað ökumenn ef flutningabílum sé ekið hægar en öðrum ökutækjum segir hann að lausnin sé að færa hámarkshraða allra ökutækja niður. „Við [flutningabílstjórar] erum nú á 80 og ég tel að vegaaðstæður á Íslandi leyfi ekki þungaflutninga með meiri hraða en það við langflest skilyrði sem boðið er uppá í vegakerfinu í dag,“ segir Hörður. Hörður telur óskynsamlegt að hækka hámarkshraða flutningabíla úr 80 í 90 kílómetra á klukkustund. Miðað við ástandið á vegum hafi flutningabílstjórar ekkert við meiri hraða að gera. Hörður Gunnarsson hjá Olíudreifingu tekur þar með undir sjónarmið Vegagerðarinnar að lækka hámarkshraða allra ökutækja í 80 kílómetra á klukkustund í stað þess að leyfa bílstjórum flutningabíla að keyra hraðar en nú er leyfilegt. Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Olíudreifingar vill að hámarkshraði allra ökutækja verði færður niður í 80 kílómetra á klukkustund á þjóðvegum landsins. Hann segir aðstæður vega ekki leyfa þungaflutninga á meiri hraða, því sé skynsamlegra að lækka hámarkshraða allra ökutækja í stað þess að hækka hámarkshraða flutningabíla aftur.Endurskoðun umferðarlaga Frumvarp til nýrra umferðarlaga er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Markmiðið með heildarendurskoðun umferðarlaga er að stuðla frekar að umferðaröryggi og bregðast við breytingum á samgöngum og samfélaginu á undanförnum árum. Meðal hugmynda er að samræma hámarkshraða allra ökutækja, þannig verði hámarksökuhraði utan þéttbýlis 80 kílómetrar á klukkustund á malarvegum og 90 kílómetrar á klukkustund á vegum með bundnu slitlagi. Þetta er breyting á gildandi lögum, samkvæmt þeim má ekki aka flutningabílum sem eru meira en 3,5 tonn að þyngd hraðar en 80 kílómetra á klukkustund.Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.Vísir/BaldurVegir þoli ekki flutninga á níutíu Málið kom til umræðu á morgunverðarfundi Vegagerðarinnar í dag þar sem rætt var um umferðaröryggi á þjóðvegum. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, flutti erindi á fundinum fyrir hönd flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Hörður segir í samtali við fréttastofu að hraði sé mesta áhættuatriðið sem líta þurfi til í tengslum við öryggi á vegum landsins. Aðspurður hvort það geti pirrað ökumenn ef flutningabílum sé ekið hægar en öðrum ökutækjum segir hann að lausnin sé að færa hámarkshraða allra ökutækja niður. „Við [flutningabílstjórar] erum nú á 80 og ég tel að vegaaðstæður á Íslandi leyfi ekki þungaflutninga með meiri hraða en það við langflest skilyrði sem boðið er uppá í vegakerfinu í dag,“ segir Hörður. Hörður telur óskynsamlegt að hækka hámarkshraða flutningabíla úr 80 í 90 kílómetra á klukkustund. Miðað við ástandið á vegum hafi flutningabílstjórar ekkert við meiri hraða að gera. Hörður Gunnarsson hjá Olíudreifingu tekur þar með undir sjónarmið Vegagerðarinnar að lækka hámarkshraða allra ökutækja í 80 kílómetra á klukkustund í stað þess að leyfa bílstjórum flutningabíla að keyra hraðar en nú er leyfilegt.
Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent