Innlent

Lýstu yfir óvissustigi eftir að kennsluvél varð rafmagnslaus á flugi

Birgir Olgeirsson skrifar
Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri.
Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri. Vísir/Vilhelm
Forsvarsmenn Reykjavíkurflugvallar lýstu yfir óvissuástandi á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynning barst um að kennsluflugvél hefði orðið rafmagnslaus á flugi yfir höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var einn um borð í vélinni þegar þetta gerðist og var viðbúnaður á flugvellinum eftir því. Óvissustigið var þó afturkallað skömmu seinna og  vélinni lent heilu höldnu, um klukkan hálf tvö í dag, og sakaði engan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×