Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Þór Þ. 95-96 | Spennutryllir í Breiðholti Axel Örn Sæmundsson skrifar 3. febrúar 2019 21:45 ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Vísir/Bára Hér í kvöld mættust lið ÍR og Þórs Þ. í 17.umferð Dominos deildar karla. Bæði lið töpuðu leiknum í síðustu umferð með nokkuð stórum mun og voru því bæði lið að leitast eftir því að hefna það. Í fyrri leik þessara liða sigraði ÍR með 4 stigum í Þorlákshöfn og ætluðu gestirnir því að hefna það tap hér í kvöld. Fyrsti leikhluti fór frekar hægt af stað hvað varðar stigaskor og voru bæði lið að þreifa á hvort öðru til að byrja með. Svo þegar leið á leikhlutan fóru bæði lið að taka áhlaup og koma stigum á töfluna. Stemmingin í húsinu var gjörsamlega frábær þökk sé drengjunum í Ghetto Hooligans. Staðan í lok 1.leikhluta 23-25 Þórsurum í vil. ÍR-ingar gáfu aðeins í í öðrum leikhlutanum og tóku völdin á honum og voru að setja niður skotin sín. ÍR spilaði bæði frábæra vörn sem og sókn í leikhlutanum og náðu að mynda sér fína forystu en Þórsararnir leyfðu þeim aldrei að stinga af og þegar það blés til hálfleiks þá leiddu ÍR-ingar 50-44. Þriðji leikhluti einkenndist af áhlaupum, ÍR-ingar byrjuðu mikið betur og náðu mest 14 stiga forystu. Þórsarar gáfust þó ekki upp og náðu þeim fljótt. Staðan fyrir síðasta leikhlutan var 74-73 fyrir ÍR í æsispennandi leik. 4.leikhluti var æsispennandi, munurinn varð aldrei meiri en 7 stig á milli liðanna. Stemmingin í húsinu var gjörsamlega frábær og ekki minnkaði það þegar Nick Tomsick setti risa þrist niður þegar 5 sekúndur voru eftir. Staðan í lok leiks var eins stigs sigur Þórs 95-96.Af hverju vann Þór? Baráttan fór langt með Þórsarana í kvöld. Sama hversu mikið þeir voru undir þá gáfust þeir aldrei upp og náðu á endanum að kreista fram sigur. Flott frammistaða hjá gestunum.Hverjir stóðu uppúr? Halldór Garðar, Nick Tomsick og Jaka Brodnik skiluðu allir svipuðu stigaskori en mér fannst Halldór Garðar geggjaður hér í kvöld. Baráttan í fyrirrúmi þar.Hvað gekk illa? Fátt sem gekk eitthvað sérlega illa í leiknum en síðasta sókn ÍR var hreint út sagt hræðileg. Fá dæmdan á sig ruðning sem var skelfilegt. Annað gekk ágætlega í leiknum.Hvað gerist næst? ÍR-ingar fara og spila við Val að Hlíðarenda á meðan að Þórsarar fá Breiðablik í heimsókn í Þorlákshöfn.Borche: Ég er vonsvikinn „Ég er auðvitað vonsvikinn, sérstaklega að tapa leik gegn liði nálægt okkur í töflunni,“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir tap gegn Þór Þ. hér í kvöld. „Ég sá ekki leikmenn fara eftir leikplaninu hér í kvöld, leikmenn gerðu annað inn á vellinum. Mér finnst leikmenn ekki vera að finna sig saman akkurat núna.“ ÍR-ingar skoruðu 95 stig í kvöld en Borche var ekki alveg ánægður með sóknarleikinn. “Við skorum 95 stig hér í kvöld en mér finnst sóknarleikurinn ekki vera góður samt, það kannski byrjar á æfingum en mér finnst æfingarnar okkar ekki vera góðar. Menn leggja sig ekki alla fram og þá fer ekki betur en þetta.“ Næsti leikur ÍR-inga er gegn Val en það er annað lið sem er nálægt þeim í töflunni og því verður það hörkuleikur. „Við þurfum að fara að finna hvorn annan og æfa fastar, leggja okkur meira fram. Þú spilar eins og þú æfir og við erum ekki að gera það nægilega vel.“Baldur Þór: Hörkuleikur sem datt okkar megin „Mikil ánægja að hafa klárað þennan leik. Hörkuleikur og hann bara datt okkar megin,“ sagði ánægður Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Þórs Þ. eftir sigur gegn ÍR í kvöld. Varnarleikurinn var ekki upp á marga fiska hérna í kvöld og var mikið um opin skot eins og Baldur Þór bendir réttilega á. „Lítill varnarleikur hjá báðum liðum allan leikinn, mikið af opnum skotum. ÍR-ingarnir gerðu vel hérna í seinni og voru komnir einhver 16 stig yfir en við sýndum þvílíkan karakter að koma til baka“ Nick Tomsick setti frábæra körfu hérna í lokin en rétt fyrir hana fékk Baldur tækifæri til að teikna upp lokasókn. „Nei þeir fóru ekki alveg eftir því, en þeir hlupu kerfið vel og svo fékk Nick boltan í hendurnar og fékk frelsi til að skapa sér og gerði það frábærlega.“ Næsti leikur Þórsara er gegn Breiðablik í Þorlákshöfn og það er síðasti leikurinn fyrir mánaðarpásu í deildinni. „Við þurfum að halda áfram og koma með sömu orkuna sem er að gefa okkur sigra í þann leik.“Halldór Garðar: Svakalega sáttur að ná þessum sigri „Mikil gleði, svakalega sáttur að ná þessum sigri og sem betur fer tókum við þetta hérna í lokin.“ sagði Halldór Garðar Hermannsson leikmaður Þórs eftir sigur gegn ÍR í kvöld. „Mér fannst við vera að elta mest allan tímann, þeir voru komnir aðeins yfir í fjórða og þá fórum við að setja niður skotin okkar og svo var þetta náttúrulega rosaleg karfa hjá Nick í lokin.“ Næsti leikur Þórsara er heima gegn Breiðablik og virtist Halldór Garðar vera spenntur fyrir honum. „Við erum á braut upp á við og ætlum að halda því áfram, byggja á þessu og verja heimavöllinn.“ Dominos-deild karla
Hér í kvöld mættust lið ÍR og Þórs Þ. í 17.umferð Dominos deildar karla. Bæði lið töpuðu leiknum í síðustu umferð með nokkuð stórum mun og voru því bæði lið að leitast eftir því að hefna það. Í fyrri leik þessara liða sigraði ÍR með 4 stigum í Þorlákshöfn og ætluðu gestirnir því að hefna það tap hér í kvöld. Fyrsti leikhluti fór frekar hægt af stað hvað varðar stigaskor og voru bæði lið að þreifa á hvort öðru til að byrja með. Svo þegar leið á leikhlutan fóru bæði lið að taka áhlaup og koma stigum á töfluna. Stemmingin í húsinu var gjörsamlega frábær þökk sé drengjunum í Ghetto Hooligans. Staðan í lok 1.leikhluta 23-25 Þórsurum í vil. ÍR-ingar gáfu aðeins í í öðrum leikhlutanum og tóku völdin á honum og voru að setja niður skotin sín. ÍR spilaði bæði frábæra vörn sem og sókn í leikhlutanum og náðu að mynda sér fína forystu en Þórsararnir leyfðu þeim aldrei að stinga af og þegar það blés til hálfleiks þá leiddu ÍR-ingar 50-44. Þriðji leikhluti einkenndist af áhlaupum, ÍR-ingar byrjuðu mikið betur og náðu mest 14 stiga forystu. Þórsarar gáfust þó ekki upp og náðu þeim fljótt. Staðan fyrir síðasta leikhlutan var 74-73 fyrir ÍR í æsispennandi leik. 4.leikhluti var æsispennandi, munurinn varð aldrei meiri en 7 stig á milli liðanna. Stemmingin í húsinu var gjörsamlega frábær og ekki minnkaði það þegar Nick Tomsick setti risa þrist niður þegar 5 sekúndur voru eftir. Staðan í lok leiks var eins stigs sigur Þórs 95-96.Af hverju vann Þór? Baráttan fór langt með Þórsarana í kvöld. Sama hversu mikið þeir voru undir þá gáfust þeir aldrei upp og náðu á endanum að kreista fram sigur. Flott frammistaða hjá gestunum.Hverjir stóðu uppúr? Halldór Garðar, Nick Tomsick og Jaka Brodnik skiluðu allir svipuðu stigaskori en mér fannst Halldór Garðar geggjaður hér í kvöld. Baráttan í fyrirrúmi þar.Hvað gekk illa? Fátt sem gekk eitthvað sérlega illa í leiknum en síðasta sókn ÍR var hreint út sagt hræðileg. Fá dæmdan á sig ruðning sem var skelfilegt. Annað gekk ágætlega í leiknum.Hvað gerist næst? ÍR-ingar fara og spila við Val að Hlíðarenda á meðan að Þórsarar fá Breiðablik í heimsókn í Þorlákshöfn.Borche: Ég er vonsvikinn „Ég er auðvitað vonsvikinn, sérstaklega að tapa leik gegn liði nálægt okkur í töflunni,“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir tap gegn Þór Þ. hér í kvöld. „Ég sá ekki leikmenn fara eftir leikplaninu hér í kvöld, leikmenn gerðu annað inn á vellinum. Mér finnst leikmenn ekki vera að finna sig saman akkurat núna.“ ÍR-ingar skoruðu 95 stig í kvöld en Borche var ekki alveg ánægður með sóknarleikinn. “Við skorum 95 stig hér í kvöld en mér finnst sóknarleikurinn ekki vera góður samt, það kannski byrjar á æfingum en mér finnst æfingarnar okkar ekki vera góðar. Menn leggja sig ekki alla fram og þá fer ekki betur en þetta.“ Næsti leikur ÍR-inga er gegn Val en það er annað lið sem er nálægt þeim í töflunni og því verður það hörkuleikur. „Við þurfum að fara að finna hvorn annan og æfa fastar, leggja okkur meira fram. Þú spilar eins og þú æfir og við erum ekki að gera það nægilega vel.“Baldur Þór: Hörkuleikur sem datt okkar megin „Mikil ánægja að hafa klárað þennan leik. Hörkuleikur og hann bara datt okkar megin,“ sagði ánægður Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Þórs Þ. eftir sigur gegn ÍR í kvöld. Varnarleikurinn var ekki upp á marga fiska hérna í kvöld og var mikið um opin skot eins og Baldur Þór bendir réttilega á. „Lítill varnarleikur hjá báðum liðum allan leikinn, mikið af opnum skotum. ÍR-ingarnir gerðu vel hérna í seinni og voru komnir einhver 16 stig yfir en við sýndum þvílíkan karakter að koma til baka“ Nick Tomsick setti frábæra körfu hérna í lokin en rétt fyrir hana fékk Baldur tækifæri til að teikna upp lokasókn. „Nei þeir fóru ekki alveg eftir því, en þeir hlupu kerfið vel og svo fékk Nick boltan í hendurnar og fékk frelsi til að skapa sér og gerði það frábærlega.“ Næsti leikur Þórsara er gegn Breiðablik í Þorlákshöfn og það er síðasti leikurinn fyrir mánaðarpásu í deildinni. „Við þurfum að halda áfram og koma með sömu orkuna sem er að gefa okkur sigra í þann leik.“Halldór Garðar: Svakalega sáttur að ná þessum sigri „Mikil gleði, svakalega sáttur að ná þessum sigri og sem betur fer tókum við þetta hérna í lokin.“ sagði Halldór Garðar Hermannsson leikmaður Þórs eftir sigur gegn ÍR í kvöld. „Mér fannst við vera að elta mest allan tímann, þeir voru komnir aðeins yfir í fjórða og þá fórum við að setja niður skotin okkar og svo var þetta náttúrulega rosaleg karfa hjá Nick í lokin.“ Næsti leikur Þórsara er heima gegn Breiðablik og virtist Halldór Garðar vera spenntur fyrir honum. „Við erum á braut upp á við og ætlum að halda því áfram, byggja á þessu og verja heimavöllinn.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum