Umfjöllun: Skallagrímur - Breiðablik 91-90 | Enn og aftur tapa Blikarnir á lokasekúndunum Gunnhildur Lind Hansdóttir skrifar 1. febrúar 2019 21:45 Finnur Jónsson, þjálfari Skallanna, spjallar við sína menn. vísir/daníel þór Skallagrímsmenn fengu kærkomin tvö stig í vasann er þeir sigruðu Breiðblikinga í 16. umferð Domino’s deild karla í kvöld. Bæði lið verma kjallara sætin í deildinni og mátti því búast við mikilli baráttu í Fjósinu í Borgarnesi. Lið voru mjög jöfn á upphafs mínútunum. Bæði stilltu sér þau í svæðisvörn og virtust hvorug eiga í vandræðum með að skora. Heimamenn voru duglegir að sækja á körfuna og sóttu flest sín stig þannig á meðan gestirnir héldu sér gangandi með því að keyra hart á Borgnesinga í hraðarupphlaupum sínum. Lið héldu svipuðu tempói inní annan leikhluta. Þegar líða fór á fjórðunginn tóku gestirnir, sem höfðu alltaf verið skrefinu á eftir, sig á og náðu að læðast fram úr Skallagrímsmönnum rétt fyrir hálfleik og leiddu með tveimur stigum, 51-49, þegar gengið var til klefa. Í þriðja leikhluta voru gestirnir mun duglegri og ákveðnari en heimamenn í sínum aðgerðum og börðust fyrir hverju einasta sóknarfrákasti og settu hvert skotið á eftir öðru niður. Þeir héldu þessari orku út fjórðunginn og leiddu með sex stigum fyrir loka leiklutann. Síðustu 10 mínúturnar voru ekkert nema barátta. Þegar um sex mínútur voru eftir af leik vöknuðu Borgnesingar til lífsins og fóru loks að sína baráttu og sigurvilja. Á loka mínútunni leiddu Skallagrímsmenn með fjórum stigum. Mikil dramatík fylgdi í kjölfarið og mátti litlu muna að gestirnir úr Kópavogi náðu að stela sigrinum með flautukörfu en skotið geigaði og tvö stig til Skallagrímsmenn staðreynd. Lokatölur 91-90, Borgnesingum í vil.Af hverju vann Skallagrímur? Flestir geta verið sammála um það að leikurinn hefði getað dottið beggja megin. Breiðblikingar sýndu gífurlega baráttu mest megnið af leiknum að undanskildum nokkrum mínútum um miðbik fjórða leikhluta. Af sama skapi þá voru Skallagrímur alltaf inní leiknum og slepptu gestunum aldrei of langt framúr sér.Hverjir stóðu uppúr? Snorri Vignisson var ótrúlega flottur í liði Blika í kvöld. Þvílík elja og vinnusemi sér maður ekki oft, en hann á hrós skilið fyrir sitt framtak í kvöld. Árni Elmar kom einnig sterkur af bekknum og setti niður 17 stig þar af 4 þrista. Hjá Skallagrími voru Króatarnir Domogoj og Matej stigahæstir með samtals 33 stig. Bjarni Guðmann var einnig virkilega góður og færanlegur í sókninni, hann endaði leika með 16 stig og átta fráköst. Björgvin Hafþór heldur sömu hefð áfram og gaf átta stoðsendingar í kvöld.Hvað gekk illa? Það er lítið hægt að setja út á leikinn. Bæði lið buðu upp á fínustu skemmtun í kvöld. Ef eitthvað mætti gagnrýna þá væri það gloppótt vörn á tíma en það var eitthvað sem varði ekki lengi. Bæði lið eiga hrós skilið fyrir mikla baráttu í kvöld.Hvað gerist næst? Bæði lið fá stuttan tíma til að hvíla lappirnar en næsta umferð fer fram strax á sunnudag og mánudag eftir helgi. Skallagrímsmenn fá annan heimaleik á mánudaginn kemur er þeir fá Hauka úr Hafnarfirði til sín í Borgarnesið. Sama kvöld fá Breiðblikingar Keflvíkinga til sín í Smárann. Dominos-deild karla
Skallagrímsmenn fengu kærkomin tvö stig í vasann er þeir sigruðu Breiðblikinga í 16. umferð Domino’s deild karla í kvöld. Bæði lið verma kjallara sætin í deildinni og mátti því búast við mikilli baráttu í Fjósinu í Borgarnesi. Lið voru mjög jöfn á upphafs mínútunum. Bæði stilltu sér þau í svæðisvörn og virtust hvorug eiga í vandræðum með að skora. Heimamenn voru duglegir að sækja á körfuna og sóttu flest sín stig þannig á meðan gestirnir héldu sér gangandi með því að keyra hart á Borgnesinga í hraðarupphlaupum sínum. Lið héldu svipuðu tempói inní annan leikhluta. Þegar líða fór á fjórðunginn tóku gestirnir, sem höfðu alltaf verið skrefinu á eftir, sig á og náðu að læðast fram úr Skallagrímsmönnum rétt fyrir hálfleik og leiddu með tveimur stigum, 51-49, þegar gengið var til klefa. Í þriðja leikhluta voru gestirnir mun duglegri og ákveðnari en heimamenn í sínum aðgerðum og börðust fyrir hverju einasta sóknarfrákasti og settu hvert skotið á eftir öðru niður. Þeir héldu þessari orku út fjórðunginn og leiddu með sex stigum fyrir loka leiklutann. Síðustu 10 mínúturnar voru ekkert nema barátta. Þegar um sex mínútur voru eftir af leik vöknuðu Borgnesingar til lífsins og fóru loks að sína baráttu og sigurvilja. Á loka mínútunni leiddu Skallagrímsmenn með fjórum stigum. Mikil dramatík fylgdi í kjölfarið og mátti litlu muna að gestirnir úr Kópavogi náðu að stela sigrinum með flautukörfu en skotið geigaði og tvö stig til Skallagrímsmenn staðreynd. Lokatölur 91-90, Borgnesingum í vil.Af hverju vann Skallagrímur? Flestir geta verið sammála um það að leikurinn hefði getað dottið beggja megin. Breiðblikingar sýndu gífurlega baráttu mest megnið af leiknum að undanskildum nokkrum mínútum um miðbik fjórða leikhluta. Af sama skapi þá voru Skallagrímur alltaf inní leiknum og slepptu gestunum aldrei of langt framúr sér.Hverjir stóðu uppúr? Snorri Vignisson var ótrúlega flottur í liði Blika í kvöld. Þvílík elja og vinnusemi sér maður ekki oft, en hann á hrós skilið fyrir sitt framtak í kvöld. Árni Elmar kom einnig sterkur af bekknum og setti niður 17 stig þar af 4 þrista. Hjá Skallagrími voru Króatarnir Domogoj og Matej stigahæstir með samtals 33 stig. Bjarni Guðmann var einnig virkilega góður og færanlegur í sókninni, hann endaði leika með 16 stig og átta fráköst. Björgvin Hafþór heldur sömu hefð áfram og gaf átta stoðsendingar í kvöld.Hvað gekk illa? Það er lítið hægt að setja út á leikinn. Bæði lið buðu upp á fínustu skemmtun í kvöld. Ef eitthvað mætti gagnrýna þá væri það gloppótt vörn á tíma en það var eitthvað sem varði ekki lengi. Bæði lið eiga hrós skilið fyrir mikla baráttu í kvöld.Hvað gerist næst? Bæði lið fá stuttan tíma til að hvíla lappirnar en næsta umferð fer fram strax á sunnudag og mánudag eftir helgi. Skallagrímsmenn fá annan heimaleik á mánudaginn kemur er þeir fá Hauka úr Hafnarfirði til sín í Borgarnesið. Sama kvöld fá Breiðblikingar Keflvíkinga til sín í Smárann.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti