Birtu myndefni sem sýnir stífluna bresta Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 23:15 Myndbandið sýnir aurinn flæða yfir námusvæðið. Skjáskot/Youtube Brasilísk sjónvarpsstöð birti í dag myndefni sem sýnir stíflu við járngrýtisnámu í Minas Gerais-fylki í suðausturhluta Brasilíu bresta. Yfir tvö hundruð manns er enn saknað eftir að stíflan brast þann 25. janúar síðastliðinn. Sjónvarpsstöðin Bandeirantes komst yfir myndbandið og birti það m.a. á YouTube-reikningi sínum. Í yfirlitsskoti yfir námusvæðið má sjá þegar stíflan brestur og aurinn flæðir á ógnarhraða yfir námusvæðið. Myndbandið má sjá hér að neðan.Á meðal þess sem grófst undir eitraðri leðjunni var mötuneyti þar sem starfsmenn námunnar sátu og snæddu hádegismat. Þá fór skrifstofubygging námunnar einnig í kaf.Sjá einnig: Minnst níu látnir eftir að stíflan brast í Brasilíu Þegar þetta er ritað eru 110 staðfestir látnir í hamförunum og 238 er enn saknað. Fimm hafa verið handteknir í tengslum við málið og hefur BBC eftir saksóknara í Brasilíu að þrír þeirra séu stjórnendur hjá Vale, stærsta námufyrirtæki landsins og eiganda bæði námunnar og stíflunnar. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa lýst því yfir að allt kapp verði lagt á að tryggja öryggi íbúa og bjarga þeim sem eru nærri svæðinu. Aðeins fjögur ár eru liðin frá því að stífla í Minas Gerais í Brasilíu brast þar sem nítján manns létu lífið og var hún einnig í eigu Vale. Er slysið því talið vera eitt versta umhverfisslys Brasilíu. Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Minnst níu látnir eftir að stíflan brast í Brasilíu Talið er að tala látinna muni hækka mikið en um 200 manns er enn saknað. Litlar líkur eru taldar á að margir finnist á lífi. 26. janúar 2019 10:24 Tala látinna í Brasilíu komin upp í 40 Viðbragðsaðilar telja líklegt að talan muni hækka hratt eftir því sem líður á björgunarstarf. 27. janúar 2019 10:06 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Brasilísk sjónvarpsstöð birti í dag myndefni sem sýnir stíflu við járngrýtisnámu í Minas Gerais-fylki í suðausturhluta Brasilíu bresta. Yfir tvö hundruð manns er enn saknað eftir að stíflan brast þann 25. janúar síðastliðinn. Sjónvarpsstöðin Bandeirantes komst yfir myndbandið og birti það m.a. á YouTube-reikningi sínum. Í yfirlitsskoti yfir námusvæðið má sjá þegar stíflan brestur og aurinn flæðir á ógnarhraða yfir námusvæðið. Myndbandið má sjá hér að neðan.Á meðal þess sem grófst undir eitraðri leðjunni var mötuneyti þar sem starfsmenn námunnar sátu og snæddu hádegismat. Þá fór skrifstofubygging námunnar einnig í kaf.Sjá einnig: Minnst níu látnir eftir að stíflan brast í Brasilíu Þegar þetta er ritað eru 110 staðfestir látnir í hamförunum og 238 er enn saknað. Fimm hafa verið handteknir í tengslum við málið og hefur BBC eftir saksóknara í Brasilíu að þrír þeirra séu stjórnendur hjá Vale, stærsta námufyrirtæki landsins og eiganda bæði námunnar og stíflunnar. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa lýst því yfir að allt kapp verði lagt á að tryggja öryggi íbúa og bjarga þeim sem eru nærri svæðinu. Aðeins fjögur ár eru liðin frá því að stífla í Minas Gerais í Brasilíu brast þar sem nítján manns létu lífið og var hún einnig í eigu Vale. Er slysið því talið vera eitt versta umhverfisslys Brasilíu.
Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Minnst níu látnir eftir að stíflan brast í Brasilíu Talið er að tala látinna muni hækka mikið en um 200 manns er enn saknað. Litlar líkur eru taldar á að margir finnist á lífi. 26. janúar 2019 10:24 Tala látinna í Brasilíu komin upp í 40 Viðbragðsaðilar telja líklegt að talan muni hækka hratt eftir því sem líður á björgunarstarf. 27. janúar 2019 10:06 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26
Minnst níu látnir eftir að stíflan brast í Brasilíu Talið er að tala látinna muni hækka mikið en um 200 manns er enn saknað. Litlar líkur eru taldar á að margir finnist á lífi. 26. janúar 2019 10:24
Tala látinna í Brasilíu komin upp í 40 Viðbragðsaðilar telja líklegt að talan muni hækka hratt eftir því sem líður á björgunarstarf. 27. janúar 2019 10:06