Segir óþreyju farið að gæta hjá félagsmönnum á Akranesi Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. febrúar 2019 07:30 Fulltrúar Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur ræða stöðuna. Fréttablaðið/Sigtryggur Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist finna fyrir auknum þrýstingi sinna félagsmanna. Það renni hratt úr tímaglasinu. Verkefnið sé þó viðamikið og samspil við stjórnvöld miklu meira en áður hafi þekkst. Formaður Framsýnar á Húsavík telur félögin fjögur sem hafa vísað til ríkissáttasemjara úti í kuldanum. „Við fórum svo sem yfir nokkur atriði sem við teljum að sé full ástæða til að vinna áfram í smærri hópum. Það eru fjölmörg atriði í okkar kröfugerð sem við erum að reyna að þoka okkur áfram með. Atriði sem við erum til dæmis sammála um að þurfi að taka og dýpka umræðuna um,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og fjögurra stéttarfélaga héldu áfram hjá ríkissáttasemjara í gær en næsti fundur verður á miðvikudag. Vilhjálmur segir ljóst að það renni skarpt úr stundaglasinu og óþreyju sé farið að gæta hjá félagsmönnum sínum. „Við finnum fyrir auknum þrýstingi en jafnframt skilningi á því að þetta geti tekið tíma. Þetta er viðamikið verkefni sem er hér undir og verður að fá að taka þann tíma sem þarf. Það er samt sem áður alveg ljóst að menn ætla ekkert að bíða bara og bíða.“ Vilhjálmur segir beðið eftir því að það skýrist hvort og hvernig stjórnvöld ætli að koma að kjarasamningunum til þess að hægt sé að leggja heildstætt mat á stöðuna. „Samspil við stjórnvöld verður í þessum samningum miklu meira en hefur kannski áður þekkst.“ Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, segir ganginn í viðræðum Starfsgreinasambandsins við SA ágætan varðandi sérmálin en að launamálin séu í raun bara í bið. „Það verður eitthvað að fara að gerast varðandi launaliðinn og launatöflurnar. Ef það fara ekki að koma fram einhver svör við okkar tillögum og kröfum í lok næstu viku þá sé ég ekki að menn geti beðið lengur með að vísa þessu til ríkissáttasemjara,“ segir hann. Aðalsteinn segir stéttarfélögin fjögur sem þegar hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara vera svolítið úti í kuldanum. „Þau vísuðu fyrir rúmum mánuði síðan og enn er staðan sú að þau hafa ekki séð neinar launatölur frá SA.“ Meðal þeirra þátta sem ræddir hafa verið á fundum SGS og SA eru breytingar á vinnufyrirkomulagi sem Aðalsteini hugnast mjög illa. „Ég hafna öllum hugmyndum sem ganga út á að skerða neysluhlé starfsmanna eða breyta dagvinnutímabili eða færa yfirvinnutímabil milli mánaða og gera að dagvinnu. Ég er algerlega á móti þessu og trúi seint að verkalýðshreyfingin ætli að ljá máls á þessu.“ Akranes Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist finna fyrir auknum þrýstingi sinna félagsmanna. Það renni hratt úr tímaglasinu. Verkefnið sé þó viðamikið og samspil við stjórnvöld miklu meira en áður hafi þekkst. Formaður Framsýnar á Húsavík telur félögin fjögur sem hafa vísað til ríkissáttasemjara úti í kuldanum. „Við fórum svo sem yfir nokkur atriði sem við teljum að sé full ástæða til að vinna áfram í smærri hópum. Það eru fjölmörg atriði í okkar kröfugerð sem við erum að reyna að þoka okkur áfram með. Atriði sem við erum til dæmis sammála um að þurfi að taka og dýpka umræðuna um,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og fjögurra stéttarfélaga héldu áfram hjá ríkissáttasemjara í gær en næsti fundur verður á miðvikudag. Vilhjálmur segir ljóst að það renni skarpt úr stundaglasinu og óþreyju sé farið að gæta hjá félagsmönnum sínum. „Við finnum fyrir auknum þrýstingi en jafnframt skilningi á því að þetta geti tekið tíma. Þetta er viðamikið verkefni sem er hér undir og verður að fá að taka þann tíma sem þarf. Það er samt sem áður alveg ljóst að menn ætla ekkert að bíða bara og bíða.“ Vilhjálmur segir beðið eftir því að það skýrist hvort og hvernig stjórnvöld ætli að koma að kjarasamningunum til þess að hægt sé að leggja heildstætt mat á stöðuna. „Samspil við stjórnvöld verður í þessum samningum miklu meira en hefur kannski áður þekkst.“ Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, segir ganginn í viðræðum Starfsgreinasambandsins við SA ágætan varðandi sérmálin en að launamálin séu í raun bara í bið. „Það verður eitthvað að fara að gerast varðandi launaliðinn og launatöflurnar. Ef það fara ekki að koma fram einhver svör við okkar tillögum og kröfum í lok næstu viku þá sé ég ekki að menn geti beðið lengur með að vísa þessu til ríkissáttasemjara,“ segir hann. Aðalsteinn segir stéttarfélögin fjögur sem þegar hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara vera svolítið úti í kuldanum. „Þau vísuðu fyrir rúmum mánuði síðan og enn er staðan sú að þau hafa ekki séð neinar launatölur frá SA.“ Meðal þeirra þátta sem ræddir hafa verið á fundum SGS og SA eru breytingar á vinnufyrirkomulagi sem Aðalsteini hugnast mjög illa. „Ég hafna öllum hugmyndum sem ganga út á að skerða neysluhlé starfsmanna eða breyta dagvinnutímabili eða færa yfirvinnutímabil milli mánaða og gera að dagvinnu. Ég er algerlega á móti þessu og trúi seint að verkalýðshreyfingin ætli að ljá máls á þessu.“
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira