Sport

Katrín Tanja byrjar lokadaginn vel

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja
Katrín Tanja Davíðsdóttir jók forystu sína á ný á Fittest in Cape Town mótinu í CrossFit í morgun. Katrín vann fyrstu grein dagsins, áttundu grein mótsins, og er nú með 54 stiga forystu á toppnum.

Keppt var meðal annars í spretthlaupi í morgun og náði Katrín Tanja að klára á besta tímanum, 19:48,53. Mia Akerlund, sem var í öðru sæti, varð aðeins 13. í áttundu greininni í morgun og missti því Alessandra Pichelli frá Ítalíu upp fyrir sig í annað sætið en hún kláraði á 25:05,69.

Katrín vann greinina nokkuð örugglega en sú sem varð í öðru sæti var Simone Arthur frá Ástralíu, hún kláraði á 21:15,87 og er samanlagt í 10. sæti á mótinu.

Katrín Tanja er því enn í góðum málum fyrir síðustu tvær greinarnar, en sigurvegari mótsins fær sæti á heimsleikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×