Sigríður Thorlacius fagnaði þriggja ára lífsafmæli: „Það voru einhverjir verndarenglar þarna“ Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2019 13:20 Sigríður er fegin því að vera á lífi eftir bílslys á Kjalarnesi fyrir þremur árum síðan. Fréttablaðið/Stefán Sigríður Thorlacius söngkona var í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi „lífsafmæli“ sitt sem hún hélt upp á nú á dögunum. Afmælið heldur hún upp á til að minnast bílslyss sem hún lenti í á Kjalarnesi fyrir þremur árum síðan ásamt Ásgeiri Guðmundssyni, umboðsmanni Hjaltalín. „Við vorum að koma úr upptökuferð inni í Borgarfirði. Hjaltalín hafði verið yfir helgi í félagsheimili inn í Reykjadal og við vorum bara að taka upp og vinna. Við Ásgeir fylltum bílinn hans af þyngsta dótinu, bara á svona fallegum degi, og við vorum að keyra Kjalarnesið og það kom bara vindhviða í hálku og hann missti stjórn á bílnum og við fórum nokkrar veltur og lentum ofan í skurði á hvolfi,“ sagði Sigríður þegar hún rifjaði upp atvikið. Þau sluppu að mestu ómeidd frá slysinu, aðeins nokkrar skrámur og tak í bakið. Hún segir einhverja verndarengla hafa verið að störfum þar sem betur fór en áhorfðist.Bíllinn endaði á hvolfi eftir veltuna.Sigríður ThorlaciousHéldu að engin væri á lífi í bílnum „Ég hélt við værum að deyja,“ sagði Sigríður þegar hún var spurð hvað hafði farið í gegnum huga hennar þegar slysið varð. Aðkoman var sláandi og hún minnist þess að einn þeirra sem komu á vettvang sagði það vera útilokað að einhver væri á lífi í bílnum. „Hann opnar bílinn að aftan og ég heyri mann segja: „Það er pottþétt enginn lifandi í þessum bíl“. Ég hélt það líka en við erum augljóslega lifandi fyrst hann er að segja þetta, fyrst ég heyri þetta,“ sagði Sigríður og segir tímann hafa liðið hægt á meðan slysinu stóð. Sveitarmeðlimum sem komu að bílnum að sækja það sem í honum var hafi brugðið mjög að sjá bílinn enda gjörsamlega ónýtur.„Skíthrædd“ í bíl eftir slysið Sigríður segist hafa átt erfitt með að sjá hluti sem minntu sig á slysið í kjölfar þess, til dæmis mikinn snjó. Hún eigi enn í dag erfitt með að sitja í bíl og geti verið óþolandi farþegi oft á tíðum. „Ég er skíthrædd í bíl og ég get verið mjög óþolandi í bíl eftir þetta.“ Hún segir það hafa hjálpað að þau voru ófeimin að ræða slysið sín á milli og eftir slysið hafi þau hist í góðra vina hópi á Kaffibarnum. Sú hefð hélt áfram í nokkrar mánuði eftir slysið og hittust þau á mánudagskvöldum í einhvern tíma en slysið varð á mánudegi. „Ég held að við höfum sloppið nokkuð vel.“Viðtalið við Sigríði má heyra í spilaranum hér að neðan. Tímamót Tónlist Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Sigríður Thorlacius söngkona var í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi „lífsafmæli“ sitt sem hún hélt upp á nú á dögunum. Afmælið heldur hún upp á til að minnast bílslyss sem hún lenti í á Kjalarnesi fyrir þremur árum síðan ásamt Ásgeiri Guðmundssyni, umboðsmanni Hjaltalín. „Við vorum að koma úr upptökuferð inni í Borgarfirði. Hjaltalín hafði verið yfir helgi í félagsheimili inn í Reykjadal og við vorum bara að taka upp og vinna. Við Ásgeir fylltum bílinn hans af þyngsta dótinu, bara á svona fallegum degi, og við vorum að keyra Kjalarnesið og það kom bara vindhviða í hálku og hann missti stjórn á bílnum og við fórum nokkrar veltur og lentum ofan í skurði á hvolfi,“ sagði Sigríður þegar hún rifjaði upp atvikið. Þau sluppu að mestu ómeidd frá slysinu, aðeins nokkrar skrámur og tak í bakið. Hún segir einhverja verndarengla hafa verið að störfum þar sem betur fór en áhorfðist.Bíllinn endaði á hvolfi eftir veltuna.Sigríður ThorlaciousHéldu að engin væri á lífi í bílnum „Ég hélt við værum að deyja,“ sagði Sigríður þegar hún var spurð hvað hafði farið í gegnum huga hennar þegar slysið varð. Aðkoman var sláandi og hún minnist þess að einn þeirra sem komu á vettvang sagði það vera útilokað að einhver væri á lífi í bílnum. „Hann opnar bílinn að aftan og ég heyri mann segja: „Það er pottþétt enginn lifandi í þessum bíl“. Ég hélt það líka en við erum augljóslega lifandi fyrst hann er að segja þetta, fyrst ég heyri þetta,“ sagði Sigríður og segir tímann hafa liðið hægt á meðan slysinu stóð. Sveitarmeðlimum sem komu að bílnum að sækja það sem í honum var hafi brugðið mjög að sjá bílinn enda gjörsamlega ónýtur.„Skíthrædd“ í bíl eftir slysið Sigríður segist hafa átt erfitt með að sjá hluti sem minntu sig á slysið í kjölfar þess, til dæmis mikinn snjó. Hún eigi enn í dag erfitt með að sitja í bíl og geti verið óþolandi farþegi oft á tíðum. „Ég er skíthrædd í bíl og ég get verið mjög óþolandi í bíl eftir þetta.“ Hún segir það hafa hjálpað að þau voru ófeimin að ræða slysið sín á milli og eftir slysið hafi þau hist í góðra vina hópi á Kaffibarnum. Sú hefð hélt áfram í nokkrar mánuði eftir slysið og hittust þau á mánudagskvöldum í einhvern tíma en slysið varð á mánudegi. „Ég held að við höfum sloppið nokkuð vel.“Viðtalið við Sigríði má heyra í spilaranum hér að neðan.
Tímamót Tónlist Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira