Mosfelli á Hellu lokað eftir 54 ára starfsemi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. febrúar 2019 20:30 Einar og Hjördís sem hafa staðið vaktina saman í Mosfelli á Hellu í fimmtíu og fjögur ár. Magnús Hlynur Versluninni Mosfelli á Hellu verður lokað á næstu dögum en eigandinn sem er komin á níræðis aldur hefur rekið hana í fimmtíu og fjögur ár. Starfsstúlka verslunarinnar hefur einnig unnið í versluninni í öll þessi ár. Verslunin Mosfell er til húsa við Rangárbakka 7 á Hellu. Þar hefur verið selt fjölbreytt úrval af vörum, ekki síst gjafavörum en nú eru hillurnar smátt og smátt að tæmast á útsölu því Einar Kristinsson, kaupmaður ætlar að skella í lás á næstu dögum og loka versluninni fyrir fullt og allt eftir 54 ára starfsemi En hverjir hafa verið helstu viðskiptavinir Mosfells í gegnum árin? „Það eru bara Rangæingar í heild í gegnum tíðina. Við erum ekki með neitt fyrir ferðamenn en þeir rekast náttúrulega hérna inn en það er takmarkað hvað þeir kaupa“, segir Einar Kristinsson, kaupmaður og eigandi Mosfells um leið og hann bætir því við að það sé eins og hann hafi byrjað í gær þrátt fyrir árin fimmtíu og fjögur. En hefur verslunin breyst mikið á þessum 54 árum? „Nei, nei, ekki þannig sem hægt er að tala um. Þetta náttúrulega þarf að breytast en það hefur ekki gert það og þess vegna erum við kannski að hætta, það þarf að koma inn með eitthvað fyrir ferðamennina og einhverjar nýjungar, vera sýnilegur á netinu, við erum bara eins og þegar við byrjuðum fyrir fimmtíu og fjórum árum, höfum engu breytt, við kunnum varla að opna tölvu“, segir Einar.Mosfell er með rýmingarsölu þessa dagana áður en skellt verður í lás.Magnús HlynurEngin starfsmannavelta hefur verið hjá Einar í öll þessi ár því Hjördís Guðnadóttir hefur verið vakin og sofin yfir versluninni með Einari því hún hefur starfað með honum í öll þessi fimmtíu og fjögur ár. Unnur segir að ástæðuna fyrir lokun verslunarinnar megi m.a. rekja til þess að fólk er ekki nógu duglegt að versla í heimabyggð enda vilji engin kaupa Mosfell þrátt fyrir að verslunin hafi verið auglýst til sölu. „Mér finnst að fólk fari annað og kaupi, ekki á staðnum. Það er bara alveg ómögulegt, fólk er ekki að versla í heimabyggð, sem er ekki gott“, segir Hjördís Neytendur Rangárþing ytra Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Versluninni Mosfelli á Hellu verður lokað á næstu dögum en eigandinn sem er komin á níræðis aldur hefur rekið hana í fimmtíu og fjögur ár. Starfsstúlka verslunarinnar hefur einnig unnið í versluninni í öll þessi ár. Verslunin Mosfell er til húsa við Rangárbakka 7 á Hellu. Þar hefur verið selt fjölbreytt úrval af vörum, ekki síst gjafavörum en nú eru hillurnar smátt og smátt að tæmast á útsölu því Einar Kristinsson, kaupmaður ætlar að skella í lás á næstu dögum og loka versluninni fyrir fullt og allt eftir 54 ára starfsemi En hverjir hafa verið helstu viðskiptavinir Mosfells í gegnum árin? „Það eru bara Rangæingar í heild í gegnum tíðina. Við erum ekki með neitt fyrir ferðamenn en þeir rekast náttúrulega hérna inn en það er takmarkað hvað þeir kaupa“, segir Einar Kristinsson, kaupmaður og eigandi Mosfells um leið og hann bætir því við að það sé eins og hann hafi byrjað í gær þrátt fyrir árin fimmtíu og fjögur. En hefur verslunin breyst mikið á þessum 54 árum? „Nei, nei, ekki þannig sem hægt er að tala um. Þetta náttúrulega þarf að breytast en það hefur ekki gert það og þess vegna erum við kannski að hætta, það þarf að koma inn með eitthvað fyrir ferðamennina og einhverjar nýjungar, vera sýnilegur á netinu, við erum bara eins og þegar við byrjuðum fyrir fimmtíu og fjórum árum, höfum engu breytt, við kunnum varla að opna tölvu“, segir Einar.Mosfell er með rýmingarsölu þessa dagana áður en skellt verður í lás.Magnús HlynurEngin starfsmannavelta hefur verið hjá Einar í öll þessi ár því Hjördís Guðnadóttir hefur verið vakin og sofin yfir versluninni með Einari því hún hefur starfað með honum í öll þessi fimmtíu og fjögur ár. Unnur segir að ástæðuna fyrir lokun verslunarinnar megi m.a. rekja til þess að fólk er ekki nógu duglegt að versla í heimabyggð enda vilji engin kaupa Mosfell þrátt fyrir að verslunin hafi verið auglýst til sölu. „Mér finnst að fólk fari annað og kaupi, ekki á staðnum. Það er bara alveg ómögulegt, fólk er ekki að versla í heimabyggð, sem er ekki gott“, segir Hjördís
Neytendur Rangárþing ytra Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira