May segist ákveðin í að Brexit fari fram á tilætluðum tíma Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 07:31 Theresa May segist ætla til Brussel með endurnýjað umboð, hugmyndir og ákveðni. ESB hefur útilokað að semja um írsku baktrygginguna svonefndu. Vísir/EPA Engan bilbug er að finna á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þrátt fyrir ítrekuð áföll í tilraunum hennar til að ná sátt um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í dag segist hún harðákveðin í að útgangan fari fram í lok mars eins og upphaflega var lagt upp með. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa útilokað að semja upp á nýtt við Breta um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands eftir að breskir þingmenn höfnuðu útgöngusamningi May með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Fylgjendur útgöngunnar á þingi eru mótfallnir baktryggingunni sem myndi þýða að Evrópureglur giltu áfram á Norður-Írlandi á meðan Bretar og Evrópusambandið koma sér saman um hvernig landamærunum á Írlandi verður háttað eftir útgönguna. Breska þingið kaus með því May leitaði eftir „öðrum valkosti“ við írsku baktrygginguna í síðustu viku. Því segist May í grein sem hún skrifar í blaðið Sunday Telegraph að hún ætli sér að fara aftur til Brussel með „nýtt umboð, nýjar hugmyndir og endurnýjaða ákveðni“. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu klukkan 23:00 föstudaginn 29. mars. Í grein sinni stendur May föst á því að sú dagsetning haldi. Hún muni „skila Brexit á réttum tíma“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Simon Coveney, varaforsætisráðherra Írlands, varar á sama tíma við því í grein í Sunday Times að enginn „trúverðugur valkostur“ við baktrygginguna sé til. „Evrópusambandið mun ekki semja aftur um útgöngusáttmálann og það verður enginn útgöngusáttmáli án baktryggingarinnar,“ skrifar hann. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Mögulegt að fresta þurfi útgöngu Breta úr ESB Í viðtali við BBC segir breski utanríkisráðherrann að ef nýr samningur næst rétt fyrir fyrirhugaðan útgöngudag gæti þurft að seinka honum á meðan mikilvægar lagabreytingar væru samþykktar. 31. janúar 2019 10:21 Myndi sætta sig við frestun Graham Brady, formaður hinnar áhrifamiklu 1922-nefndar breska Íhaldsflokksins, sagðist í gær vel geta sætt sig við að útgöngudegi yrði frestað ef þörf væri á stuttum tíma til viðbótar til þess að koma útgöngusamningi í gegnum þingið. 1. febrúar 2019 06:00 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitar að breyta Brexit samkomulaginu. 30. janúar 2019 19:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Engan bilbug er að finna á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þrátt fyrir ítrekuð áföll í tilraunum hennar til að ná sátt um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í dag segist hún harðákveðin í að útgangan fari fram í lok mars eins og upphaflega var lagt upp með. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa útilokað að semja upp á nýtt við Breta um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands eftir að breskir þingmenn höfnuðu útgöngusamningi May með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Fylgjendur útgöngunnar á þingi eru mótfallnir baktryggingunni sem myndi þýða að Evrópureglur giltu áfram á Norður-Írlandi á meðan Bretar og Evrópusambandið koma sér saman um hvernig landamærunum á Írlandi verður háttað eftir útgönguna. Breska þingið kaus með því May leitaði eftir „öðrum valkosti“ við írsku baktrygginguna í síðustu viku. Því segist May í grein sem hún skrifar í blaðið Sunday Telegraph að hún ætli sér að fara aftur til Brussel með „nýtt umboð, nýjar hugmyndir og endurnýjaða ákveðni“. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu klukkan 23:00 föstudaginn 29. mars. Í grein sinni stendur May föst á því að sú dagsetning haldi. Hún muni „skila Brexit á réttum tíma“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Simon Coveney, varaforsætisráðherra Írlands, varar á sama tíma við því í grein í Sunday Times að enginn „trúverðugur valkostur“ við baktrygginguna sé til. „Evrópusambandið mun ekki semja aftur um útgöngusáttmálann og það verður enginn útgöngusáttmáli án baktryggingarinnar,“ skrifar hann.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Mögulegt að fresta þurfi útgöngu Breta úr ESB Í viðtali við BBC segir breski utanríkisráðherrann að ef nýr samningur næst rétt fyrir fyrirhugaðan útgöngudag gæti þurft að seinka honum á meðan mikilvægar lagabreytingar væru samþykktar. 31. janúar 2019 10:21 Myndi sætta sig við frestun Graham Brady, formaður hinnar áhrifamiklu 1922-nefndar breska Íhaldsflokksins, sagðist í gær vel geta sætt sig við að útgöngudegi yrði frestað ef þörf væri á stuttum tíma til viðbótar til þess að koma útgöngusamningi í gegnum þingið. 1. febrúar 2019 06:00 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitar að breyta Brexit samkomulaginu. 30. janúar 2019 19:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Mögulegt að fresta þurfi útgöngu Breta úr ESB Í viðtali við BBC segir breski utanríkisráðherrann að ef nýr samningur næst rétt fyrir fyrirhugaðan útgöngudag gæti þurft að seinka honum á meðan mikilvægar lagabreytingar væru samþykktar. 31. janúar 2019 10:21
Myndi sætta sig við frestun Graham Brady, formaður hinnar áhrifamiklu 1922-nefndar breska Íhaldsflokksins, sagðist í gær vel geta sætt sig við að útgöngudegi yrði frestað ef þörf væri á stuttum tíma til viðbótar til þess að koma útgöngusamningi í gegnum þingið. 1. febrúar 2019 06:00
May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09
Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitar að breyta Brexit samkomulaginu. 30. janúar 2019 19:00