Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir
Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna, þar á meðal Sebastian Kurz Austurríkiskanslari, hafa sumir hverjir þegar lýst yfir stuðningi við Guaidó.
Sir Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, er á leið til Kanada þar sem hann mun hitta aðra evrópska leiðtoga sem og leiðtoga Suður- og Mið-Ameríkuríkja, þar sem rætt verður hvernig best megi styðja við Guaidó.
Nicolas Maduro virtist boða til nýrra kosninga á afar óformlegan háttá fjöldafundi í Caracas, höfuðborg Venesúela í gær. Þar sagði hann að stjórnlagaþingið sem hann sjálfur skipaði myndi ræða það að flýta kosningunum sem næst áttu að fara fram 2020.
Nathalie Loiseau, Evrópumálaráðherra Frakklands, gaf þó lítið fyrir orð Maduro í gær og sagði þau farsakennd. Ekki væri tekið mark á þeim og að Maduro þyrfti að boða til kosninga á formlegri hátt, annars myndi fresturinn sem Evrópuríkin veittu honum til að boða til nýrra kosninga renna út á miðnætti.
Um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa þegar viðurkennt Guaidó sem sitjandi forseta en Rússland og Kína hafa varið Maduro.
Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Skömmu síðar lýsti þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela.
