Innviðagjald í Reykjavík getur numið milljónum á íbúð Sighvatur Jónsson skrifar 4. febrúar 2019 12:00 Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins vill að innviðagjald í Reykjavík verði fellt niður. Gjaldið hefur meðal annars verið notað til fjármögnunar útilistaverks í Vogabyggð. Mynd/Reykjavíkurborg Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. Innviðagjald hefur komið til tals í umræðu um pálmatré í endurskipulagðri Vogabyggð í Reykjavík. Útilistaverkið Pálmar er hluti kostnaðar sem borgin greiðir með tekjum vegna uppbyggingar hverfisins. Hjá Reykjavíkurborg er innviðagjald skilgreint sem gjald sem er lagt á hvern byggðan fermetra á svæði, auk gatnagerðargjalds. Innviðagjaldið rennur til fjármögnunar nauðsynlegra innviða sem uppbygging svæðis kallar á, eins og samgöngumannvirki, torg, opin svæði og skólabyggingar.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Innviðagjaldið hækki íbúðaverð Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, vísar til lögfræðiálits sem gert var fyrir samtökin. Niðurstaða þess hafi verið að sterk rök væru fyrir því að innviðagjaldið í þeirri mynd sem það er útfært hjá Reykjavíkurborg sé ólögmætt. „Við þurfum að hafa það í huga að þetta eru býsna háar fjárhæðir sem um teflir og geta numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta fer út í verðlagið og auðvitað er það almenningur sem á endanum þarf að standa straum af þessari gjaldtöku.“Fjölmargir hugsi vegna gjaldtöku borgarinnar Sigurður segir að fjölmargir verktakar og fjárfestar velti fyrir sér stöðu sinni gagnvart borginni vegna greiðslu innviðagjaldsins. „Það má ráða það af svörum borgarlögmanns þegar við leituðum til þeirra á sínum tíma að þessu gjaldi sé ekki ætlað að standa undir tiltekinni þjónustu fyrir lóðarhafann heldur þvert á móti er þessu ætlað að fjármagna almenna þjónustu fyrir framtíðaríbúa á viðkomandi svæði. Dæmi um það eru listaverkin af pálmatrénu í Vogabyggðinni.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að önnur sveitarfélög hafi tekið upp svipað gjald en lögfræðiálit samtakanna nær þó eingöngu yfir hvernig innviðagjaldið er útfært hjá Reykjavíkurborg. Reykjavík Skipulag Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira
Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. Innviðagjald hefur komið til tals í umræðu um pálmatré í endurskipulagðri Vogabyggð í Reykjavík. Útilistaverkið Pálmar er hluti kostnaðar sem borgin greiðir með tekjum vegna uppbyggingar hverfisins. Hjá Reykjavíkurborg er innviðagjald skilgreint sem gjald sem er lagt á hvern byggðan fermetra á svæði, auk gatnagerðargjalds. Innviðagjaldið rennur til fjármögnunar nauðsynlegra innviða sem uppbygging svæðis kallar á, eins og samgöngumannvirki, torg, opin svæði og skólabyggingar.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Innviðagjaldið hækki íbúðaverð Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, vísar til lögfræðiálits sem gert var fyrir samtökin. Niðurstaða þess hafi verið að sterk rök væru fyrir því að innviðagjaldið í þeirri mynd sem það er útfært hjá Reykjavíkurborg sé ólögmætt. „Við þurfum að hafa það í huga að þetta eru býsna háar fjárhæðir sem um teflir og geta numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta fer út í verðlagið og auðvitað er það almenningur sem á endanum þarf að standa straum af þessari gjaldtöku.“Fjölmargir hugsi vegna gjaldtöku borgarinnar Sigurður segir að fjölmargir verktakar og fjárfestar velti fyrir sér stöðu sinni gagnvart borginni vegna greiðslu innviðagjaldsins. „Það má ráða það af svörum borgarlögmanns þegar við leituðum til þeirra á sínum tíma að þessu gjaldi sé ekki ætlað að standa undir tiltekinni þjónustu fyrir lóðarhafann heldur þvert á móti er þessu ætlað að fjármagna almenna þjónustu fyrir framtíðaríbúa á viðkomandi svæði. Dæmi um það eru listaverkin af pálmatrénu í Vogabyggðinni.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að önnur sveitarfélög hafi tekið upp svipað gjald en lögfræðiálit samtakanna nær þó eingöngu yfir hvernig innviðagjaldið er útfært hjá Reykjavíkurborg.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira