Innviðagjald í Reykjavík getur numið milljónum á íbúð Sighvatur Jónsson skrifar 4. febrúar 2019 12:00 Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins vill að innviðagjald í Reykjavík verði fellt niður. Gjaldið hefur meðal annars verið notað til fjármögnunar útilistaverks í Vogabyggð. Mynd/Reykjavíkurborg Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. Innviðagjald hefur komið til tals í umræðu um pálmatré í endurskipulagðri Vogabyggð í Reykjavík. Útilistaverkið Pálmar er hluti kostnaðar sem borgin greiðir með tekjum vegna uppbyggingar hverfisins. Hjá Reykjavíkurborg er innviðagjald skilgreint sem gjald sem er lagt á hvern byggðan fermetra á svæði, auk gatnagerðargjalds. Innviðagjaldið rennur til fjármögnunar nauðsynlegra innviða sem uppbygging svæðis kallar á, eins og samgöngumannvirki, torg, opin svæði og skólabyggingar.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Innviðagjaldið hækki íbúðaverð Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, vísar til lögfræðiálits sem gert var fyrir samtökin. Niðurstaða þess hafi verið að sterk rök væru fyrir því að innviðagjaldið í þeirri mynd sem það er útfært hjá Reykjavíkurborg sé ólögmætt. „Við þurfum að hafa það í huga að þetta eru býsna háar fjárhæðir sem um teflir og geta numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta fer út í verðlagið og auðvitað er það almenningur sem á endanum þarf að standa straum af þessari gjaldtöku.“Fjölmargir hugsi vegna gjaldtöku borgarinnar Sigurður segir að fjölmargir verktakar og fjárfestar velti fyrir sér stöðu sinni gagnvart borginni vegna greiðslu innviðagjaldsins. „Það má ráða það af svörum borgarlögmanns þegar við leituðum til þeirra á sínum tíma að þessu gjaldi sé ekki ætlað að standa undir tiltekinni þjónustu fyrir lóðarhafann heldur þvert á móti er þessu ætlað að fjármagna almenna þjónustu fyrir framtíðaríbúa á viðkomandi svæði. Dæmi um það eru listaverkin af pálmatrénu í Vogabyggðinni.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að önnur sveitarfélög hafi tekið upp svipað gjald en lögfræðiálit samtakanna nær þó eingöngu yfir hvernig innviðagjaldið er útfært hjá Reykjavíkurborg. Reykjavík Skipulag Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. Innviðagjald hefur komið til tals í umræðu um pálmatré í endurskipulagðri Vogabyggð í Reykjavík. Útilistaverkið Pálmar er hluti kostnaðar sem borgin greiðir með tekjum vegna uppbyggingar hverfisins. Hjá Reykjavíkurborg er innviðagjald skilgreint sem gjald sem er lagt á hvern byggðan fermetra á svæði, auk gatnagerðargjalds. Innviðagjaldið rennur til fjármögnunar nauðsynlegra innviða sem uppbygging svæðis kallar á, eins og samgöngumannvirki, torg, opin svæði og skólabyggingar.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Innviðagjaldið hækki íbúðaverð Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, vísar til lögfræðiálits sem gert var fyrir samtökin. Niðurstaða þess hafi verið að sterk rök væru fyrir því að innviðagjaldið í þeirri mynd sem það er útfært hjá Reykjavíkurborg sé ólögmætt. „Við þurfum að hafa það í huga að þetta eru býsna háar fjárhæðir sem um teflir og geta numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta fer út í verðlagið og auðvitað er það almenningur sem á endanum þarf að standa straum af þessari gjaldtöku.“Fjölmargir hugsi vegna gjaldtöku borgarinnar Sigurður segir að fjölmargir verktakar og fjárfestar velti fyrir sér stöðu sinni gagnvart borginni vegna greiðslu innviðagjaldsins. „Það má ráða það af svörum borgarlögmanns þegar við leituðum til þeirra á sínum tíma að þessu gjaldi sé ekki ætlað að standa undir tiltekinni þjónustu fyrir lóðarhafann heldur þvert á móti er þessu ætlað að fjármagna almenna þjónustu fyrir framtíðaríbúa á viðkomandi svæði. Dæmi um það eru listaverkin af pálmatrénu í Vogabyggðinni.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að önnur sveitarfélög hafi tekið upp svipað gjald en lögfræðiálit samtakanna nær þó eingöngu yfir hvernig innviðagjaldið er útfært hjá Reykjavíkurborg.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira