Kia aldrei selt fleiri bíla Finnur Thorlacius skrifar 15. febrúar 2019 10:00 Kia Stinger er einn af fjölmörgum bílgerðum Kia. Kia seldi fleiri bíla í Evrópu á síðasta ári en nokkru sinni áður í sögu fyrirtækisins. Alls seldi bílaframleiðandinn 494.303 bíla í Evrópu á árinu sem er 4,7% aukning frá árinu 2017. Kia hefur nú náð þeim framúrskarandi árangri að slá árlega eigið sölumet í Evrópu síðustu 10 ár. Alls jókst salan á Kia Hybrid, Plug-in Hybrid og rafbílum um 36% á árinu. Á síðasta ári náði Kia sinni hæstu markaðshlutdeild á Íslandi eða 11,2%. Þetta er þriðja árið í röð sem Kia er næstmest selda merkið hér á landi. „Við erum afar stolt af þessum góða árangri. Sala á Hybrid og PHEV hefur aukist en salan í jarðefnaeldsneytisbílum, sem eru alltaf að lækka CO2 gildið, var einnig mjög góð á árinu. Með opnun nýra heimkynna Kia ætlum við að bjóða upp á enn betri þjónustu við núverandi og framtíðarviðskiptavini okkar. Framtíðin er björt hjá Kia,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju.Salan tvöfaldast frá árinu 2008 Söluhæstu bílarnir í Evrópu á síðasta ári voru nýr Kia Ceed og „crossover“ bílarnir Stonic og Niro. Þá var sala á Kia Rio og sportjeppunum Sportage og Sorento einnig mjög góð. Sala Kia bíla í álfunni hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2008 þegar 283.643 Kia bílar seldust þar og því er ljóst að Kia er í mikilli sókn í Evrópu. Fram undan er spennandi ár hjá Kia þar sem nýr Proceed verður frumsýndur auk þess sem nýjar gerðir rafmótora verða kynntar til leiks. Það eru því öll teikn á lofti um að árangur Kia verði áfram góður á þessu ári. „Kia er eini bílaframleiðandinn sem hefur náð að auka söluna í Evrópu á hverju ári síðasta áratuginn. Gæðin, hönnunin og karakterinn í ört stækkandi bílaflota Kia hafa hjálpað okkur að ná þessum frábæra árangri og auka markaðshlutdeildina um meira en helming síðan 2008,“ segir Emilio Herrera, framkvæmdastjóri hjá Kia Motors í Evrópu. Bílaframleiðandinn býður sem fyrr sjö ára ábyrgð á öllum bílum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Kia seldi fleiri bíla í Evrópu á síðasta ári en nokkru sinni áður í sögu fyrirtækisins. Alls seldi bílaframleiðandinn 494.303 bíla í Evrópu á árinu sem er 4,7% aukning frá árinu 2017. Kia hefur nú náð þeim framúrskarandi árangri að slá árlega eigið sölumet í Evrópu síðustu 10 ár. Alls jókst salan á Kia Hybrid, Plug-in Hybrid og rafbílum um 36% á árinu. Á síðasta ári náði Kia sinni hæstu markaðshlutdeild á Íslandi eða 11,2%. Þetta er þriðja árið í röð sem Kia er næstmest selda merkið hér á landi. „Við erum afar stolt af þessum góða árangri. Sala á Hybrid og PHEV hefur aukist en salan í jarðefnaeldsneytisbílum, sem eru alltaf að lækka CO2 gildið, var einnig mjög góð á árinu. Með opnun nýra heimkynna Kia ætlum við að bjóða upp á enn betri þjónustu við núverandi og framtíðarviðskiptavini okkar. Framtíðin er björt hjá Kia,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju.Salan tvöfaldast frá árinu 2008 Söluhæstu bílarnir í Evrópu á síðasta ári voru nýr Kia Ceed og „crossover“ bílarnir Stonic og Niro. Þá var sala á Kia Rio og sportjeppunum Sportage og Sorento einnig mjög góð. Sala Kia bíla í álfunni hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2008 þegar 283.643 Kia bílar seldust þar og því er ljóst að Kia er í mikilli sókn í Evrópu. Fram undan er spennandi ár hjá Kia þar sem nýr Proceed verður frumsýndur auk þess sem nýjar gerðir rafmótora verða kynntar til leiks. Það eru því öll teikn á lofti um að árangur Kia verði áfram góður á þessu ári. „Kia er eini bílaframleiðandinn sem hefur náð að auka söluna í Evrópu á hverju ári síðasta áratuginn. Gæðin, hönnunin og karakterinn í ört stækkandi bílaflota Kia hafa hjálpað okkur að ná þessum frábæra árangri og auka markaðshlutdeildina um meira en helming síðan 2008,“ segir Emilio Herrera, framkvæmdastjóri hjá Kia Motors í Evrópu. Bílaframleiðandinn býður sem fyrr sjö ára ábyrgð á öllum bílum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent