Stýrishjól óhreinni en klósettsetur Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2019 09:00 Innréttingar bíla eru með allra sóðalegustu stöðum. Samkvæmt rannsókn sem gerð var af CarRentals.com í Bandaríkjunum eru stýrishjól bíla að jafnaði fjórum sinnum skítugri en klósettsetur. Í raun eru innréttingar bíla með allra sóðalegustu stöðum sem finna má. Í könnun CarRentals.com, þar sem spurðir voru 1.000 ökumenn, kom fram að 32% þeirra þrifu aldrei innréttingar bíla sinna, eða í mesta lagi einu sinni á ári. Í rannsóknum annarrar bandarískrar stofnunar, National Center for Biotechnology Information, er niðurstaðan fremur sjokkerandi er kemur að innréttingum bíla, en þær eru svo óhreinar að klósettsetur eru í flestum tilvikum hreinni og stýrishjól bíla eru verst og á þeim eru að jafnaði fjórum sinnum meiri óhreinindi en á klósettsetum Þetta ættu bíleigendur að hafa í huga í umgengni við bíla sína og ef til vill þrífa þá örlítið oftar, ekki bara að utan. Í rannsókninni mældist bakteríufjöldi á hvern fersentimetra á stýrishjólum 629 CFU en til samanburðar mælist hann 100 CFU á símaskjáum, 313 CFU á lyftutökkum og 172 CFU á klósettsetum. Ein sláandi staðreyndin enn sem þessi rannsókn leiddi í ljós er að það finnast að jafnaði 700 mismunandi bakteríutegundir í innréttingum bíla og sumar þeirra valda matareitrun, húðsjúkdómum og ýmiss konar sýkingum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent
Samkvæmt rannsókn sem gerð var af CarRentals.com í Bandaríkjunum eru stýrishjól bíla að jafnaði fjórum sinnum skítugri en klósettsetur. Í raun eru innréttingar bíla með allra sóðalegustu stöðum sem finna má. Í könnun CarRentals.com, þar sem spurðir voru 1.000 ökumenn, kom fram að 32% þeirra þrifu aldrei innréttingar bíla sinna, eða í mesta lagi einu sinni á ári. Í rannsóknum annarrar bandarískrar stofnunar, National Center for Biotechnology Information, er niðurstaðan fremur sjokkerandi er kemur að innréttingum bíla, en þær eru svo óhreinar að klósettsetur eru í flestum tilvikum hreinni og stýrishjól bíla eru verst og á þeim eru að jafnaði fjórum sinnum meiri óhreinindi en á klósettsetum Þetta ættu bíleigendur að hafa í huga í umgengni við bíla sína og ef til vill þrífa þá örlítið oftar, ekki bara að utan. Í rannsókninni mældist bakteríufjöldi á hvern fersentimetra á stýrishjólum 629 CFU en til samanburðar mælist hann 100 CFU á símaskjáum, 313 CFU á lyftutökkum og 172 CFU á klósettsetum. Ein sláandi staðreyndin enn sem þessi rannsókn leiddi í ljós er að það finnast að jafnaði 700 mismunandi bakteríutegundir í innréttingum bíla og sumar þeirra valda matareitrun, húðsjúkdómum og ýmiss konar sýkingum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent