Tíu söluhæstu bílar heims 2018 Finnur Thorlacius skrifar 7. febrúar 2019 16:00 Líkt og fyrri ár er það Toyota Corolla sem trónir á toppi listans. Nú þegar flestar tölur um sölu bíla í heiminum í fyrra eru orðnar ljósar er forvitnilegt að skoða hvaða bílgerðir seljast best í heiminum öllum. Líkt og fyrri ár er það Toyota Corolla sem trónir á toppi listans og það með ríflega 100.000 bíla forystu á næsta keppinaut, Ford F-Series. Af Corolla bílnum seldust alls 1.181.445 eintök í fyrra, en 1.080.757 bílar af Ford F-Series, en flestir þeirra seldust náttúrulega í heimalandinu Bandaríkjunum. Þessi gríðarlega sala Toyota Corolla er 66 sinnum meiri en sala allra nýrra bíla á Íslandi í fyrra, sem nam tæplega 18.000 bílum og myndi því duga til sölu nýrra bíla hérlendis í 66 ár. Sala 10 söluhæstu bílgerða heims í fyrra var á endanum svona:1. Toyota Corolla 1.181.4452. Ford F-Series 1.080.7573. Toyota RAV4 837.6244. Honda Civic 823.1695. Volkswagen Tiguan 791.2756. Volkswagen Golf 789.5197. Honda CR-V 747.6468. Volkswagen Polo 725.4639. Toyota Camry 661.38310. Chevrolet Silverado 651.090 Það kemur ekki á óvart að tveir stærstu bílaframleiðendur heims, Toyota og Volkswagen Group, eiga hvor sínar þrjár bílgerðirnar á lista yfir 10 söluhæstu bílgerðir, en Honda á einnig tvo bíla á listanum. Síðustu tveir bílarnir á listanum eru svo pallbílar sem seljast sem aldrei fyrr í Bandaríkjunum og víðar. Annar þeirra er næstsöluhæsta bílgerð heims, en hinn vermir neðsta sætið á lista 10 söluhæstu. Það eru margir þekktir bílaframleiðendur sem framleiða minna en nemur sölu bílsins í 10. sætinu á þessum lista. Þá er sala Toyota Corolla bílsins í fyrra meiri en öll sala Mitsubishi á sama tíma. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent
Nú þegar flestar tölur um sölu bíla í heiminum í fyrra eru orðnar ljósar er forvitnilegt að skoða hvaða bílgerðir seljast best í heiminum öllum. Líkt og fyrri ár er það Toyota Corolla sem trónir á toppi listans og það með ríflega 100.000 bíla forystu á næsta keppinaut, Ford F-Series. Af Corolla bílnum seldust alls 1.181.445 eintök í fyrra, en 1.080.757 bílar af Ford F-Series, en flestir þeirra seldust náttúrulega í heimalandinu Bandaríkjunum. Þessi gríðarlega sala Toyota Corolla er 66 sinnum meiri en sala allra nýrra bíla á Íslandi í fyrra, sem nam tæplega 18.000 bílum og myndi því duga til sölu nýrra bíla hérlendis í 66 ár. Sala 10 söluhæstu bílgerða heims í fyrra var á endanum svona:1. Toyota Corolla 1.181.4452. Ford F-Series 1.080.7573. Toyota RAV4 837.6244. Honda Civic 823.1695. Volkswagen Tiguan 791.2756. Volkswagen Golf 789.5197. Honda CR-V 747.6468. Volkswagen Polo 725.4639. Toyota Camry 661.38310. Chevrolet Silverado 651.090 Það kemur ekki á óvart að tveir stærstu bílaframleiðendur heims, Toyota og Volkswagen Group, eiga hvor sínar þrjár bílgerðirnar á lista yfir 10 söluhæstu bílgerðir, en Honda á einnig tvo bíla á listanum. Síðustu tveir bílarnir á listanum eru svo pallbílar sem seljast sem aldrei fyrr í Bandaríkjunum og víðar. Annar þeirra er næstsöluhæsta bílgerð heims, en hinn vermir neðsta sætið á lista 10 söluhæstu. Það eru margir þekktir bílaframleiðendur sem framleiða minna en nemur sölu bílsins í 10. sætinu á þessum lista. Þá er sala Toyota Corolla bílsins í fyrra meiri en öll sala Mitsubishi á sama tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent