Eltið peningana Jón Kaldal skrifar 5. febrúar 2019 10:43 Í umræðum um laxeldi í sjókvíum við Ísland er stundum látið eins og þetta sé ný atvinnugrein hér við land. Í fyrra sagði til dæmis sjávarútvegsráðherra „það er kannski eðlilegt á meðan það er verið að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun komi úr ríkissjóði“ þegar hann var spurður út í Umhverfissjóð sjókvíaeldis. Staðreyndin er hins vegar sú að núverandi laxeldi í sjókvíum er hluti af þriðju bylgju sjókvíaeldis við landið. Fyrri bylgjurnar tvær enduðu með milljarða króna tjóni fyrir sjóði í almannaeigu og lánastofnanir. Sjókvíaeldisfyrirtækin við Ísland eru engin nýsköpunarfyrirtæki. Stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins var stofnað 2009. Búnaðurinn sem fyrirtækin nota hefur varla breyst í áratugi. Sjókví er enn bara netapoki í sjó. Þessi félög eru að stærstum hluta dótturfélög vellauðugra norskra fiskeldisrisa. Þeir eiga ekki að þurfa sérstaka aðstoð ríkisins, afslátt af lögum um mengunarvarnir né nánast ókeypis afnot af sameiginlegum auðlindum íslensku þjóðarinnar. Þó er öll þessi atriði að finna í þeim frumvarpsdrögum sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram um breytingar á lögum um fiskeldi. Ekki hefur farið fram hjá neinum að eigendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna berjast hart fyrir sínum málstað. Það er skiljanlegt þegar skoðaðir eru þeir gríðarlega miklu persónulegu hagsmunir sem eru í húfi fyrir þá og þau fyrirtæki sem þeir tengjast. Eitt dæmi sem sýnir þessa stöðu í hnotskurn er Fiskeldi Austfjarða. Síðla árs 2017 var 45,2% hlutur í félaginu seldur fyrir 965 milljónir króna en í kaupsamningnum er klásúla um að kaupverðið muni fjórfaldast ef leyfi fást til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Fer þá í 3,9 milljarða króna. Þetta er dæmi um gríðarlega mögulega hækkun á innan við helmings hlut í einu fyrirtæki. Þegar það er yfirfært á markaðinn í heild margfaldast milljarðarnir. Söluvaran er aðgangur að íslenskri náttúru, sameign þjóðarinnar. Seljendurnir eru fáeinir einstaklingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Jón Kaldal Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um laxeldi í sjókvíum við Ísland er stundum látið eins og þetta sé ný atvinnugrein hér við land. Í fyrra sagði til dæmis sjávarútvegsráðherra „það er kannski eðlilegt á meðan það er verið að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun komi úr ríkissjóði“ þegar hann var spurður út í Umhverfissjóð sjókvíaeldis. Staðreyndin er hins vegar sú að núverandi laxeldi í sjókvíum er hluti af þriðju bylgju sjókvíaeldis við landið. Fyrri bylgjurnar tvær enduðu með milljarða króna tjóni fyrir sjóði í almannaeigu og lánastofnanir. Sjókvíaeldisfyrirtækin við Ísland eru engin nýsköpunarfyrirtæki. Stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins var stofnað 2009. Búnaðurinn sem fyrirtækin nota hefur varla breyst í áratugi. Sjókví er enn bara netapoki í sjó. Þessi félög eru að stærstum hluta dótturfélög vellauðugra norskra fiskeldisrisa. Þeir eiga ekki að þurfa sérstaka aðstoð ríkisins, afslátt af lögum um mengunarvarnir né nánast ókeypis afnot af sameiginlegum auðlindum íslensku þjóðarinnar. Þó er öll þessi atriði að finna í þeim frumvarpsdrögum sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram um breytingar á lögum um fiskeldi. Ekki hefur farið fram hjá neinum að eigendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna berjast hart fyrir sínum málstað. Það er skiljanlegt þegar skoðaðir eru þeir gríðarlega miklu persónulegu hagsmunir sem eru í húfi fyrir þá og þau fyrirtæki sem þeir tengjast. Eitt dæmi sem sýnir þessa stöðu í hnotskurn er Fiskeldi Austfjarða. Síðla árs 2017 var 45,2% hlutur í félaginu seldur fyrir 965 milljónir króna en í kaupsamningnum er klásúla um að kaupverðið muni fjórfaldast ef leyfi fást til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Fer þá í 3,9 milljarða króna. Þetta er dæmi um gríðarlega mögulega hækkun á innan við helmings hlut í einu fyrirtæki. Þegar það er yfirfært á markaðinn í heild margfaldast milljarðarnir. Söluvaran er aðgangur að íslenskri náttúru, sameign þjóðarinnar. Seljendurnir eru fáeinir einstaklingar.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar